Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Blaðsíða 167
Ársskýrslur
Árið 1995 er því tímamótaár í sögu Minjasafns Austurlands. Safnið flutti í fyrsta sinn í eigið húsnæði
og breytingar urðu á rekstrinum. Snemma árs tóku 11 sveitarfélög' á Héraði og Borgarfirði eystra við
rekstri safnsins úr höndum félagsasamtaka þeirra er stofnuðu safnið ásamt Héraðsnefnd Múlasýslna. I
mars var hafist handa við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 1995, ný stjórn var kosin og forstöðumaður ráð-
inn í framhaldi af því. I stjóm eru Þórey Hannesdóttir, formaður, Magnús Þorsteinsson, ritari, og Erlend-
ur Steinþórsson, gjaldkeri. Varamenn eru Sævar Sigbjamarson og Hákon Aðalsteinsson. Forstöðumaður
safnsins er Steinunn Kristjánsdóttir.
Forstöðumaður Minjasafns Austurlands tók til starfa við safnið þann I. september 1995. Fram að þeim
tíma frá, 1. júlí, vann hann að einstökum verkefnum fyrir safnið í samráði við stjóm þess. Þau verkefni
voru val og kaup á hillukerfi í geymsluhúsnæði safnsins, tölvuvæðing og hönnun merkis fyrir safnið. Guð-
rún Kristinsdóttir, minjavörður Austurlands, sinnti þeim verkefnum sem sinna þurfti á Egilsstöðum í fjar-
veru forstöðumanns.
Starfsemin hefst
Þann 1. ágúst hófust flutningar á munum safnsins í safnahúsið við Laufskóga. Safnið á hátt á þriðja
þúsund muna, sem flestir voru geymdir í bráðabirgðageymslum á háalofti bæjarskrifstofunnar á Egilsstöð-
um og prjónastofunnar Dyngju. Flutningum lauk að mestu í nóvember en mununum var komið fyrir í sýn-
ingarsal safnahússins, þar sem geymslurými safnsins í kjallara safnahússins var ekki fullfrágengið.
Enn á eftir að flytja nokkra muni í eigu safnsins í safnahúsið en um er að ræða óskráða rnuni hjá ein-
staklingum og mjög fyrirferðarmikla muni sem ekki er hægt að koma fyrir enn sem komið er.
Þegar flutningar hófust var búist við að munir minjasafnsins, sem safnað hefur verið í gegnum tíðina,
væru í slæmu ásigkomulagi eftir margra áratuga geymslu. Geymslurnar eru að miklu leyti óeinangraðar
þannig að raka- og hitastig þar innandyra er háð veðri. Kristín Huld Sigurðardóttir, forvörður á Þjóðminjá-
safninu, gerði könnun á aðbúnaði safngripanna árið 1993. Hún lýsir aðkomunni í geymslumar á eftirfar-
andi hátt: „Til að komast upp á loftið þarf að fara upp brattan tréstiga, opnum milli þrepa. Forstöðumaður
Safnastofnunar hefur komið fyrir líflínu til að halda í þegar farið er um stigann. Aðkoman í geymsluna er
þess háttar að þar er ekki hægt að bjóða nokkrum manni upp á annað eins. ... Geymslan er óhemju óhrein,
og gripir liggja alltof margir óhreinir í hrúgum á hillum eða gólfi.“1 2
Ástand munanna kom því engan veginn á óvart en margir þeirra eru mjög illa famir og þarfnast við-
gerða. Að santa skapi hafði mikið fallið á munina í áranna rás og þurfti því að hreinsa nánast hvern grip
fyrir sig. Munir úr járni voru orðnir mjög ryðgaðir og stendur en hreinsun á öðrum safngripum er svo að
segja lokið.
Starfsfólk
Þegar sttu-fsemi stóð fyrir dyrunt að nýju á minjasafninu, síðla suntars 1995, þótti ljóst að gífurleg
vinna væri framundan ef opnun safnsins ætti að vera möguleg á árinu. Nokkrir starfsmenn, auk forstöðu-
1 Sveitafélögin eru Egilsstaðabœr, Fellahreppur, Vallahreppur, Fljótsdalshreppur, Skriðdalshreppur, Jökuldalshrepp-
ur, Eiðaþinghá, Hjaltastaðaþinghá, HUðarhreppur, Tunguhreppur og Borgarfjarðarhreppur.
2 Skýrsla Kristínar Huldar Sigurðardóttur. Þjóðminjasafn íslands 1993.
165