Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Side 73
Haugbúinn við Pórisá
Mannabeinin úr kumlinu.
stöðum í Þjórsárdal. Eva segir í skýrslu
sem hún sendi Steinunni Kristjánsdóttur:
„1. Þessi beinagrind er án vafa úr karl-
manni frekar grannvöxnum með fíngerð bein.
Til að greina aldur við dauða er hœgt að nota
slit á tönnunum og tengsl saumanna.
Allar tennurnar eru mikið slitnar, sem
bendir oftast til að manneskjan er [svo] göm-
al, en eins og ég sagði áður, var svona mikið
slit mjög algengt á þessu tímabili, t.d. vegna
öðruvísi matarvenja og jafnvel frá notkun
tannanna eins og vinnuverkfœra. Saumarnir
eru allir tengdir saman, en þeir eru ekki alveg
lokaðir.
2. Allt þetta saman, slit á tönnum og hlut-
fallslega lokaðir haussaumar bendir til að
þetta er [svoj fullorðinn karlmaður á aldrin-
18 Skýrsla send Steinunni Kristjánsdóttur, 23.4. 1996.
Ljósm. Anna Ingólfsdóttir.
um 30 til 40 ára en samkvœmt áœtluðum
möguleikum af sliti jaxlanna (Miles, 1962,
Brothwell, 1981) er líklegast að hann var
[svo[ yngri enfertugt.
Líkamshœð er bara hægt að reikna frá
brotum af útlimabeinunum samkvœmt nokkr-
umformúlum (Rao et al, 1989, Jacobs, 1992).
Ef líkamshœðin er reiknuð út frá hœgri upp-
handleggsbeini er hœðin 167,92 cm, út frá
hœgri lœrlegg 169,2 cm og útfrá hœgri sköfl-
ungi 170,3-171,5 cm.
3. Meðaltal þessara útreikninga líkams-
hœð er 169,75 cm (Oliver et al, 1978).“'*
Fyrrgreindar staðreyndir þrengja veru-
lega tímaramman sem ákvarðar aldur og til-
vist haugbúans héma megin haugs. Vegna
aldurs peningsins, og mjög stutts valdatíma
71