Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Page 141
Sveinn Stefánsson
Skothríð á skemmtun
í Neskaupstað
Sá einstæði atburður gerðist í Neskaup-
stað 1. desember 1934 að tveim lög-
reglumönnum var misþyrmt og annar
þeirra skaut úr skammbyssu á fólk er var
áhorfandi að óspektunum.
Nánari atvik voru þessi: Kvenfélag Nes-
kaupstaðar hélt skemmtun að kvöldi 1. des-
ember, og fór hún fram í barnaskólahúsinu.
Var dansað í leikfimissal hússins, en veit-
ingar fóru fram í söngsalnum. Salir þessir
eru báðir á þriðju hæð.
Þennan dag var staddur í Neskaupstað
Vilhelm Jakobsson, löggæslumaður og toll-
vörður Austurlands. Hafði bæjarfógetinn,
Kristinn Ólafsson, beðið Vilhelm að vera
með lögregluþjóni staðarins, Jóni Baldvins-
syni, á dansleik þessum, til að gæta þar
reglu, vegna forfalla sinna.
Það mun hafa borist tljótt um plássið, að
Vilhelm ætti að halda uppi reglu á samkom-
unni. Voru honum gerðar upp sögur og var
ein sú, að hann þyrði alveg að mæta 10
Norðfirðingum hvemig sem á stæði.
Undanfarin ár hafði mikið borið á því að
hópur manna hleypti upp dansleikjum, sem
haldnir voru í plássinu, og ætlaði fógeti að
sporna við þessu með því að fá Vilhelm til
aðstoðar lögregluþjóni staðarins.
Þessar gróusögur munu hafa orðið til
þess að nokkrir ungir menn tóku sig saman
Vilhelm Jakohsson.
og ætluðu að láta hann standa við þetta er til
kæmi.
A tilsettum tíma komu lögreglumenn-
imir á samkomuna og voru báðir klæddir
einkennisbúningum. I fyrstu fór allt vel
fram á skemmtuninni, en um kl. 1 um nótt-
ina kemur ölvaður maður inn í húsið, kaup-
139