Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Síða 135

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Síða 135
Frá Jökuldalsfólki og Eiðaþinghármönnum og hopaði eigi fyrr en eftir mitt sumar, og í tilbót við veðurfarið herjuðu mislingar mjög á fólk, sem vafalaust hefur um þær mundir ekki haft mikið mótstöðuafl til að verjast veikinni. Þegar svona áraði leitaði fólk gjaman aftur upp til sveita frá sjávar- síðunni í leit að bjargræði þar sem vart hef- ur verið um að ræða björg af sjó þegar ísinn var samfrosta landinu vikum og mánuðum saman. Þó vildi til að einhvemtíma um þær mundir komst skip til hafnar á Seyðisfirði undan hafísrekinu með korn og aðrar vörur til Thostrupsverslunar, og talið er að það hafi bjargað mörgum frá hungri, og víst er að ærið stirt hefur verið um gæftir, ef nokkrar. Fróðleg samtímaheimild (árferðis- annáll) eftir Snæbjöm bónda Egilsson á Hrafnkelsstöðum er birt í Austurlandi 1. bls. 233-6. Hvort Ami á Brennistöðum hefur dáið skömmu eftir 1880 og Rósa þá orðið vistar- laus er ekki vitað, en sjá varð hún á eftir yngri syni sínum Bjama yfir móðuna miklu 1881. Máske flýði hún eftir það undan harðindunum og mislingunum inn til dala í von um að þar væri ef til vill mildara veður- far og meiri björg, en víst er að hún fór með Guðnýju dóttur sína 1882 til Jökuldals, og hafi þær verið á ferð fyrir miðjan júlí er víst að blásið hefur kalt um þær mæðgur á leið- inni og víða fokið yfir hæðir. Einmitt á þessum tíma var á ferð að norðan Þorvaldur Thoroddsen náttúrufræðingur ásamt fylgd- armanni sínum, og komu þeir við á Grunna- vatni? þar sem verið var að reisa við byggð eftir öskufallið 1875, ( þar sýnist ekki vera tekin upp byggð fyrr en 1886) og þaðan hélt hann að Brú. Daginn eftir, 7. júlí, var veð- ur ískyggilegt en þrátt fyrir það skoðaði hann hálendið inn af Brú, inn í Laugarvalla- dal, og segir í Ferðabók að hann hafi ekki getað fengist við rannsóknir á þessum öræf- um sökum verkfæraleysis og illviðra. Að því búnu fór hann að Eiríksstöðum og dvaldist þar næsta dag hjá Gunnlaugi bónda Jónssyni og fræddist af honum um um- hverfið og öræfin þar um slóðir. Segir Þor- valdur að fjárrækt og hirðing sé hér einhver hin besta á landinu, fjárhús vel byggð, há og rúmgóð, sauðir verða mjög vænir, fallið oft yfir 70 eða 80 pund. Húsakynni eru hér snotur og bændur efnaðir, landrými mikið og - langt á milli bæja, takið eftir, hann tel- ur það kost! Næsta dag héldu þeir Þorvald- ur sem leið lá niður Jökuldal að Hvanná, og sýnast lítið hafa viðkomu á þeirri leið. All- an tímann eystra var kalsaveður og jafnvel snjókoma og hitastig afarlágt. I kirkjubók Eiða segir að þær mæðgur Rósa og Guðný hafi farið að Hákonarstöð- um, en nú finnast þær innkomnar í Hof- teigssókn eins og í upphafi er sagt. Nú hafði tíminn skipt um stef, og var komið annað fólk í Hákonarstaði heldur en var forðum daga; Snjóholtssystur famar vestur um haf og með þeim fósturdæturnar úr Eiðaþinghá, þær Guðbjörg og Sigríður dótt- ir Rósu. Nú voru búendur þar Sveinn Magnússon frá Brattagerði og Sigurveig Jónsdóttir frá Asbrandsstöðum, og höfðu þau hjónin keypt jörðina eftir öskufallið og búið þar síðan. Ef til vill hefur Rósa kann- ast við húsfreyjuna, þar sem hún var úr Vopnafirði. Líklegra er þó að förinni hafi raunar verið heitið annað, og sýnist sem Rósa hafi alveg vitað hvað hún vildi eins og í fyrra sinnið. Hún var enn ekki nema rúm- lega 44 ára, og ef til vill hefur hana langað til að ganga um stund á vit fortíðarinnar, minnug þess er hún kom ung stúlka til Jök- uldals og gekk í hjónaband í Hofteigskirkju. Ef til vill hefur hún viljað vita hvort hún gæti nú fengið tækifæri einu sinni enn. 133 L
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.