Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Side 98

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Side 98
Múlaþing tímann. Ef stórbrim gerði á meðan æðar- ungamir voru litlir, þá fórst mikið af þeim. Þegar ég var krakki var miklu meira af alls konar sundfuglum við sjóinn heldur en nú er. Þá var óhemjumikið af hávellum á vetr- um og voru mikið skotnar, eins straumend- ur, stokkendur, toppendur, rauðhöfðar og fleiri tegundir. Sambúðin á Nesi var góð. Armann og Olína voru mestu sómahjón, Armann mesti geðprýðismaður, kátur, spaugsamur og létt- ur í máli, hafði mikla kímnigáfu. Hann var hirðumaður og gekk vel um hús og hey, vel- virkur á alla vinnu bæði utan bæjar og inn- an. Armann var meira en í meðallagi á vöxt, dökkur á hár og skegg, laglegur í and- liti þó nefið væri í stærra lagi. Ólína var lág og holdmikil, frekar lagleg, með mikið hár rautt. Hún var greind kona, hirtin og mikil húsmóðir í öllum verkum. Ekki var hún vinmörg, en vinföst við þá sem henni féllu í geð. Okkar bær var kallaður útbær, en hinn bærinn frambær, hann var syðst í bæjar- þorpinu. Öllum Neskrökkunum kom vel saman. Þeir Jón og Halldór urðu fljótt samrýmndir og góðir félagar. Magga og Anna voru jafn- gamlar og fór vel á með þeim. Eg var oft að sniglast með þeim bæði úti og inni. Við krakkamir höfðum leikföng okkar uppi á Ytrihólnum. Þar byggðum við smáhús og höfðum í þeim horn, kjálka, leggi og fleira. Við kunnum vel við okkur á hólnum, enda er þar þurrt og fallegt í björtu og góðu veðri. Við tíndum saman fallega steina í fjörunum og röðuðum þeim í hillur og skápa í klettum við sjóinn. Okkur var bannað að bera steina heim, þeir gætu lent í túnið og skemmt bit- ið í ljánum þegar farið yrði að slá. Fyrsta veturinn á Nesi fékk pabbi kenn- ara. Kennari þessi var frændi okkar af Skúlaætt, Jón Jónsson, þá ungur maður og ógiftur. Stuttu síðar giftist hann Halldóru í Firði í Seyðisfirði. Hún átti Fjörð. Hjónin bjuggu þar allan sinn búskap. Með bú- skapnum stundaði Jón skrifstofustörf hjá Stefáni Th. kaupmanni á Seyðisfirði. Jón kenndi okkur í stofunni hjá Armanni. Við vorum átta bömin, við fjögur systkinin, Fríða, Þura, Magga og eg, og böm Ar- manns, Dóri og Anna. Tveir drengir frá Geitavík nutu kennslunnar, þeir Andrés Guðmundsson og Siggi Einarsson. Þeir gengu á milli bæjanna. Mig minnir kennsl- an standa yfir 6-8 vikur. Jón var bráð- greindur, laglegur maður og harðduglegur. A báðum Nesbúunum voru hlóðaeldhús og allur matur eldaður þar. Afþiljuð búr voru í öðrum enda á eldhúsunum. I þeim var geymdur allur matur, svo sem slátur, skyr, mjólk og annað. Við búrbekkinn var hverjum og einum skammtað á sinn disk og skál og maturinn borinn í baðstofu til fólks- ins, en hver sat þar á sínu rúmi. Sama gilti um gestkomandi kunnugt fólk af öðrum bæjum, en kæmi ókunnugt fólk var það borðsett, eins og það var kallað. Þá var breiddur hvítur dúkur á stofuborð með fyr- irdiski og hnífapörum og niðurskomum mat á mörgum diskum raðað á borðið. Stundum borðaði húsbóndinn með gestun- um. Sama gilti er gestum var boðið inn að þiggja kaffi, þeir voru ætíð borðsettir. Strax fyrsta veturinn á Nesi fór pabbi að búa undir baðstofubyggingu sem átti að byrja á strax um vorið. Hann keypti rekatré og sagaði úr þeim í grindina og líka í borð er hann heflaði og hafði í súð, en hann hafði kaupstaðarvið í lausholt og sperrur. Þeir Helgi vinnumaður og Jón söguðu með pabba með stórviðarsög. Þeir piltar óku að grjóti um veturinn í baðstofuveggina. Grjótið tóku þeir í Hryggjunum, Króabrot- unum og út við Ystalæk. Það var mikill moldarmokstur að grafa 96
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.