Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Blaðsíða 11
Sterlingsstrandið
r
Skýrsla yfirforingjans á varðskipinu Fyllu
Skýrslu um björgun þessa og ásigkomulag Sterlings frá yfirmanninum á Fyllu
fékk lögreglustjóri í hendur og er hún svohljóðandi:
„Hér með hef ég þann heiður að tilkynna hr. bæjarfógetanum eftirfarandi um þátt
varðskipsins Fyllu við björgun farþega og pósts o.fl. frá hinu strandaða póstskipi
Sterling.
Hinn 1. maí 1922, kl. 8.15 f. h., þegar varðskipið Fylla lá við ankeri á Seyðisfirði,
heyrðust frá loftskeytastöð skipsins að íslenskt gufuskip, Sterling, sendi út neyðarkall
og reyni að ná sambandi við loftskeytastöðina í Reykjavík. Fylla kallaði þá til Sterl-
ings sem því næst sendi eftirfarandi loftskeyti:„Sterling strandað við Brimnes. Kom
okkur til hjálpar.“
Gufuþrýstingurinn í Fyllu var hækkaður eins fljótt og hægt var, það var kl. rúm-
lega 9.15 f.h., og var haldið út Seyðisfjörð í dimmri þoku. Kl. 10.25 kom Fylla að
strandstaðnum, ca 1000 m í austur frá Brimnesvita. Varaforingi, yfirflokksstjóri Ro-
sted, fór á báti yfir til Sterlings til þess að hafa tal af skipstjóranum um aðstoð. Það
var nokkur ylgja og þar sem skipið lak bæði að framan og aftan þýddi lítið að hugsa
um að draga það af strandstað eða halda áfram að undirbúa björgun um borð í Fyllu.
Það var ákveðið að Fylla skyldi taka farþegana, póstinn og farþegaflutninginn
m.m. um borð. Fylla færði sig þá nær og kastaði ankerum ca 425 m frá Sterling kl.
11.25 f.h. Því næst hófst flutningurinn á milli skipanna og fóru þeir fram með skips-
bátum Sterlings. Allir farþegarnir, 33 fullorðnir og 2 börn, voru flutt um borð í Fyllu
og fengu þar að snæða.
Af lausum mununr, sem fluttir voru um borð var farþegaflutningurinn, pósturinn,
nokkuð af vistum og skipsmunum, þar á meðal nokkuð af sængurfatnaði.
Kl. 1.50 e.h. létti Fylla ankerum og hélt inn Seyðisfjörð þar sem farþegar og flutn-
ingur var sett á land undir kvöld.
E. Tyldenkrone“
Þannig var skýrsla foringjans á Fyllu, þýdd úr dönsku af greinarhöfundi. Hún er
ofurlítið villandi, þegar hann talar um alla farþegana 33 að tölu og 2 börn. Það var að
vísu sú farþegatala sem Fylla flutti inn Seyðisfjörð en þeir voru fleiri með Sterling,
allt að 50, eins og síðar verður sýnt fram á. Sumir fóru með mótorbátnum Skúla fóg-
eta inn til Seyðisfjarðar og e.t.v. einhverjir gangandi. Um það verður ekki sagt héð-
an af með vissu.
9