Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Side 166
164
MÚLAÞING
Hús Stafangursbúans A. Nilsen á Sléttu í Reyðarfirði, og bygginga-
bréfið er nú flutt á nafn íslensks ríkisborgara Olaus Housken á Akureyri
og er gjörningurinn dagsettur í Stafangri 17. mars 1884. - Hinn dansk-
íslenski verslunarmaður í Útkaupstað á Eskifirði, Carls Tulinius,
konsúll, kaupir af þrotabúi Kphlers sjóhúsið á Lambeyri með tunnum,
salti og einu nótabrúki, og er sá gjörningur dagsettur í Stafangri 5.
apríl 1884. Samtímis er grunnleigusamningurinn færður á nafn Carl
Tulinius frá Niels Thorgersen. Tulinius kaupir einnig jaktir Kphlers
„Flora“ og „Virgo“, (þessar jaktir veðsetur hann 31. maí firmanu Fried
E. Petersen í Kaupmannahöfn).1
Allan veturinn 1883 - 1884 hefur verið síld í Eyjafirði, Reyðarfirði
og Fáskrúðsfirði. í Seyðisfirði hefur lítið verið um síld. Norðmennirnir,
sem þar dvöldu um veturinn, veiddu dálítið af þorski undir vorið, 1.000
stykki á Seyðisfirði og 1.200 stykki á Norðfirði.2
Þegar í mars sendir Lars Berentsen í Stafangri leiðangur tii Aust-
fjarða, eins og árið áður. Til Seyðisfjarðar er sóttur stór kútter og eiga
fiskimennirnir að salta um borð og einnig að búa þar. Skírdagsnóttina
eru þeir á leið til Reyðarfjarðar. Kuldinn er svo bitur, að enginn heldur
út að standa við stýri lengur en hálfa klukkustund. Stinningskaldi er
á, kútterinn yfirísar og fær slagsíðu, en þeir ná þó til Reyðarfjarðar.
Um morguninn er glaða sólskin, svo ísinn fellur af skipssíðunum í
stórum flögum. - Þeir verða ekki síldar varir í Reyðarfirði og halda
norður eftir. Við Langanes lenda þeir í ís. Það er kvöld, skipstjórann
fýsir ekki að halda ferðinni áfram um nóttina. Þeir ætla að festa skipið
við borgarísjaka og stýra að þeim stærsta. Bassinn stekkur yfir á jakann
með haka, sem hann heggur fastan í ísinn. Svo tekur hann að klifra
upp ísjallið til að svipast um, en skipstjórinn hrópar og kallar þar til
bassinn hefur snúið um borð aftur. Oft eru stórar sprungur undir snjón-
um og ísskorpunni og margir hafa fallið í slíkar sprungur og beðið
bana. - Þeir sigla vestureftir allt til Hornbjargs. Þar er mikið fuglabjarg.
Allt bjargið er hvítt. Aragrúi fugla flýgur upp og minnir helst á stór
ský. Á sjónum úir og grúir af fugli. Það er mest álka.3
í apríllok ganga miklar síldartorfur í Reyðarfjörð. Torfurnar eru
svo þéttar, að þegar hvalirnir kom upp til að blása eru þeir silfurgljáandi
að lit af allri þeirri síld, sem þeir hafa á hryggnum. Þrjú norsk nótalög
fá í lása 10.000 tunnur á 14 dögum. Hefðu þau verið fleiri hefði veiðst
1 Veðmálabók Suður-Múlasýslu.
2 K.posten 18. júní 1884.
3 Djupevág bls. 57.