Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Side 108
106
MULAÞING
„Nordstjernen". Skúturnar þrjár lestuðu samanlagt 1260 hl. af salti og
3010 tómar tunnur, þar að auki nætur, báta og eitt sjóhús.1
Sumir síldarútflytjendur í Stafangri höfðu svipaða útgerð hver um
sig. Henrik Svendsen gerði út galíasana „Betanía" og „Alfen“, Lars
Berentsen skonnortuna „Ansgarius“ og galíasinn „Affaire“. Ole Salt-
hella frá Selbjprn var nótabassi hjá útgerð Berentsens.2 En verslunar-
fyrirtækið Kphler stofnaði til stærri leiðangurs. Framkvæmdastjóri
fyrirtækisins, Vilhelm Hansen, ætlaði strax að gera út tvö landnótabrúk
í senn til veiða við ísland. Við hin stóru hús í Hillevág lá íslandsfloti
Kphlers og tók varning. Það voru slúppskipin „Reidar“ og „Hild“,
jaktirnar „Virgo“, Svanen“ og „Viva“ og gufuskipið „Vigilant“. Tvö
önnur fyrirtæki í Stafangri voru tengd leiðangri Kphlers, Nymann með
skonnortuna „Ladegaard" og G. A. Jonasen með jaktina „Skulda" og
gufuskipið „Vaagen“.3
Gjermund Bengtsson á Storð var útgerðarmaður og síldarsaltandi.
Hann rak einnig skipasmíðastöð með Ivar Fpyen, þar sem þeir smíðuðu
sínar eigin jaktir og galíasa. Þeir tóku nú höndum saman um íslands-
leiðangur, með skip Bengtsson, jaktina „Helga“ og galíasinn „Stord“
og jakt Fóyens „Helena“.4
Eftir hinn hörmulega missi „Sleipner“ á Seyðisfirði 1868, hafði Otto
Wahtne lokið stýrimannsprófi í Englandi, og stjórnað enskum skipum
á öllum heimsins höfum. Nú vildi hann aftur til íslands, Veiða síld og
takast á við veðurguðina. Hann tókst á hendur stjórn leiðangurs, sem
nokkrir Björgvinjarkaupmenn stofnuðu til í félagi. Þeir leigðu gufu-
skipið „Bravo“ frá Mandal til flutninga, en höfðu annars galías „Haa-
bet“ frá Björgvin sem söltunarskip.5 Annar Björgvinjarkaupmaður, J.
E. Lehmkuhl, var einn um mikla útgerð. Hann ákvað að hafa tvö
nótabrúk á íslandi með jaktina „Anna“ og galíasinn „Rap“, og nota
gufuskipið „Axel“ til flutninga.
Veturinn 1878 - 1879 dvaldist íslendingur í Álasundi til að læra
lýsisbræðslu. Var það Einar Guðmundsson, alþingismaður. Hann og
nokkrir fleiri íslendingar, stofnuðu í félagi við nokkra Álasundskaup-
menn „Islandske Fiskerikompani“, til að stunda síld- og þorskveiðar
' B. T. 1880.
2 Djupavág bls. 35.
3 Skjalasafn Kbhlers.
4 O. Digernes.
5 T. Wathne.