Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Blaðsíða 135
MÚLAÞING
133
endum án samþykkis Jörundar. Hætti þeir að gera út hér, skal landeig-
andinn eiga rétt á að kaupa sjóbúðirnar.1
Frá Skudeneshavn kemur leiðangur Sigvarts Waage og leggst innst
á fjörðinn. Bróðir útgerðarmannsins, Carsten Waage, skipstjóri á jakt-
inni „Anne Dorthea“, leigir sjóhúsgrunn hér af Oddi Jónssyni, bónda
á Dagverðareyri á vesturströnd fjarðarins.1 „Det islandske Fiskericom-
pani“ hefur í ár gert út þrjú Álasundsskip sem hafa bækistöð við húsið
á Oddeyri.2 En margir norskir leiðangrar liggja allt sumarið á Eyjafirði
án þess að hafa fastan dvalarstað á landi.Þegar um miðjan júlí eru hér
um 60 norsk síldarskip með samtals 20 nótalög.3
Þeir, sem leigt hafa húsgrunn, erfiða bæði í júlí og ágúst við múrverk
og trésmíði. Fyrst gera þeir stóra kassa úr bjálkum og borðum út í
sjóinn og fylla þá síðan með grjóti, þá er komin góð, sterk bryggja.
Hús er byggt eftir hús. Sjómennirnir fá líka tíma til að skoða sig um
meðan þeir bíða eftir síldinni.
Dag nokkurn tekur Nils Djupevág tvo menn með í léttbátinn og rær
út til Ólafsfjarðar og áfram allt til Héðinsfjarðar. Þar sjá þeir í fyrsta
sinn timburhús á íslandi, annars eru öll hús úr torfi ef framhliðin sem
veit að hlaðinu er undanskilin. Nils klifrar upp í fjallið og ætlar til
Siglufjarðar, en leiðin er of brött og hættuleg. - Annað sinn sigla þrír
menn til norðurs á nótabátnum, þeir ætla til Grímseyjar að kaupa
æðardún. En þeir fá svo sterkan mótbyr að þeir verða að snúa við
þegar leiðin er hálfnuð, og íslenskur hákarlaveiðimaður aðstoðar þá
við að ná landi. Hann talar dönsku og býður þeim heim til sín þar sem
þeim er gefið hangikjöt og skyr. Dóttirin í húsinu leggst á hné fyrir
framan Nils og dregur af honum sokkana, það er gamall íslenskur
siður. Hún annast um, að sokkarnir séu heilir og hreinir að morgni.
Svo falla gestirnir í svefn á mjúkum dúnsængum.4
í september sést hvalur við Hrísey, og nú fá þeir síld í net á nóttunni.
Síldinni fylgir þorskur, og þeir veiða þorsk á línu í margar tunnur.
Bassarnir róa sífellt um og lóða eftir síld, en verða einskis varir fyrstu
dagana. Þá allt í einu koma nokkrir háhyrningar inn með síld og hrekja
hana að landi. Nú er kastað, nót við nót með allri strandlengjunni. Nils
Djupevág kemur of seint, en hann lóðar og finnur síld utan við nætur
hinna. Þeir hafa lokað síldina úti. Hann hrópar: „La gá not“, tekst að
1 Veðmálabók Eyjafjarðarsýslu.
2 Joak. Andersen.
3 B.posten 10. ág. 1881.
4 Djupevág 41.
9'