Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Page 137

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Page 137
Frá Jökuldalsfólki og Eiðaþinghármönnum og giftist ekki né átti börn. Hann var lengi í Hnefilsdal og þar andaðist hann 13. janúar 1922, rúmlega fimmtugur að aldri, og hvíl- ir þar í heimagrafreit. Ekki sýnist sem erfiðleikar Bjarna bónda hafi ennþá verið yfirstignir þrátt fyr- ir ærið mótlæti á fyrri árum. Hinn 13. des- ember 1873 andaðist Arnbjörg húsfreyja, 54 ára að aldri, og eftir það varð bústýra hjá honum Ingibjörg Snjólfsdóttir fyrmefnd, og einnig kom í Viðihóla sonur hans fyrir hjónaband, Ambjöm og kona hans Sigur- björg Jónsdóttir frá Hamri, en Bjarni hafði átt hann fyrir hjónaband með Vilborgu Páls- dóttur frá Vatnsdalsgerði, en hún var af- komandi Sigurðar „tuggu“ bónda á Hauks- stöðum á Jökuldal (4480). Þegar askan féll á páskum 1875 fór Ambjöm og kona hans ásamt öðrum Jökuldælum að Svínabökkum í Vopnafirði, þar sem hann andaðist um haustið, hinn 4. október. í Ættum Austfirðinga er sagt að þau hjón ættu eitt bam en ekki kæmi ætt af, svo enginn niðji Bjarna er meðal okkar nú. Ef trúa má sögninni um afl Bjarna og at- gervi, hefur hann haft mikið til brunns að bera eins og fyrr kemur fram. Hann tók því þann kost er askan féll að fara ekki langt, og fór með ráðskonu sína Ingibjörgu og soninn Hárek að Hákonarstöðum þar sem þau þraukuðu öskusumarið, og höfðu jafnvel líka vinnumann og vinnukonu. Vorið eftir íluttu þau sig austur yfir Jöklu að Klaustur- seli, og síðan aftur vestur yfir, að Grund 1877, og mun Bjami þá kafa keypt jörðina. Ingibjörg var áður búin að lifa stormasama ®vi, og hefur sennilega haft, eins og margir fleiri, að leiðarljósi gamalt orðtak sem seg- in „Það sem verður að vera viljugur skal hver bera“. Sýnist hún hafa verið fylgispök við Bjarna þó ekki yrði úr því hjónaband, °g áttu þau dóttur á Grund 1878 sem skírð var Ambjörg Sigurveig. Má vera að Bjarna Hárekur Bjarnason hafi fundist hann vera aldraður og ekki tæki því að fara að giftast að nýju. Tók hann brátt með sér til sambýlis hjón af Jökuldaln- um. I harðindunum vorið 1882 (4. maí) dó litla stúlkan Arnbjörg Sigurveig, og hefur þá hljóðnað um bæinn og þeim Bjarna og Ingibjörgu fundist til lítils barist, en tírninn læknar öll sár. Síðasta rós sumarsins Hvort Rósa hefur ætlað beint til þessa fomvinar síns er ekki hægt að segja um, en 1 jóst er hins vegar að þangað bar hana með unga dóttur sína, og hefur sjálfsagt alltaf verið ætlunin, og verið getur að þau hafi 135
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.