Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Blaðsíða 86

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Blaðsíða 86
Múlaþing Bernskuminningar um Borgu Borga var óvenju lítil og nett kona, prúð í umgengni, brosmild og skapgóð. Hún var dugleg við tóvinnu, kemdi, spann, tvinnaði og prjónaði til hins síðasta. Hún sauð margs konar jurtaseyði sér til heilsubótar og þvoði hendur sínar einu sinni á dag upp úr eigin hlandi til að halda þeim mjúkum. Borga kom oft í Kross og gisti nokkrar nætur. Hún hafði ánægju af að grípa í verk og hafði frá ýmsu að segja. Hún vildi að við krakkarnir lærðum góða siði og það var til dæmis ekki sama í hvaða röð matur var borðaður. „Þið skuðuð byrja á því að borða þetta, svo megið þið borða hitt en geyma þetta héma þangað til síðast.“ Við spurðum hvers vegna. Borga sagði ákveðin á svip: „Maður á alltaf að geyma það besta þangað til síðast.“ Á Miðhúsaseli hafði Borga sitt eigið herbergi og reyndi að fylgjast með tilverunni utan dyra sem innan. Hún sagði eitt sinni við Svein þegar hann kom heim eftir fjársmölun norðan úr heiði: „Nú held ég þér líði vel, nýkominn ofan úr blessuðu fjallaloftinu sem er svo heilnæmt." Sveini þótti ekkert til um þetta, þreyttur eftir smalamennskuna og svarar: „Þú getur nú veitt þér það núna að láta þér líða vel. Farðu hérna út fyrir húshornið og gaptu á móti froststorminum sem stendur af heiðinni, þá færðu nóg af fjallalofti.“ Borga gerði þetta en kvefaðist. Borgu þótti gott að borða egg, henni gramdist að sjá Björgu baka úr þeim brauð og spurði önug. „Hvað ætlarðu nú að fara að drulla“? En þegar Björg kom úr hænsnakofanum spurði Borga: „Gáfu þær þér nokkuð?“ Borga gerði sér áhyggjur vegna barnleysis hjóna sem hún þekkti vel en bjuggu í fjarlægð. Spurði hún oft Björgu þegar hún hafði talað í síma við konuna á þessum bæ. „Nefndi hún nokkuð?“ En aldrei nefndi konan það sem Borga vonaðist eftir. Á endanum sagði Sveinn að það væri víst alveg útilokað að þessi hjón gætu eignast barn. Borga hugsaði sig um en segir síðan: „Eg held að þau ættu bara að reyna sitt í hvoru lagi.“ Borga talaði stundum um hvað margt hefði verið betra í Meðalnesi þegar hún var þar. Til dæmis sagði hún að útvarpið í Meðalnesi hefði verið ólíkt skemmtilegra en útvarpið á Miðshúsaseli. Gamall siður var að gefa bændum daga á þorra, en konum daga á Góu. Borga gerði sér áhyggjur af þessu, og fannst máli skipta, hvort byrjað var framan eða utan á hreppnum. Einhver ágreiningur var um þetta, milli Borgu og Sveins, og vildu bæði ráða. Nú var konudagur liðinn og Borga gekk friðlaus aftur og fram um ganginn því óvissa ríkti enn um það hvort Bergljót í Hrafnsgerði eða Dagný í Skógargerði myndi hreppa daginn. Sveinn nefndi óróleika Borgu piparrás og fékkst ekki um. Björg spyr þá Borgu, hvort nokkuð ami að henni? Borga svarar. „Sveinn vill fara utan á þær“ „Nú hverjar?“ Spyr Björg. „Konurnar“ svarar Borga. V_______________________________________________________________________________) 84
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.