Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Síða 206
204
MÚLAÞING
sem bæði væri orðin gamall og mjög heilsu
tæpur, meigi jeg taka við honum og setja
hann niður á hreppinn, því hann geti ekki
fátæktar vegna, látið hann fá rúm aptur
hverki til eignar nje láns; jeg verð því að
biðja yður herra Sýslumaður! að láta ekki
gánga svo hart að opt nefndum Marteini að
hann fyrir þá sök þurfi að koma til hrepps
ráðstöfunar í ár.
St. á Kirkjubóli þ 7 Maji 1869
IAsmundsson
FRJÁLSLYNDI í FLJÓTSDAL
Þareð hreppstjóri I>. Jónsson hefuróskað
af mjer skýrslu um hvert það sje satt sem
vinnumaður minn Arni Sigurðsson bar
framm fyrir Pólitírétti á Eskjufirði hinn 5ta
Janúar næstliðinn. nefndur Arni Sigurðsson
sem hjá mjer hefur verið vinnu maður síð-
aní vor hann til mín fór, beiddi mig þegar
hann réðist að lofa sjer einhverntíma þegar
eg ætti hægast með að finna föðursistur sínar
sem væri í Norðfirði og um leið föðurbróðir
sinn hann væri í Mjóafirði. Það var satt að
þessi tími var mjer þægilegastur til að lofa
Arna að fara þessa ferð ánþess að eg ætlaðist
til að han hefði neina óleifilega dvöl á ferð
sinni, enda formerkti eg það ekki af Arna
að hann ætlaði nokkuð að flakka anað ennað
fara leið til þeirra fjarða er ættíngjar hans
eru -
annars vegar er það hjer óþekt að það
væri ekki leifilegt að lofa hjúi sínu að fara
og finna skildfólksitt í næstu syslu án þess
það gæti heitið flakk
Bessastöðum þan 22 Janúar 1860
Pétur Sveinsson
LEIÐRÉTTINGAR
VIÐ MÚLAÞING 13
í grein minni „Ljósmóðurferð í Skriðdal“,
sem birtist í 13. hefti Múlaþings, hef ég
undirritaður farið rangt með á bls. 164. Par
segi ég að Sigurbjörn Arnabjörnsson bóndi
á Múlastekk hafi farið með Pórólfi Stefáns-
syni út að Múlaárbrú. Það rétta er að Björn
Bjarnason bóndi í Birkihlíð fór út að Múla-
árbrú og fékk Þórólf Stefánsson til að koma
með sér. Biðst ég velvirðingar á þessu. -
Stefán Bjarnason.
LEIÐRÉTTINGAR
Sjá Múlaþing 4. hefti 1969, bls. 112.
Sigurður Sigurðsson átti heima á Ósi þeg-
ar hann sló túnteiginn í Stöð, en sú kvöð
hvíldi á ábúandanum á Ósi. Þegar Sigurður
hafði lokið slætti, fór hann heim, en skildi
vísu eftir á skrifpúlti séra Guttorms Vigfús-
sonar, sem þá var prestur í Stöð og var ekki
heima þegar Sigurður fór.
Vísa Sigurðar er svona:
Búinn er ég með breiðum ljá
að berja upp Stöðvarteiginn.
A honum spretti ekkert strá
oftar hérna megin.
Séra Guttormur svaraði með eftirfarandi
vísu, sem hann sendi Sigurði suður að Ósi:
Fyrir þessa ég aðra á
ósk: að hinum megin
með bitlausum og brotnum ljá
þú berjir Stöðvarteiginn.
í'essar leiðréttingar eru eftir Guðríði
Guttormsdóttur Vigfússonar prests í Stöð.
Heydölum, 21. sept. 1985
Kristinn Hóseasson
Prentað með skáletri það sem á milli ber.
-Á. H.