Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Page 11

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Page 11
Sterlingsstrandið r Skýrsla yfirforingjans á varðskipinu Fyllu Skýrslu um björgun þessa og ásigkomulag Sterlings frá yfirmanninum á Fyllu fékk lögreglustjóri í hendur og er hún svohljóðandi: „Hér með hef ég þann heiður að tilkynna hr. bæjarfógetanum eftirfarandi um þátt varðskipsins Fyllu við björgun farþega og pósts o.fl. frá hinu strandaða póstskipi Sterling. Hinn 1. maí 1922, kl. 8.15 f. h., þegar varðskipið Fylla lá við ankeri á Seyðisfirði, heyrðust frá loftskeytastöð skipsins að íslenskt gufuskip, Sterling, sendi út neyðarkall og reyni að ná sambandi við loftskeytastöðina í Reykjavík. Fylla kallaði þá til Sterl- ings sem því næst sendi eftirfarandi loftskeyti:„Sterling strandað við Brimnes. Kom okkur til hjálpar.“ Gufuþrýstingurinn í Fyllu var hækkaður eins fljótt og hægt var, það var kl. rúm- lega 9.15 f.h., og var haldið út Seyðisfjörð í dimmri þoku. Kl. 10.25 kom Fylla að strandstaðnum, ca 1000 m í austur frá Brimnesvita. Varaforingi, yfirflokksstjóri Ro- sted, fór á báti yfir til Sterlings til þess að hafa tal af skipstjóranum um aðstoð. Það var nokkur ylgja og þar sem skipið lak bæði að framan og aftan þýddi lítið að hugsa um að draga það af strandstað eða halda áfram að undirbúa björgun um borð í Fyllu. Það var ákveðið að Fylla skyldi taka farþegana, póstinn og farþegaflutninginn m.m. um borð. Fylla færði sig þá nær og kastaði ankerum ca 425 m frá Sterling kl. 11.25 f.h. Því næst hófst flutningurinn á milli skipanna og fóru þeir fram með skips- bátum Sterlings. Allir farþegarnir, 33 fullorðnir og 2 börn, voru flutt um borð í Fyllu og fengu þar að snæða. Af lausum mununr, sem fluttir voru um borð var farþegaflutningurinn, pósturinn, nokkuð af vistum og skipsmunum, þar á meðal nokkuð af sængurfatnaði. Kl. 1.50 e.h. létti Fylla ankerum og hélt inn Seyðisfjörð þar sem farþegar og flutn- ingur var sett á land undir kvöld. E. Tyldenkrone“ Þannig var skýrsla foringjans á Fyllu, þýdd úr dönsku af greinarhöfundi. Hún er ofurlítið villandi, þegar hann talar um alla farþegana 33 að tölu og 2 börn. Það var að vísu sú farþegatala sem Fylla flutti inn Seyðisfjörð en þeir voru fleiri með Sterling, allt að 50, eins og síðar verður sýnt fram á. Sumir fóru með mótorbátnum Skúla fóg- eta inn til Seyðisfjarðar og e.t.v. einhverjir gangandi. Um það verður ekki sagt héð- an af með vissu. 9
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.