Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Síða 179
MÚLAÞING
177
Rústir Hlíðarsels í Fellum og Ormarshaugur. - Höf. myndaði.
handa „fornleifanefndinni“ svokölluðu, og birt er í viðbæti í unrræddri
bók, bls. 637. Bendir það til að haugurinn hafi verið allvel kunnur.
Lýsing séra Benedikts á haugnum er mjög ýtarleg og mælingar furðu
nákvæmar, sem bendir til að hann hafi sjálfur rannsakað hauginn.
Lýsing hans er endurtekin að hluta, neðanmáls, í bók Kr. Kaalund,
íslenzkir sögustaðir, 2. útg. 4. bindi, bls. 24 (Rvík 1986).
í fyrrnefndum „fornsöguþætti“ í þjóðsögum Sigfúsar, er sögð mjög
svipuð saga um haugana þrjá, nema þar eru þeir Rauður, Skeggi á
Skeggjastöðum í Fellum, Ásgeir á Ásgeirsstöðum í Eiðaþinghá og
Brynjólfur gamli landnámsmaður í Fljótsdal (afi Bessa á Bessastöðum,
skv. Landnámu), taldir hafa verið fóstbræður Ormars, og átti að sjást
frá Rauðshaugi til hauga hinna fjögurra, en tekið er fram að haugar
Skeggja og Brynjólfs þekkist ekki. Svipaðar sagnir um tengingu fornra
hauga (oftast tveggja til þriggja), þekkjast víða af landinu, og er greini-
lega um sameiginlega forna arfsögn að ræða í því sambandi.
Sigfús lýsir Ormarshaugi þannig:
„Haugur Ormars er langt norður frá Ormarsstöðum, neðanvert við hjáleiguna
Hlíðarsel. Er það geysimikill, kringlóttur og nær því toppmyndaður melur.
Hefir nokkrum sinnum verið reynt að brjóta Ormarshaug, en orðið að hætta
fyrir eldgangsógnum og reimleikum.“ (IX. bindi. bls. 21).
Hér víkur Sigfús að þeirri almennu skoðun íslendinga, að fornir
grafhaugar væru yfirleitt varðir ineð einhvers konar álögum haugbú-
12