Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Síða 138
136
MÚLAÞING
segl. Þeir ná til Raufarhafnar, þaðan fara þeir með verslunarskipi til
Borgarfjarðar (innan við Glettinganes). Þeir verða að komast yfir fjallið
og þeir ganga og kafa snjó og krapa og líða mikið áður en þeir loks
ná til Seyðisfjarðar.1
Útgerðarmenn, sem eiga hús á Austfjörðum, skynja að héðan í frá
verða þeir að tengja saman sumarsíldveiðina austanlands og haustsíld-
veiðina norðanlands. Þeir fara smátt og smátt að leita fyrir sér um
húsgrunna í Eyjafirði. - Á vesturströnd fjarðarins, spölkorn innan við
Hrísey, eru bæirnir Selá og Syðrihagi. Þar eru víðáttumiklar, sléttar
sandstrendur. Bóndinn á Selá, Sigurður Jóhannesson, leigir spildu á
Hauganesi, 100 ferálnir, M. Gudmundsen Röver, vegna O. A.
Knudsen, Vibrandsö við Haugasund. Hann getur velt tunnum og þurrk-
að nætur fyrir ofan þennan grunn. Til endurgjalds skulu menn Sigurðar
hafa forgangsrétt til allrar vinnu á staðnum. Jóhann Einarsson, Syðri-
haga leigir Thore Helliesen, Stafangri, húsgrunn í Rauðuvík. Ef fyrir-
tæki Thores veldur spjöllum á landi eða sjó, skal bæta það „eins og
10 íslenskir matsmenn telja hæfilegt. - íslendinga, sem geta unnið fyrir
fyrirtæki Thores, þarf ég að fá að semja við um vinnuna fyrir fyrirtækið,
svo þeir valdi mér ekki skaða á beit eða landi með hestum sínum.“
Samningurinn var undirritaður 25. og 26. október.2
Frá miðjum október til 1. desember koma nær daglega norsk síldar-
skip heim með farm frá íslandi. Skúturnar eru oftast með bæði síld og
fisk innanborðs. Margir hafa veitt þorsk meðan þeir lágu og biðu eftir
síldinni. Sumir hafa þurrkað fiskinn í landi. Frá Eskifirði sigldi jaktin
„Laura“, frá Norðfirði galías „Sella“, bæði með síld og saltfisk. Frá
Seyðisfirði sigla skonnortan „Albert“ og barkskipið „Eliezer“ með síld
og saltfisk, skonnortan „Island“ með síld og þurrfisk. Frá Eyjafirði
koma briggskipið „Hilda“ með síld og þurrfisk, slúppskipið „Rutland“
og jaktirnar „Haabet“ og „Elisabeth" með síld og saltfisk.
Gufuskipin, sem héldu til íslands í október flytja heim mikla sfldarfarma.
Gufuskipið „Alf“ fer tvær ferðir með farm frá Mjóafirði, frá Seyðisfirði fer
„Vaagen“ í fjórða sinn í ár og „Primus“, allir til Stafangurs. Til Björgvinjar
kemur „Nordkyn" Lehmkuhls frá Eskifirði, en „Axel“ og „Nordkap“ frá
Eyjafirði. Frá Eyjafirði kemur líka afgangur hinna stóru gufuskipsfarma
með „Rjukan", „Johan Sverdrup“, „Union“, „Vama“, „Nora“, „Zaritza",
„Norden". Fau eru með 1.100 til 4.500 tunnur sfldar um borð.3
1 B.posten 19. -28. okt. og 8. nóv. 1881. T. Wathne.
2 Veðmálabók Eyjafjarðarsýslu.
3 B.posten okt. - nóv. 1881.