Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Page 162
160
MÚLAÞING
ána. Dammur var einnig til fyrir aldamót. Sá bær var á milli Mið-Sand-
víkur og Hundraða. Síðasti ábúandi þar hét Daníel.1) Rústir bæjarins
eru glöggar. Auk þessara bæja eru sagnir og menjar um mörg afbýli
í víkinni. Eg kannast við þessi: Fífustaðir og Þorljótsstaðir voru sunnan
ár, sá fyrrnefndi um miðja vík en hinn innarlega. Sveinsstekkur var
innst í víkinni norðan ár, Marteinsstekkur milli Sels og Parts, Hóll eða
Sigfúsarhóll í Partstúni og í Miðhj áleigu milli Sels og Parts var bænhús.
Um bænhúsið er getið í Prestatali og prófasta á íslandi (Rv. 1949)
og í manntalinu 1703 eru í Sandvík fjögur býli ósundurgreind með
nöfnum og fólksfjöldi 24, þar af 8 vinnuhjú. Þá eru í Norðfjarðarhreppi
öllum 171 íbúi að viðbættum31 fátækum ogí umferð, alls202 íbúar.
Árið 1801 eru í Sandvík býlin Sandvík, Dammur og Sel með 18
manns.
Árið 1845 hefur býlið Partur bæst við og íbúar 30 af 270 í hreppnum
samtals.
Árið 1860 eru býlin enn 4, en heimili 5, 28 manns alls.
Árið 1880 er 31 íbúi á 4 býlum.
Árið 1901 eru íbúar 54 á 5 bæjum. Sandvíkurstekkur (Stóristekkur
heima fyrir) hefur þá bæst við, heimili 6.
Árið 1911 hefur fækkað í 35 í víkinni, bæir 5, heimili 7.
Árið 1920 eru býli enn 5 og íbúar 21.
Árið 1930 er Dammur horfinn úr sóknarmannatali en komin
Hundruð. (Sjá áður komna neðanmálsgrein).
Árið 1940 býr Guðmundur Grímsson í Sandvíkurseli með fjóra í
heimili, Sigurbjörn Sveinsson einn á Hundruðum og Jóhannes Árnason
í Sandvíkurparti með sex í heimili. Alls 11 manns í víkinni - og hverfa
allir á braut á fimmta áratugnum.
Stóristekkur fór í eyði 1920, Hundruð 1947, Mið-Sandvík, heimajörð
í öndverðu, 1929, Partur 1947 og Sel 1944. Jóhannes Árnason var
síðasti húsbóndi í Sandvík og Sigurbjörn Sveinsson á Hundruðum.
') Sveinbjörn telur að Dammur hafi í rauninni horfið fyrir aldamót, en í sóknarmannatal
er Dammur skráður til 1926, er Hundruð taka við (1927) og þó sömu ábúendur og áður,
Jósep Halldórsson og Sigurbjörg Halldórsdóttir. Að fornu mati er Dammur jafn Mið-
Sandvík að hundraðatölu, 8 hrd. hvort býli en Partur og Sel 4 hdr. Pess mætti geta til
að Stóristekkur, sem stofnaður var rétt fyrir aldamótin, hafi fengið land frá Dammi og
ef til vill eitthvað frá Mið-Sandvík, en það sem eftir var af Dammi þá farið að kallast
Hundruð og þetta einstaka nafn sprottið upp sjálfkrafa á hundruðunum sem eftir voru
af Dammi. Karl Karlsson segir fullum fetum í grein sinni Sumarróðrar í Sandvík, að
Dammur og Hundruð séu ein og sama jörðin. - A. H.