Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Page 179
MÚLAÞING
177
Margir norsku útgerðarmennirnir hafa nú horfið brott frá Eyjafirði,
þótt þeir eigi þar enn hús. J. S. Lehmkuhl sendir engan leiðangur til
Norðurlands í ár, hús hans á Litlaskógssandi eru auð.1 Aðeins 40 norsk
síldarskip hafa legið þarna og beðið mánuð eftir mánuð, en síldin sést
engin. Einar Ásmundsson skrifar 5. nóvember, að enn séu tveir tugir
skipa á firðinum. í ár er þarna ekki veidd síld í nætur. En fiskimennirnir
hafa fengið dálítið í lagnet, 5-6 faðma djúp, sem liggja 10 faðma
undir yfirborði sjávar. Einar vonar að meiri síld fáist í net að vetrinum,
eins og í fyrra. Menn hefðu átt að hafa meira af hentugum lagnetum,
en þeir hafa lagt of mikið upp úr hinum fyrirferðarmiklu nótum, sem
sjaldan skila arði. Þær spilla aðeins síldargöngum. Of oft er sleppt
miklu magni síldar, sem hefur staðið lengi og liðið illa í nótunum, og
síldin hefur vit á að forðast kvalastaðina, alveg eins og brennt barn
forðast eldinn.2
Norsku nótalögin hafa veitt dálítið af þorski í Eyjafirði. En 10.
nóvember er samanlögð síldveiði ársins í firðinum aðeins 10.000
tunnur. Þá halda skúturnar heim, flestar án síldar. Margir taka með
sér allar næturnar og bátana og allt sem þeir eiga, tunnur áhöld, hús-
búnað, já, líka hús sín og kveðja Eyjafjörð fyrir fullt og allt.3 Þrjú
skip frá Skudeneshavn hafa haft bækistöðvar í Eyjafirði. „Presto“, jakt
S. Waage, kemur heim 19. nóvember með 156 tunnur af síld, 114
tómar tunnur, 165 strokka af salti, 480 kg af þurrfiski, 1.5 tunnu kjöts
og 4 tunnur ullar. Fjórum dögum síðar kemur jaktin „Rapid“ með 3
tunnur síldar, 400 kg af fiski, 295 tómar tunnur og 72 strokka af salti,
og í kjölfarið kemur „Nordstjernen“, jakt Gjestsens, með 8 tunnur af
síld, 12 kg af ull, Vi tunnu af lúðu, 376 tómar tunnur og 181 tunnu af
salti.4
H. O. Sundfór í Haugasundi hefur í ár verið með leiðangur á Eskifirði
með gaiías „Viktoria“ og jaktina „Aarvak“, og annan leiðangur í
Eyjafirði með galíasana „Oscar“ og „Ingeborg“. Sem allir aðrir verður
Sundfpr fyrir tapi í ár, bæði á Eskifirði og Eyjafirði. Alls tapar hann
kr. 6.068.00 - aðeins litlu minna en í fyrra, slysaárið, þegar hann tapaði
6.764.00. - Áhöfn hverrar skútu Sundfprs var 8 manns. Skipstjórarnir
fjórir hafa í laun og hlut fyrir íslandsferðina frá 222 til 310 krónur,
nótabassarnir frá 218 til 259 krónur, stýrimennirnir frá 197 til 248
1 Skjöl Lehmkuhls.
2 Arnór Sigurjónsson: Einars saga Ásmundssonar.
3 B. T..13. nóv. 1885.
4 Tollb. Skudeneshavn.
12