Jökull


Jökull - 01.12.1971, Síða 70

Jökull - 01.12.1971, Síða 70
Mynd 6. Á Grímsfjalli. Skálinn og „Grímur og Gríma“, sem Flugbjörgunarsveitarmenn gerðu, meðan þeir dvöldu í skálanum. Fig. 6. The hut on Grimsfjall. Photo: Hjálmar R. Bárdarson June 3, 1969. Þumals, randfjallanna þar og til Háubungu og Þórðarhyrnu. Við komuna að borholustað V. 16 var strax tjaldað og gengið til náða í glaða sól- skini, en um 5 stiga frosd, kl. 06:30. — Var sofið til kl. 14:30 og þá strax að loknu „morgun- kaffi“ tekið til óspilltra málanna að grafa. Mat- arhlé var gert kl. 18:30 og kjötkássu og baun- um gerð góð sk.il. Því næst hófst söfnun sýna úr gryfju og borholu, sett í dósir, vegið og mælt að vanda. — Veður var dásamlegt allan daginn, sólskin, breytileg gola og nokkurra gráða frost og golan því nöpur. Kl. 23 var lokið við öll störf við gryfju og borholu V. 16, og kl. 23:15 var lialdið af stað þaðan áleiðis til Grímsfjalls og þá fylgt slóðinni frá suðurferð- inni. Á leiðinni upp brekkuna á Grímsfjall varð vart við nokkrar sprungur. Vottaði þó að- eins fyrir sumurn og engar urðu þær farartálmi. Að Grímsfjallaskála var komið kl. 02:30. Veður var ennþá dásamlega fagurt, sól rétt um það bil að koma upp, og menn ekki fúsir í rúmið, enda náttúrufegurð næturinnar heillandi. 3. júní, priðjudagur. Ekki var því farið strax að sofa í Grímsfjallaskála. Veitt var kakó og brauð, til að menn væru vel undir það búnir að standa lengi nætur á Gríðarhorni og njóta breytinganna í foimi og litum Grímsvatnanna frá því að fyrstu sólargeislarnir rétt skriðu með- fram hjarnfletinum og roðuðu aðeins Gríðar- hornið, Depil og Stóra Mósa, þar til allt var 68 JÖKULL 21. ÁR orðið skínandi bjart af sólskini nýs dags. Út- sýni var ekki síður heillandi til suðurjökulsins, til Öræfajökuls með Hvannadalshnúk, Snæ- breið og Þuríðartindi, til Skaftafellsfjalla, Þum- als og Lómagnúps. — Vel höfðu Flugbjörgunar- sveitarmenn notað tímann, sem þeir dvöldu á Grímsfjalli einir sér. Höfðu þeir mokað allan snjó frá Grímsfjallaskála, svo að hann náði að þorna vel í sólskininu. Síðan höfðu þeir tjarg- að allan skálann utan og ber þeim beztu þakkir fyrir. Ekki hafði þessi athafnasemi þó nægt þeim ágætu mönnum. Þeir vildu ekki láta okk- ur koma að mannlausum skálanum, og höfðu því framan við hann reist tvö mikil myndlista- verk, karl og kerlingu, nefnd Grímur og Gríma, sem stóðu við snjóbogagöng að skáladyrum, þegar við komum. Reyndar höfðu listaverk þessi þá látið nokkuð á sjá af sólbráð undan- farinna góðviðrisdaga, en ekki leyndi sér þó listalegt handbragð höfunda, þótt Grímur og Gríma væru orðin nokkuð mjóslegin. — Það var því margt að skoða á Grímsfjalli, en menn gengu til náða milli kl. 03 og 04 og sváfu vær- um svefni til kl. 14:30. Að loknu morgunkakói fékk Bragi Árnason, rannsóknarstjóri, öllurn leiðangursmönnum verk að vinna, — að bræða ís í plastkrukkum og hella vatninu á plast- flöskur og merkja þær. Var unnið við þessa iðju lengi dags, skrifuð í gestabók rnikil ferða- saga suðurjöklafara eða „flakkara“, eins og Bárðarbungumenn vildu kalla okkur Gosa-menn.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.