Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Blaðsíða 138
Múlaþing
hist ef Bjami hefur átt skipti við verslunina
á Seyðisfirði á þessum árum, en annars
höfðu Jökuldælir flestir viðskipti við
Vopnafjarðarverslun á þessum tíma sem og
lengi síðan. En hvemig sem það var má
telja ljóst að hann, þessi maður sem barðist
við öskuna á sínum tíma og máske líka for-
lögin, hefur ennþá haft dálftið aðdráttarafl
fyrir aðvífandi konu, og skipti engu þó hann
byggi með ráðskonu og hefði lengi gert, og
máske að mælirinn hafi nú loks verið fullur,
og hann búinn að gjalda að fullu sinn skatt.
Ef til vill hefur hann nú yngst um nokkur ár,
þrátt fyrir að úti blési kalt, og urðu þau Rósa
ásátt um að storka nú forlögunum og
kannski líka nágrönnunum og halda brúð-
kaup með stórri veislu sem lengi yrði í
minnum höfð, sem sýnist hafa tekist nokk-
um veginn.
Eftir þessa ákvörðun er sem harðindun-
um hafi linnt í svipinn og sumarið komið,
þetta sumar sem í raun stóð aðeins fáa daga
í þann mund sem brúðkaupið stóð. Svona
er það líka stundum með fleiri sumur í líf-
inu, sólin vermir aðeins skamma hríð, en
þegar haustið leggst að og dimma tekur er
gott að eiga athvarf. Ekki er að efa að þeg-
ar úti blés með frosti og fjúki, hefur kær-
leikurinn yljað upp, og álykta má að sam-
bandið hafi líkast aftanskini eða ljúfum
kvöldblæ, og Rósa hafi verið manni sínum
sem vissulega var dálítið mikið eldri en
hún, sem síðasta rós sumarsins, sem hann,
eftir erfiðan dag, hefur með ánægju virt fyr-
ir sér í kvöldskininu uns hin dimmbláa nótt
vaggaði bömum sínum í ró við hinn dimma
róm Jöklu.
Og senn lýkur degi
A Grund leið tíminn við venjubundna
vinnu sveitabúskaparins, en nú var svo lið-
ið á tíma að hjónin munu jafnan hafa kosið
ró og frið eftir erilsama daga. Árið 1887
heilsaði með frosti og fjúki og fannbreiða
huldi dalinn. Þetta ár er í annálum talið
hafa verið mjög erfitt, einkum norðan- og
vestanlands, og urðu skepnuhöld þar afar-
slæm sökum harðinda og heyleysis sem
stafaði af erfiðri heyskapartíð sumarið áður.
Hins vegar er að sjá að ástandið hafi verið
skárra austanlands, því nú fara litlar sögur
af bágindum þar um slóðir.
Snemma árs lagðist Bjami bóndi veikur,
og hefur þá hin unga kona hans hlúð að
honum og verið honum til yndisauka sem
fyrr. Frostrósir prýddu glugga sem nú and-
aði köldu frá, og blaktandi koluljós bar
daufa birtu um baðstofuna. En senn var
dagur allur, og í uppgöngunni stóð hinn
álúti gestur með orfið og ljáinn, og beið, og
þar kom að ekki varð umflúið að fylgja
honum. Hefur þá Rósa sem fyrr annast
bónda sinn og gert hann ferðbúinn í hina
hinstu för. Hann andaðist á Grund hinn 6.
mars 1887, 68 ára, og var jarðsettur í Hof-
teigi hinn 18. mars. Löngum og erfiðum
vinnudegi íslensks bónda og erfiðismanns
var nú lokið.
Öll vötn falla til sjávar, að síðustu
Hálfsystkini Rósu voru fimm talsins, og
hygg ég að þau hafi nær öll farið vestur um
haf, að undanskildum einurn bróður sem
lést hér heima, en ekkja hans fór vestur með
börn þeirra. Einn bræðranna var Sigfús
Jósefsson. Kona hans var Vilborg Áma-
dóttir, en æskustöðvar hennar vom í Borg-
arfirði eystra og á Ketilsstöðum í Hjalta-
staðaþinghá. Þau voru sem ýmsir fleiri í
jarðnæðishraki með tilheyrandi búferla-
flutningum, og voru á ýmsum bæjum í
Vopnafirði og síðan í Gunnólfsvík, Dalhús-
um og Skeggjastöðum á Langanesströnd-
um. Eftir það fluttu þau að Hamri í Selár-
136