Jökull


Jökull - 01.12.1984, Side 133

Jökull - 01.12.1984, Side 133
Tungnárjökull — langskurðarmælingar 1959—1979 SIGMUNDUR FREYSTEINSSON Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf. ÁGRIP Skýrt er frá mælingum á yfirborði jökulsins eftir línu upp frá Nýjafelli við Jökuiheima og milli Kerlinga og Pálsfjalls. Hop jökulsins við Jökul- heima hefur verið geysimikið og leysing þar ekki minnkað verulega með kólnandi veðurfari. Jafn- vægislína milli leysingar og ákomu við Kerlingar lækkaði aftur á móti um 75 metra eftir 1965. Hop Tungnárjökuls við Nýjafell 1959—1979 var um 2 km og sennilega hefur Tungnárjökull í heild minnkað um 30 km2. Þetta hefur haft mikil áhrif á rennsli Tungnár, þannig að jökulþáttur hennar hefur minnkað tiltölulega meira en annarra jökul- vatna á Þjórsársvæðinu, en öll fóru þau minnk- andi með kólnandi veðurfari eftir 1965. MÆLINGAR Langskurðarmælingar þær sem hér um ræðir eru mælingar á yfirborði jökulsins eftir tveimur línum, annars vegar milli Kerlinga og Pálsfjalls og hins vegar upp jökulröndina frá Nýjafelli við Jökulheima. Mæliaðferð, legu langskurðanna og fastmerkjum við endapunkta hefur verið lýst í Jökli (Pálsson 1959, Freysteinsson 1968). Þrisvar sinnum hefur verið mælt milli Kerlinga og Pálsfjalls, 1959, 1965 og 1975, en 1967 var mældur nokkur hluti línunnar, IV2 km kafli við Kerlingar. Nýjafellslínan var ntæld 1959, 1961 og árlega 1963—67, vor og haust sum árin. Síðan hefur hún verið mæld 1969, 1971, 1976 og 1979, alltaf í júní. Venjulega hefur verið mælt 3 til 4 km upp frá Nýjafelli, en 1967 var mælt aila leið upp í skurð- punkt við línu milli Pálsfjalls og Kerlinga, tæp- lega 17 km frá Nýjafelli, og 1976 voru mældir rúmlega 7 km. Niðurstöður mælinga 1969-1979 eru í töflum 1 og 2, en niðurstöður fyrri mælinga hafa áður birzt í Jökli (Freysteinsson 1968, Hallgrímsson og Por- bergsson 1966, Pálsson 1959). Auk þess eru allar mælingar 1959—1979 sýndar á 1. og 2. mynd. BREYTINGAR Á TUNGNÁRJÖKLI 1959-1979 Mælingarnar við Nýjafell sýna jafnt og þétt hop jökulsins á þessum slóðum. í júní 1959 er jökul- röndin í miðjum hiíðum Nýjafells en tuttugu árum síðar er hún um 2 kílómetra frá fellinu og jökullinn hefur þynnzt þar um 120 metra. Athuguð hefur verið rýrnun jökulsins í 750 m y.s. milli einstakra mælinga. Reiknað er út hop og leysing. Hopið er lárétt færsla yfirborðsins en leysingin er lækkun þess (lóðrétt). Leysingin, 1, er reiknuð eftir jöfnunni l=h tgv, þar sem h er hop og v horn yfirborðsins við lárétt. Niðurstöður eru í Töflu 3. Hopið er mest fyrstu árin, 1959-64, eða rúmir 100 m á ári til jafnaðar. Mælingin 1965 var gerð óvenju snemma, þannig að mikill munur á hopi 1964—65 og 1965-66 er e.t.v. ekki raun- hæfur. í stórum dráttum hefur hopið farið minnk- andi á mælitímanum en jafnframt hefur halli yfir- borðsins aukizt áþreifanlega. Leysingin, eða raunveruleg rýrnun jökulsins, í þessari hæð, hef- ur því ekki minnkað ýkja mikið með tímanum eins og fram kemur í Töflu 3. - Á 3. mynd eru dregnar safnlínur fyrir hop og leysingu í 750 m y.s. Þar kemur fram að safnlína leysingar er ekki fjarri beinni línu, en leysingin er þó greinilega mest fyrstu árin. Hið reglubundna hop og leysing í tuttugu ár bendir til þess að jökullinn sé kyrr- stæður, enda hefur jökulröndin ekki verið þessleg að hreyfing geti verið mikil. Ofangrein athugun miðast við yfirborð jökuls- ins í 750 m y.s. Rýrnun jökulsins er vitaskuld mjög háð hæð, sbr. eftirfarandi skrá: Hæð, m y.s. Hop 1959—1979, m 700 1910 750 1706 800 1460 850 1400 JÖKULL 34. ÁR 131
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.