Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Page 116
114
MÚLAÞING
Sumarsíldin, sem hingað til þetta ár hafði veiðst við ísland, var ekki
til að miklast af. Stafangursskipstjóri skrifaði frá Mjóafirði í júlí, að
síldin væri „stór eins og vorsíldin áður, en svo mögur, já svo mögur,
að ég hef aldrei séð svo magra síld miðað við stærð, en íslendingar
telja, að þegar komi fram í septembermánuð, verði síldin feitari og
torfurnar þykkari."1
Fyrstu síldarfarmarnir frá íslandi komu til Haugasunds og Björgvinj-
ar um miðjan júlí. Sýnishorn af síldinni var lagt fram á kaupþingi og
sent til Hamborgar. Fyrirtækið Jahns og Nilsen í Hamborg svaraði, að
þessi síld líktist „leginni fjarðarsíld, stór haus og sporður og holdlítil,
hentar illa okkar markaði. Par að auki hafði aðeins verið lítið af stórsíld,
mest millistærðir.“2
Sumar í ókunnu landi
Eftir hina skammvinnu sumarsíldveiði á Eskifirði hélt leiðangur
Knudsensbræðra norðar og settist að á Norðfirði. Oíe Andreas Knud-
sen Vibrandsp keypti hinn 19. júlí 1880 borgarabréf til að mega stunda
síldveiðar á Norðfirði. Og hér, á Nesi, þar sem Lehmkuhl einnig hafði
leigt sjávarlóð, reisti nú Knudsen sjóhús. Nótabrúkið hans með galí-
asana „Regres“ og „Ida“ lágu hér, veiddu síld og söltuðu í húsinu,
sem var þá eina norska húsið í firðinum.3
Síðasti hluti júlí er rólegur tími og lítið um síld. Öll norsku nótalögin
vinna á landi við að ljúka smíði húsa og bryggja. Þeir svipast um þar
sem þeir hafa aðsetur, og þeim þykir margt einkennilegt í þessum
fjörðum.
Stafangursskipstjóri skrifar frá Mjóafirði: „ísland er í mínum augum
kostarýrt land, þar sem hér er næstum ekkert að sjá annað en grjót
og háa kletta. Landsmenn búa í moldarkofum, og þar sem ég hef
komið inn, er þeim helst að líkja við rottuholur, aðeins í stækkaðri
mynd.“4
Annar Stafangursmaður segir frá þeim áhrifum, sem hann varð fyrir
á Seyðisfirði, í bréfi dags. 13. júlí 1880. Hann hafði verið þar 7 vikur.
- Aðeins um sumarið, frá miðjum maí til 9. september er póstsamband
við umheiminn, segir hann. Þrír kaupmenn reka verslun í firðinum,
1 B. T. 29. 7. 1880.
2 Skjöl Köhlers.
3 Veðmálabók fyrir Norðfjörð.
4 B. T. 29. 7. 1880.