Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Page 159
MÚLAÞING
157
sé stygg og fælist af öllum látunum, þess vegna halda þeir að síldin
hörfi frá lengst úti, þar sem fiskimennirnir gera mestan hávaða.1
Þrjú fyrirtæki í Haugasundi fá símskeyti um Leith frá Eyjafirði,
dags. 8. og 9. október þess efnis, að nokkur skip séu búin að lesta og
önnur liggi og taki farm. Lehmkuhl í Björgvin fær líka góðar fréttir
frá galías „Rap“, sem liggur við Litlaskógssand með annað nótabrúkið.
Mörg gufuskip halda þegar áleiðis til Eyjafjarðar með tunnur og salt.
„Imbs“ og „Agdenæs“ frá Stafangri, „Augusta“, „Nordkap“ og
„Nordkyn“ frá Björgvin.2
Eftir 8. október er uppgripaafli út mánuðinn. Eyjafjörður er sem
suðupottur, þar er kastað, síld tekin upp, saltað og skipað út. Langt
að má heyra niðinn af mannamáli og máfaskrækjum, af hamarshöggum
og veltandi tunnum. Bæði Jörundur Jónsson í Hrísey og bændurnir á
Árskógsströnd senda alla sína menn í síldarvinnu og samt er þörf fyrir
fleiri hendur. Karlar og konur koma úr sveitunum í kring. Gufuskipin
draga seglskútur út fjörðinn, skip eftir skip heldur norður í hafið og
tekur stefnuna heim með fullar síldartunnur.
Lfm mánaðamótin október - nóvember koma gufuskipin „Axel“ og
„Augusta" til Björgvinjar, og flutningaskúturnar frá Glesvær, Kvin-
herad og Varaldsóy. Um sama leyti koma gufuskipin „Imbs“ og „Agde-
næs“, skonnortan „Assur“ og galías „Vidar“ til Stafangurs. Pá koma
þessa dagana til Haugasunds gufuskipin „Stadt“ og „Ingeborg“, galías
„Stord“ (sem strax fer til baka með tunnur og salt), skonnorturnar
„Vingolf" og „Skjold", galíasarnir „Dagmar“, „Fin“, „Baltic“,
„Erling“, „Rap“, „Mars“ og „Ingeborg“. Öll þessi skip eru fullhlaðin
síld frá Eyjafirði. Um sama leyti koma til Haugasunds 16 galíasar, 4
skonnortur og 4 jaktir, sem eru með 100 til 575 tunnur.2
Dagana 12. til 21. nóvember kemur 21 skip frá Eyjafirði til Hauga-
sunds. Barkskipið „Rector Steen“ er með stærsta farminn, 2.350
tunnur, þar næst kemur „Strilen“, galías Lauritz Petersens með 1.109
tunnur og „Solid“ Kongshavns með 940 tunnur. Allir aðrir eru með
góðan farm, 200 til 660 tunnur. - Þá koma heim til Kopervik með
Íslandssíld galíasarnir „Alpha“, „0stersj0en“ og „Alliance“. Til
Skudeneshavn koma jaktirnar „Cito“, „Presto“ og „Rapid“ frá Eyja-
firði, allar fullhlaðnar síld, skonnortan „Immanuel“ með 727 tunnur,
briggskipið „Hilda“ með 1274 tunnur, 800 kg af söltuðum þorski, nætur
og veiðarfæri, jaktin „Union“ með salt og tómar tunnur, nót og síldar-
1 Fróði 2. febr. 1884.
2 B. T. og K.posten 10. okt. - 12. nóv. 1883.