Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Side 122
120
MÚLAÞING
Haustsíld
Fyrst verður alltaf vart við haustsíldina, stóra og feita, í Eyjafirði.
Fegar um 10. september fer þessi „nýsíld“ að síga inn í fjörðinn. Hér
eru ekki margir norskir leiðangrar þetta árið. Það eru „Islands-
kompaniet“ frá Álasundi og „Stordlaget“ hvort með tvær skútur, Amlie
og Kongshavn með galíasana „Heimdal“ og „Solid“ og leiðangur
Ludolfs Eide með galíasana „Liberal“ og „Signe“.
M. H. Kongshavn, skipstjóri færir í reikningsbókina fyrir september:
Landshlutur í Eyjafirði af 1768 tunnum síldar á kr. 6.50 tunnan. Svo
hefur hann ásamt Torsen, skipstjóra á „Liberal“, keypt 143 tunnur
síldar á kr. 8.00 tunnuna, og skal greiða helminginn af verkunarkostn-
aði Torsens og landleigu fyrir þennan slatta. Loks greiðir Kongshavn
spítalagjald af 1.011 tunnum, 24 aura á tunnuna.!
í október þéttast síldartorfurnar, og nú berast þær fréttir frá Eyja-
firði, að Norðmennirnir taki í lás þúsundir tunna af síld, „ekki bara
við Hrísey og Birnunessand, heldur og við Hjalteyri.“ Þetta er í sam-
ræmi við fréttirnar frá Svarfaðardal um haustið, þaðan spyrst, að norsku
fiskimennirnir fái uppgripaafla þar við landið og í nágrenninu. Upp á
síðkastið hafa bændurnir í grenndinni beinlínis keppst um að útvega
sér net, svo þeir geti stundað síldveiðar, bæði til beituöflunar og söltun-
?
ar.
í október skrifar M. H. Kongshavn sér til minnis ýmiskonar útgjöld
við síldarvinnuna. Hann hefur greitt söltunarlaun fyrir 262.5 tunnur á
20 aura hverja, hann hefur haft mann á launum í 18 daga fyrir kr. 2.07
á dag, borgað fæði og húsnæði fyrir tvo menn á Akureyri, keypt 12
potta af rommi og 20 ölflöskur. Hann fær 100 kr. í peningum hjá
Sörensen skipstjóra í Eyjafirði, þar að auki verður hann að fá yfir 500
kr. lánaðar hjá Ludolf Eide fyrir Torsen skipstjóra, og selur salt og
200 tómar tunnur fyrir 600 krónur.1 2 3
Allar norsku skúturnar sigla samtímis frá Eyjafirði. Hinn 26., 27.
og 28. október koma galíasarnir „Signe“, „Liberal“, „Solid“ og
„Heimdal“ til Haugasunds, og 27. október kemur jaktin „Helene“ frá
Storð til Björgvinjar, allir með fullfermi af síld. Skonnortan „Nils
Koren“ kemur 26. október til Álasunds eftir fjögurra daga siglingu
með 1500 tunnur af síld fyrir „Islandskompaniet“. Og galías „Stord“
1 Skjöl Kongshavns.
2 Matthías Pórðarson: Sildarsaga íslands bls. 102.
3 Skjöl Kongshavns.