Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Page 180
178
MÚLAÞING
anna, sem villtu um fyrir haugbrotsmönnum, og létu þá sjá eldgang
og alls konar skrípi. Fylgir sú sögn mörgum fornhaugum hérlendis.
Það sem einkum vekur athygli í hinni nákvæmu lýsingu Benedikts
Þórarinssonar á Ormarshaugi, er frásögn hans af „garðinum“ umhverfis
hauginn. Mér er ekki kunnugt, að slíkir garðar hafi tíðkast umhverfis
forna hauga, enda eru þessir svokölluðu fornhaugar yfirleitt ekkert
annað en náttúrlegir melhólar eða grjótholt.
Það var því með nokkurri tilhlökkun og eftirvæntingu, að ég lagði
leið mína upp á Hlíðarsel, þann 16. sept. 1986, til að skoða Ormarshaug
og þetta merkilega mannvirki.
Hlíðarsel er sem næst beint upp af bænum Miðhúsaseli, ofan við
Þorleifarána, sem beygir þarna mikið til norðurs og síðan aftur til SV
uppi í fjallinu, og kallast það svæði sem hún afmarkar, Rani (Hlíðar-
selsrani). Þægilegast er að ganga frá brúnni sunnan við Miðhúsasel,
upp með ánni fyrst, en síðan frá árkróknum, upp fyrir utan grjótholtið
Nautás. Tekur þá við allstór mýri, Hlíðarselsblá, en yzt og efst í henni
er Ormarshaugur, stór og áberandi melhóll, og rústir eyðibýlisins Hlíð-
arsels eru þar rétt fyrir ofan, í skjólsælum hvammi, þar sem Hlíðarsels-
lækur kemur niður, úr mjórri skoru er nefnist Lækjardalur.
Eins og nafnið bendir til, er Hlíðarsel upphaflega selstaða frá Orm-
arsstöðum, en þar var þó búið af og til á 18. og 19. öld, og aftur 1916
- 1928. Síðasti bóndi þar var Sigfús Jóhannesson, er síðar var kenndur
við Vallaneshjáleigu. Eftir það voru beitarhús þarna frá Ormarsstöð-
um, allt til 1942. (Sveitir og jarðir í Múlaþingi, I, bls. 407 - 409).
Tættur beitarhúsanna og hins litla torfbæjar sem þarna var síðast, eru
enn mjög greinilegar, og túnbletturinn umhverfis er girtur fallegum
torfhlöðnum túngarði, sem nær spölkorn út í blána, eða niður undir
Ormarshauginn, og er þar tvöfaldur á parti að neðan. Lítur út fyrir
að mýrin hafi færst í aukana þarna, síðan túngarðurinn var gerður,
sem gæti stafað af uppfyllingu af völdum lækjarins.
Eins og fram kemur í lýsingu Benedikts, er Ormarshaugur umluktur
mýri, sem hefur vægan halla til SA, en er þó ekki verulega blaut utan
(NA) við hann, og er þar stutt yfir í mela og grjót- eða klettaholt, en
sunnan og vestan við hann eru nokkrar uppsprettulindir og mjög blautt
umhverfis þær (næst fyrrnefndum túngarði). Haugurinn er greinilega
melhóll, mjög reglulega lagaður, með dálitlum kollhúfulaga toppi, á
að gizka 7 - 10 m hár, sporöskjulaga að ummáli eða nærri hringlaga.
Umhverfis hann er sérkennilegur stallur, vaxinn móagróðri, víðast um
3 - 5 m breiður, nema að sunnan þar sem hann vantar nær alveg.