Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Page 98
96
MÚLAÞING
síldin lifði í marga daga, jafnvel vikum saman. Loks var lásinn tæmdur
með úrkastsnót. - Síldarkaupmennirnir í bæjunum, sem réðu yfir fjár-
magni, keyptu oft eitt eða fleiri landnótabrúk og réðu fiskimenn. Góðir
nótabassar voru nafntogaðir og eftirsóttir.
Samtímis því að síldin kom aftur til Vestur-Noregs, hvarf hún frá
sænsku ströndinni og þar með opnuðust hinir gömlu, sænsku markaðir.
Mestur hluti norsku vorsíldarinnar var seldur til Svíþjóðar og Eystra-
saltslandanna. Lengi sigldu flutningabátarrfir með ferska síld frá veiði-
stöðvunum til Björgvinjar og Stafangurs, þar sem kaupmenn tóku við
henni til söltunar og útflutnings. Þegar tímar liðu urðu kaupmennirnir
í bæjunum að reisa söltunarhús í verstöðvunum. Þegar verslunin var
gefin frjáls árið 1842, tók dreifbýlisfólkið að salta síld og selja og flytja
hana austur á eigin skipum. í mörgum verstöðvum voru settar á fót
fleiri söltunarstöðvar ár frá ári, þar til þær voru orðnar yfir 800 milli
Skudenes og Holmengrá. Útflutningurinn gat orðið allt að 600.000
tunnur á ári.
Fólki fjölgaði á vorsíldarsvæðunum. Margir höfðu vinnu við veiðarn-
ar árið um kring, sjómenn, verslunarmenn, handverksmenn. Fleiri og
fleiri settust að á gömlu stöðvunum við ströndina. Á Karmpy varð
Skudeneshavn við innsiglinguna til Boknafjorden og Kopervik við
Karmsundet hleðslustaðir. Haugasund varð bær og „á síldarbeinum er
bærinn reistur“. Björgvin og Stafangur voru stærstu síldarútflutnings-
bæirnir, Haugasund var í þriðja sæti.
Vaxandi sigling með útflutningsvörur, síld og fisk frá Noregi, varð
til þess að verslunarfloti óx stöðugt. Flestar voru jaktirnar, einmöstr-
ungar, sem fluttu út síld og komu með kornfarm til baka. Flutningaskút-
urnar fengu nýjan starfsvettvang þegar verslunin var gefin frjáls á
íslandi árið 1855.1
Þá strax hófu norsk skip „spekulantsferðir“ til íslands, þau komu
með timburfarma og aðrar vörur, sem þau seldu í skiptum fyrir fisk.
Farmennirnir sáu j afnan miklar síldarvöður við Island, en enginn stund-
að síldveiðar. Jóni Sigurðssyni, alþingismanni, leiðtoga íslendinga í
sjálfstæðisbaráttunni, barst bréf frá norskum kaupmanni, sem skrifaði,
að síldin gæti orðið auðsuppspretta fyrir ísland, bróðir hans hefði nefnt
þetta við nokkra íslendinga við Faxaflóa, en hefði fengið það svar að
þeir hefðu nógan þorsk og þörfnuðust ekki síldar.2
1 Matthías Þórðarson: Síldarsaga fslands bls. 85 (Ný félagsrit 16. árg. Kaupm.höfn 1856,
bls. 115).
2 Matthías I’órðarson: Síldarsaga íslands bls. 85.