Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Síða 95
MÚLAÞING
93
frá O. A. Knutsen, útgerðarmanni). Knut Sand Bakken, læknir í
Flekkefjord, hefur útvegað mér að láni gerðabók og sjóðbók fyrir
Islandsfélagið í Flekkefjord, og sent mér (skriflega) frekari upplýsingar
um félagið, með útdrætti úr bréfi frá íslandi (lánað af Jens Smith
Sunde). - Hjá Torbjórn Falnes, Skudeneshavn, fékk ég lánaða dagbók
slúppskipsins Rutland. - í viðskiptaskjaiasafni J. E. Lehmkuhls er
m. a. varðveitt gerðabók rneð nákvæmu ársuppgjöri fyrir atvinnurekst-
urinn á Eskifirði og Eyjafirði (Bergens Sjófartsmuseum). Á Eskifirði
fékk Jóhann Klausen mér tii umráða bréfasafn föðurföður hans, Fred-
riks Klausen, með öllum bréfum frá J. E. Lehmkuhl (síðan gefið
Bergens Sjófartsmuseum). Á íslandi fann ég óprentaðar veðmálabæk-
ur, manntöl og skattskrár í skjalasöfnunum í Reykjavík og á Akureyri
og á sýsluskrifstofunum á Eskifirði og Seyðisfirði.
Þeir, sem þátt tóku í landnótaveiðunum 1880 - 1890 voru allir látnir
þegar ég hóf heimildasöfnun mína. En lifandi munnmæli um einstaka
viðburði og persónulega lífsreynslu eru varðveittar í fjölskyldum, og
hafa niðjarnir sagt mér (sjá listann um heimildarmenn). - En varðandi
þorskveiðarnar hef ég verið svo heppin að geta átt tal við 9 menn (1
frá Bpmlo, 8 frá Karmóy), sem sjálfir tóku þátt í þeim. Þeir voru
orðnir gamlir þegar ég ræddi við þá (milli 79 og 92 ára), en allir mundu
þeir vel og sögðu ljóslifandi frá. Upplýsingarnar um þorskveiðarnar á
gömlu kútterunum, siglinguna, vinnubrögðin, aðstæður um borð, hef
ég sem sé frá 9 fiskimönnum. Það sem þeir höfðu að segja, bar saman
í aðalatriðum, en hver og einn hafði gjarnan við að bæta frásögn af
persónulegum viðburðum.
Ég var á íslandi í fimmta sinn sumarið 1975 og kom þá á alla Austfirði
og Eyjafjörð, þar sem norsku landnótaleiðangrarnir höfðu haft bæki-
stöðvar. Á Fáskrúðsfirði ræddi ég við aldrað fólk, sem vissi um norsku
húsin og þekkti bassann Peder Stangeland (hann bjó þar með fjölskyldu
sinni eftir 1885). Á Eskifirði gátu Jóhann Klausen (sonarsonur Fredriks
Klausen) og Martha Klausen (barnabarn Fredriks Klausen og Peder
Randulffs) sagt frá öfum sínum, hvað þeir störfuðu og hvernig þeir
bjuggu. - í Mjóafirði dvaldi ég á Brekku hjá Vilhjálmi Hjálmarssyni,
í sama íbúðarhúsinu og föðurfaðir hans Vilhjálmur Hjálmarsson lét
reisa 1882 (húsið kom tilhöggvið frá Noregi). - í Hrísey sýndi Björn
Ólason mér hvar norsku húsin áður stóðu á ströndinni, hann var sonar-
sonur Jörundar Jónssonar. Minningarnar um ofviðrið 1884 voru enn
lifandi í Hrísey og Björn Ólason sagði mér m. a. af Galdra-Villa.