Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Side 77
Kistill frá 18. öld
Kistillinn úr Breiðdal.
Ljósm. Helgi Hallgrímsson.
sem tekur á móti hefðar-
manninum er klæddur í
sauðskinnskó, stuttan
jakka og stuttar buxur. Öll
þessi atriði benda til þess
að gripurinn sé 18. aldar
smíð.
Samskonar kistill er til
á Þjóðminjasafni Islands
en skraut hans myndar
söguna um biðilinn sem
ríður í hlað, með hauk á
öxlinni, og er tekið fagn-
andi af bóndanum, vinnu-
manninum og prúðbúinni
heimasætunni. Þetta mynd-
efni er algengt víða um
heim en hér hefur lista-
maðurinn klætt fólkið í íslenskan búning.
En hver var hann svo þessi listamaður?
Talið er að Hallgrímur Jónsson frá Naustum
í Eyjafirði hafi smíðað kistilinn sem til er á
Þjóðminjasafninu. Líklega er þessi kistill
hér einnig smíðaður af Hallgrími eða syni
hans, Jóni. Norski fræðimaðurinn Ellen
Marie Magerpy, sem hlaut doktorsnafnsbót
fyrir skrif sín um jurtaskreyti í íslenskum
tréskurði árið 1969, dregur þó í efa að
kistillinn sé eftir Hallgrím heldur óþekktan
18. aldar skurðmeistara, sem hljóti að hafa
numið erlendis. Þetta hefur ekki verið kann-
að til hlítar og í raun er það fátt sem mælir
á móti því að gripirnir séu eftir Hallgrím.
Hallgrímur fæddist árið 1717 og lést
1785. Jón sonur hans sigldi utan og nam
handverk en þeir feðgar voru helstu skreyt-
ingarmenn kirkna á Norðurlandi á 18. öld.
Eftir þá liggja, að því að talið er, fjölmargar
altaristöflur, predikunarstólar og margvís-
legir útskomir gripir. Meðal gripa, sem
varðveist hafa eftir Jón, er altaristafla úr
bænhúsi er stóð við bæinn Brú á Jökuldal.
Gunnlaugur Bríem og Hallgrímur Jónsson
voru sveitungar, bjuggu báðir í Eyjafirði, en
þó ekki á sama tíma. Lrklegt má telja að
Gunnlaugur hafi fengið kistilinn frá Hall-
grími eða syni hans Jóni.
Kistlar gátu verið af ýmsum stærðum og
gerðum, oft með litlu hólfi sem kallað var
handraði, en þannig er sá sem hér um ræð-
ir. Þeir þóttu mikil eign en voru engu að síð-
ur algengir á íslenskum heimilum fyrr á
öldum og gengu iðulega mann fram af
manni. Kistlamir voru notaðir undir per-
sónulega muni og í raun má líkja kistlunum
við einkaherbergi Islendinga nú á dögum.
Heimildir:
Þóra Kristjánsdóttir 1994: „Kistill úr eigu Sigurðar málara” (bls. 30-31), „Helgir menn á Jökuldal”
(bls.122-123). Gersemar og þarfaþing. Hið íslenska bókmenntafélag.
75