Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Qupperneq 127
MÚLAÞING
125
Þegar skip kom heim með Íslandssíld, var tunnum alltaf skipað upp
strax og síldin var umlögð, sumt átti líka að kverka. Fullfrágengnu
tunnurnar voru svo tafarlaust fluttar áfram til útlanda, mestur hlutinn
til Svíþjóðar. Hún var oftast flutt í heilum skipsförmum, og þá gjarnan
með sama skipi og flutti síldina frá íslandi. Allt haustið voru stöðugt
smásendingar af Íslandssíld fluttar til Hamborgar, Rotterdam, Stettin,
Ríga, Rússlands. - Meðan á sölu Íslandssíldarinnar stóð höfðu Amlie
og Kongshavn ritsímasamband við Björgvin, Gautaborg, Kaupmanna-
höfn, Kpnigsberg og Rostock í nóvember. - Verðið komst í 35 - 36
krónur tunnan, hélst lengi í 23 - 24 krónum, en þegar á haustið leið
og mokafli af feitsíld varð í Vestarálen, féll Íslandssíldin í verði.1
Að stunda landnótaveiðar á íslandi frá Noregi, hafði kostað mikið,
bæði í vinnu og peningum. En hið mikla framlag borgaði sig vel fyrir
flesta. Wilhelm Hansen, framkvæmdastjóri verslunarfyrirtækis
Kphlers, skrifar um íslandsveiðina, að „byrjunin fyrsta árið var ágæt
- hreinn ágóði fast að 150.000 krónum. Slíkur árangur vakti dirfsku
og stuðlaði að verulegri aukningu starfrækslunnar, svo sem fleiri dýrra
nótabrúka, byggingu stórra geymsluhúsa, verulegra innkaupa á salti
og tunnum m. m., og auk þess eigin gufuskip útgerðarinnar, sem draga
áttu nótabrúkin frá firði til fj arðar og færa heim verulegan síldarfeng. “2
1881 - STÓRAUKIN UMSVIF
Mikil aukning rekstursins
Þegar 21. mars 1881 hélt nýkeypt gufuskip Kphlers, „Thule“, til
íslands með fiskimenn, nætur, tunnur og salt. Skipstjórinn, J. L. Marc-
hussen segir að undan Færeyjum hafi þeir hreppt norðvestan storm
með snjókomu, og orðið að liggja tvo sólarhringa veðurtepptir í
Kvalvík. Laugardaginn 26. mars létu þeir í haf með stefnu á Seyðis-
fjörð. Vindurinn fór vaxandi þegar leið á kvöldið, um nóttina var
norðanstormur, haugasjór, snjóhryðjur og nístandi kuldi. Hvassviðrið
hélst þar til á hádegi á þriðjudag. Ágjöfin fraus strax, skipið var alveg
yfirísað utanborðs og innan. Hafið var fullt af rekís 20 mílur frá íslandi.
Þegar myrkrið skall á var vélin stöðvuð svo að skipið lá og rak. Á
fimmtudagsmorgun komu þeir að ísbrúninni. Jakarnir voru saman-
1 Skjöl Amlies, B. T. og K.posten nóv. - des. 1880.
2 Bang Andersen.