Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Blaðsíða 147
MÚLAÞING
145
„Alberthine“ með 600 tunnur hvor. Annars er þetta rýrt. Gufuskipið
„Polymnia" kemur aðeins með 616 tunnur til Stafangurs, og til Hauga-
sunds kemur samtímis jaktin „Gottfrid“ með 145 tunnur og tveir galí-
asar og ein jakt aðeins með salt og tómar tunnur.1
Eyjafjörður verður ekki íslaus fyrr en komið er fram í september.
Hinn 20. september er þar mildur sunnanvindur og 13 stiga hiti, fyrsti
sumardagur ársins. Dálítið af síld fæst í net og nokkur smáköst eru
tekin í firðinum. Lengra úti veiðist dálítið af þorski. -En góðviðrisdag-
ana má telja á fingrum annarrar handar. Snemma í október gerir
norðanstorm með snjókomu. Síðan snýst hann í vestanstorm, sem
verður að ofviðri og veldur skaða. Einn af léttbátum Smedsvig kastast
langt upp á land og brotnar í spón.2
„Norðmaður“ segir í bréfi frá Eyjafirði 8. október að erfiðlega gangi
að fiska og útlit fyrir veiði sé slæmt. Við tunglfyllingu og á „síðasta
tunglfjórðungi" náði eitt nótalagið nokkrum köstum. Allt í einu kom
mergð fugla og sjávardýra og áta í fjörðinn, en allt hvarf jafn snögglega.
Lítið var af síld í lásunum, aðeins 200 tunnur í þeim stærsta. Alls hafa
aðeins veiðst 1000 tunnur síldar og skiptist veiðin á mörg nótalög.
Síldin er góð, en þetta er aðeins smá fjarðarsíld. - Nú bíðum við allir
eftir tunglkomu, síðan förum við héðan, verði ekki breyting á. - Galías
„Liberal“ er nýkominn frá Haugasundi og skonnortan „Anny Fóyen“
frá Reyðarfirði. Með póstgufuskipinu „Ronny“ sendir Storðarleiðang-
urinn 200 tunnur síldar frá Hrísey til Kaupmannahafnar.2
Nú líður að nóvember. í Haugasundi bíða allir með eftirvæntingu eftir
síldarskipunum frá Eyjafirði, en ekkert kemur. Milli 1. og 6. nóvember
eru aðeins afgreidd 10 skip frá Austfjörðum, aðeins þrír galíasar eru með
síldarfarm. Ein jakt og fjórir galíasar frá Haugasundi hafa ekki annað
meðferðis en salt og tómar tunnur. Til Stafangurs koma galías „Inger“
með 72 tunnur síldar, en annars salt, og gufuskipið „Dido“ með ballest.3
í næstu viku koma 30 skútur heim frá Austfjörðum. Það er það sem
eftir er af leiðöngrunum á Fáskrúðsfirði, Eskifirði, Norðfirði, Mjóafirði
og Seyðisfirði. Tuttugu af þessum skútum eru aðeins með salt og tómar
tunnur um borð. Galías „Nimrod“ er með 660 tunnur af síld, skonnort-
an „Hardangeren“ er með 324 tunnur síldar, þrjú skip eru með meira
en 200 tunnur, tvö yfir 100 tunnur og þrjú eru með minna en 100
tunnur af síld.3
1 K.posten 3.-31. okt. B.posten 15. - 17. okt. Agder okt. - nóv. 1882.
2 B.posten 7. okt. og 8. nóv. 1882.
3 K.posten 7.-11. nóv. B.posten 8. - 16. nóv. 1882.
10