Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Blaðsíða 139
MÚLAÞING
137
Nú verður erfiðara að athafna sig á íslandi, í kulda og haustmyrkri.
Myrkt er hér í regnhryðjum milli hárra, brattra fjalla, án eins einasta
vitaljóss. - En þeir, sem ekki hafa fengið fullan farm, þrauka enn. í
fyrstu viku nóvember liggja enn nótabrúk og bíða þess að síldin gangi
að landi að nýju. Menn hafa lengi að mestu kastað á smápeðring á
Austfjörðum, en nýlega náð í lás 1.200 tunnum á Seyðisfirði, svo enn
er von um veiði.1
Komið er langt fram í desember þegar síðustu seglskúturnar koma
heim, galíasinn hans Lehmkuhls „Rap“ frá Eyjafirði, „Helga“, jakt
Bengtssons frá Mjóafirði, skonnortubrigg Konows, „Czar“ frá Eski-
firði. Rétt fyrir jól fá nokkur Haugasundsskip storm á heimleiðinni.
Tveir galíasar, „Ansgar“ Magalls og „Ketel Motzfeldt,, í eigu Hans J.
Olsen, lenda í árekstri úti fyrir Fedje. Tvö barkskip Steensnæss og
Mangers „Eliezer“ og „Rector Steen“, koma til Mæris eftir að hafa
orðið fyrir sjótjóni.2
Efm jólaleytið koma jaktin „Rosendal“ og galías „Elektra“ heim til
Flekkefjord með góðan afla. Menn bíða og bíða eftir jaktinni „Elven-
sire“, sem fór frá Norðfirði 23. nóvember. „Elvensire" lenti í stormin-
um mikla 27. nóvember, og kom aldrei fram. í kirkjubók Sogndals
hefur presturinn skrifað: „27. nóv. 1881 drukknuðumeð jaktinni Elven-
sire á heimleið frá íslandi: Antonius Berntsen sjómaður 25 ára gamall,
Otto J. Breen, skipstjóri 41 árs gamall, Ludvig Bakken, skipsdrengur
17 ára gamall.“ Olaus Bakken, útgerðarmaður, tregaði mjög elsta son
sinn, hann gekk til sængur og var rúmliggjandi í marga mánuði fyrir
niðurdregnum gluggatjöldum.3
Haavard Lpvig, formaður hafði vetursetu í Köhlershúsinu á Seyðis-
firði með 6 norskum fiskimönnum. Norskur skósmiður, Jóhannes Niel-
sen, var einnig vetrarlangt á Búðareyri. I Lehmkuhlshúsinu á Eskifirði
bjó íslenskur eftirlitsmaður með konu og tengdaföður sínum allan
veturinn.4
Árið 1881 voru alls saltaðar 167.000 tunnur af fslandssíld á móti 115.000
tunnum árið áður. Nótabrúkin voru 90 og mannfjöldi 1799, meira en
þrisvar sinnum fleiri en 1880. Skipafjöldi síðara árið var 187 á móti 75
fyrra árið. Síldin kostaði því miklu meira 1881, veiðin var þá til jafnaðar
93 tunnur saltsíldar á mann á móti 192 tunnum á mann 1880.
1 K.posten 12. nóv. 1881.
2 B.posten 23. des. 1881.
3 K. Bakken.
4 Manntal í Dvergasteins- og Hólmasóknum.