Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Page 195
MÚLAÞING
193
um hæstu spilum, svo sem kónginum,
því að með þeim eru miklar líkur til
þess að fá slag. Ef sagnhafi hefur kóng
og drottningu á hendi í sama iit, getur
hann hent kónginum, en haldið eftir
drottningunni til þess að villa um fyrir
mótherjanum. Peir eiga aftur á móti
frekar að henda drottningunni til þess,
á sama hátt, að villa ekki um hvor fyrir
öðrum. Þegar keypt er og spilum fleygt
af hendi, á maður að reyna að losna
við einhvern litinn að fullu, gera sig
litþrota eða litlausan „renonce“, (svo
sem oft er sagt á í spilamennsku á
erlendu máli. - Þýð.). Með því getur
kaupandinn bætt stöðu sína, ef vel
tekst til.
Ef millihöndin er með léleg spil, þá
á hún að gefa bakhöndinni kost á sem
flestum spilum, í von um að hún fái
betri spil á hendi. Helst þarf að sjá svo
um, að bakhöndið fái minnst fimm spil
til að kaupa, svo að hún fái tækifæri
til þess að bæta spilin sín - fái góð
mótspil.
Ef stokkurinn er ekki keyptur upp,
liggur afgangurinn eftir á borðinu, og
enginn má sjá þau spil, sem þar eru,
og heldur ekki þau spil, sem hent er
af höndum, þegar keypt er.
Sögnina spil er hægt að yfirbjóða
með því að segja betra spil, þ. e. a. s.
venjulegt spil, en þá er spaði tromp.
Ef sagnhafi hefur verið óheppinn
með kaupin, getur hann, áður en spilið
byrjar, „lagt sig“, lagt spilin á borðið,
og því spili er þá lokið. En þá verður
hann að borga eina „bit“ (þ. e. minnsta
gjald. - Pýð.) til hvers og eins mót-
spilaranna og einnig eina bit í pottinn,
ef pottlomber (sem síðar er getið) er
spilaður, fyrir að leggja sig sem bit.
(Orðið bit er „jeton“ í frumtexta. -
Þýð.).
Velta (túrnir - tourné)
Ef maður vill spila túrnir, þarf að
muna að hann er alláhættusamt spil,
vegna þess að efsta spilið í stokknum
ákveður tromplitinn. Sá sem segir
túrnir (eða býður veltu), snýr við efsta
spilinu í stokknum, og þar með er
trompliturinn ákveðinn. Því næst
kaupir hann svo mörg spil úr stokknum
sem hann vill.
Óþarft er að segja túrnir, ef maður
hefur svo góð spil á hendi að hægt er
að segja spil, nema því aðeins að mað-
ur sé þvingaður til þess af mótherjan-
um.
Til þess að eiga góða von um að geta
unnið túrnir með nokkru öryggi, þarf
maður að hafa það góð spil á hendi að
hægt sé að segja spil og þá að hafa þrjá
eða helst fjóra liti á hendi. En þá sér-
stöðu hlýtur þó sagnhafi túrnirs alltaf,
að hann hefur einu trompi meira held-
ur en hann hafði áður á hendi, sem sé
spilið sem hann velti úr stokknum.
Túrnir er góð sögn í millihönd, ef
forhöndin hefur áður sagt óbreytt spil.
Millihöndin getur eftir atvikum þving-
að eða ginnt forhöndina til þess að
segja túrnir. Millihöndin þarf þó að
gæta vel að, hvort hún er í raun og
veru fær um að segja túrnir. Hún getur
átt á hættu að sitja eftir með túrnirinn
og tapa honum. Og sé túrnir spilaður,
getur sagnhafi gefið spilið, „lagt sig“,
ef hann telur spilið óvinnandi, og
greiðir hann þá eina bit til mótspila-
ranna hvers um sig, og einnig í pottinn
í pottlomber.
Kúpp (kaupanóló)
1 kúpp má sagnhafi engan slag fá,
og fyrir hvern slag sem hann tekur,
sem þá er tapslagur, verður hann að
greiða eina bit til hvers andstæðings
13