Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Blaðsíða 143
MÚLAÞING
141
frá Haugasundi byggja þar þetta ár: Johan Thorsen á Hesteyri, bræð-
urnir 0ritsland á Skolleyri og R0nnevig á Brekku. Við hlið Rdnnevigs
byggir H. Svendsen frá Stafangri (sem frá fyrri tíð átti hús á Seyðisfirði).
Bóndinn á Brekku, Vilhjálmur Hjálmarsson, hefur fengið timburfarm
með norsku skipi. Hann reisir nú stórt, tvílyft íbúðarhús úr timbri
spölkorn frá sjónum, þar sem túnið er.1
Þeir, sem hafa fasta búsetu í Mjóafirði og stunda þaðan fiskveiðar
allt sumarið, eru á skattskrá Mjóafjarðarhrepps, með skip og báta. Á
Asknesi eru fjögur nótalög: Zachariassen og Strpmsvold hvor með
eina jakt, einn nótabát og þrjá færeyinga. H. J. Svendsen með eina
seglskútu, tvo nótabáta og þrjá færeyinga, og N. M. Svanberg með
tvær seglskútur, fjóra nótabáta og sex færeyinga, Johan Thorsen á
Hesteyri er með eina seglskútu, tvo nótabáta og tvo færeyinga. Félag
Nils Olsen Veas á Skolleyri er með tvo galíasa, fjóra nótabáta og sex
færeyinga, þar liggja líka nótabassinn Jan Jansen Gásnes frá Stolmen
með tvær seglskútur, tvo nótabáta og tvo færeyinga, og nótabassinn
Anders Grasdal frá Selbjprn með tvo nótabáta og þrjá færeyinga. Knut
Stokka býr þar einnig, hann er bara með einn færeying og er líklega
handverksmaður.2
Um sumarið viðrar illa á Austurlandi. Það er sífelld rigning og súld.
Bændurnir geta ekki þurrkað eitt strá af því vesældarlega grasi, sem
óx eftir kuldann. Síldar verður vart í júlí. Til Mandal berst bréf frá
Seyðisfirði dagsett 11. júlí. Þar segir að nótalögin hafi fengið tvær til
tíu tunnur hvert. Smátt og smátt myndast þéttar síldartorfur langt úti
í fjarðarmynninu, en vegna hins kalda vatns koma þær ekki lengra
inn. Allan ágústmánuð gengur dreifð síld í Austfirðina. Fiskimennirnir
kasta á smátorfur. Það er stöðugur stormur og straumur mikill í
sjónum.3
Meðan veiðiflotinn liggur innifrosinn í Eyjafirði, stundar Ludolf
Eide þorsk- og hákarlaveiðar frá bækistöð sinni á ísafirði. Skúturnar
hans hafa komið að sunnan, siglt norður með vesturströndinni til fiski-
miðanna fyrir Vestfjörðum, þar sem hinn blessaði Golfstraumur hefur
alltaf betur í viðureigninni við hafísinn. Eide tekur einnig lifur í lýsis-
bræðslu sína. - Eftir miðjan júlí verður síldar vart á miðunum fyrir
Veðmálabók S.-Múlasýslu. V. Hjálmarsson.
2 Manntal í Mjóafirði.
3 B.posten júlí - ágúst 1882.