Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Blaðsíða 167
MÚLAí’ING
165
óhemju mikið. - Ein og ein Haugasundsskúta siglir til íslands. Strax
20. maí koma tveir galíasar heim með síldarfarma, „Skaanevig" Andas
er með 906 tunnur og „Ophir“ Amlies með 1.200 tunnur. Með „Ophir“
koma mennirnir, sem höfðu vetursetu á Fáskrúðsfirði.1
í bréfi dagsettu á Eskifirði 24. maí segir að hlýviðri hafi verið að
undanförnu og að grasið grænki alveg upp að snjónum á fjallabrúnun-
um. - í Mjóafirði hefur nótalag Thorsens náð í lás 900 tunnum og í
Seyðisfirði hefur Wathnes „Norsk-Islandske Sildefiskeriselskab“ fengið
2.000 tunnur. Um miðjan júní kemur galías Jacobsens bræðra „Grpnn-
ingen“ og jaktin „Astrea“ til Haugasunds með síld og fisk frá Austfjörð-
um. Samtímis er gufuskipið „Erik Berentsen“ tollafgreitt í Stafangri
með 2.518 tunnur Íslandssíldar.2
Brátt liggja skútur og nótalög við öll norsku húsin á Austfjörðum,
flest koma til landsins í júlí. Það eru sömu jaktirnar og galíasarnir að
mestu með sömu skipstjóra, sem verið hafa hér sumar eftir sumar.
Þeir eru orðnir gamalreyndir á veiðunum við Island. Vetursetu-
mennirnir fá liðsauka, t. d. kemur „Anna“ jakt Lehmkuhls, til Eski-
fjarðar um 1. júlí með 13 manna nótalag. Þeir ganga í lið með Fredrik
Klausen og þeim 7 fiskimönnum, sem búið höfðu í Lehmkuhlshúsinu
allan veturin.3 Aðrir vetursetumenn eru leystir af hólmi strax, t. d.
fara menn Amlies heim frá Fáskrúðsfirði strax í maí með „Ophir“, og
Daniel Olsen á „Heimdal“ verður að fara til Björgvinjar til að ráða
nýja áhöfn, hann fær Halvor og Anders Hevrpy Frá Austevoll sem
nótabassa og varabassa.4
í Mjóafirði liggja sömu nótalögin og sumarið áður: Á Hesteyri félag
Thorsens og Olsens, á Borgareyri Kongshavn, á Skolleyri Niels Vea,
Askjeldsen, Anders Grasdal og Svendsen, á Asknesi Zachariassen og
Strpmsvold. Ola Bengtsson hefur tekið við af N. M. Svanberg í Storð-
arhúsinu, og O. Eide, skipstjóri frá Kopervik hefur tekið við af H. J.
Svendsen.5 Bræðurnir Bengt og Ola Bengtsson hafa dvalið vetrarlangt
á íslandi og fengið íslenskan borgararétt (Þeir eru synir útgerðarmanns-
ins Gjermund Bengtsson, Stord).6 Rjúkandi skorsteinn hefur verið í
mörgum norsku húsanna allan veturinn. En ekki í þeim öllum. N. S.
1 K.posten maí - júní 1884. Skjöl Amlie.
2 B. T. og K.posten júní og júlí 1884.
3 Skjöl Klausens.
4 Skjöl Amlies.
5 Skattaskrár Mjóafjarðar 1884.
6 O. Digernes.
11