Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Síða 176
174
MÚLAÞING
Þorsteinn Halldórsson, kaupir þá bát íyrir 40 krónur, rúm er selt á 10
krónur, alls nemur andvirði uppboðsmuna kr. 573.40.'
Aldrei síðan 1880 hafa svo fáir landnótaleiðangrar verið gerðir út
til síldveiða við ísland sem í ár. Aðeins 4 skip halda frá Stafangri, og
öll eru víst frá útgerð Lars Berentsens. Henrik Svendsen, sem til og
með 1884 hefur gert út mikla íslandsleiðangra, verður gjaldþrota í maí
1885. Aðeins ein skúta fer frá Mandal, 4 frá Skudeneshavn, 2 frá
Kopervik, 2 frá Storð og 7 frá Björgvin. Engin síldveiðiskip koma frá
Álasundi. Félagið „Oddeyri“ er leyst upp frá og með 1885, hluthafarnir
skipta milli sín tækjum, eða selja þau sameiginlega. En frá Haugasundi
sigla 63 skip til íslands til síldveiða. Enda þótt margir útgerðarmenn
frá Haugasundi hafi gefist upp, eru framvegis margir, sem halda rekstr-
inum áfram á sínum gömlu stöðvum, og með sömu skútunum og áður.1 2
Daniel Olsen, skipstjóri á galías Amlies „Heimdal“ fer 7. júlí til
Kopervik eftir nótabassa. Hann ræður Knud Endresen Sund sem bassa
og Peder Torbjórnsen Stangeland sem aðstoðarbassa. — Það er ekki
lítið, sem íslandsleiðangur krefst af nótamönnum. Allir ráða sig með
svipuðum kjörum og fiskimennirnir á „Rap“, galías Lehmkuhls, í
ráðningasamningi dagsettum 23. júní 1885. Auk hins fasta mánaðar-
kaups fær hver maður hlut af aflanum (frá 5-14 aura á tunnu síldar),
allir fæða sig sjálfir. Samningurinn segir annars að „við nótamenn
skuldbindum okkur til að sýna yfirmönnum okkar skilyrðislausa hlýðni.
Hver okkar er skuldbundinn til að vinna hvaða verk, sem vera skal á
sjó eða landi, hvort sem það er skipavinna, múr-, grjót- eða bygginga-
vinna, síld- eða þorskveiði, síldar- eða þorsksöltun, beykisvinna, í
stuttu máli allt mögulegt - nefnt sem ónefnt - sem gæti komið til á
hvaða skipi sem er eða hvar sem er á íslandi. Samkomulaginu á milli
okkar innbyrðis má heldur ekki spilla með drykkjuskap eða með öðrum
hætti. Spilamennska er ekki heimil. Dag og nótt, þegar krafist er,
skulum við vera fúsir til starfa.3
Nóg er að gera. Fiskimennirnir á „Rap“ eru strax settir til starfa við
að múra og smíða íbúðarhús fyrir Lehmkuhl, rétt að baki sjóhúsinu
stóra. Þar á Fredrik Klausen að búa með fjölskyldu sinni. Um sumarið
flytur frá Björgvin Elen Klausen og 3 börn með allar eigur sínar og
sest að á Eskifirði til frambúðar. Fredrik Klausen er í raun orðinn
1 Reikningsbók Mjóafjaröar.
2 N. F. T. 1886. Amtb. Álasunds 1881 - 1885. Danielsen.
3 Skjöl Amlies. Skjöl Klausens.