Jökull - 01.12.1984, Side 133
Tungnárjökull — langskurðarmælingar 1959—1979
SIGMUNDUR FREYSTEINSSON
Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf.
ÁGRIP
Skýrt er frá mælingum á yfirborði jökulsins
eftir línu upp frá Nýjafelli við Jökuiheima og milli
Kerlinga og Pálsfjalls. Hop jökulsins við Jökul-
heima hefur verið geysimikið og leysing þar ekki
minnkað verulega með kólnandi veðurfari. Jafn-
vægislína milli leysingar og ákomu við Kerlingar
lækkaði aftur á móti um 75 metra eftir 1965. Hop
Tungnárjökuls við Nýjafell 1959—1979 var um 2
km og sennilega hefur Tungnárjökull í heild
minnkað um 30 km2. Þetta hefur haft mikil áhrif á
rennsli Tungnár, þannig að jökulþáttur hennar
hefur minnkað tiltölulega meira en annarra jökul-
vatna á Þjórsársvæðinu, en öll fóru þau minnk-
andi með kólnandi veðurfari eftir 1965.
MÆLINGAR
Langskurðarmælingar þær sem hér um ræðir
eru mælingar á yfirborði jökulsins eftir tveimur
línum, annars vegar milli Kerlinga og Pálsfjalls og
hins vegar upp jökulröndina frá Nýjafelli við
Jökulheima. Mæliaðferð, legu langskurðanna og
fastmerkjum við endapunkta hefur verið lýst í
Jökli (Pálsson 1959, Freysteinsson 1968).
Þrisvar sinnum hefur verið mælt milli Kerlinga
og Pálsfjalls, 1959, 1965 og 1975, en 1967 var
mældur nokkur hluti línunnar, IV2 km kafli við
Kerlingar.
Nýjafellslínan var ntæld 1959, 1961 og árlega
1963—67, vor og haust sum árin. Síðan hefur hún
verið mæld 1969, 1971, 1976 og 1979, alltaf í júní.
Venjulega hefur verið mælt 3 til 4 km upp frá
Nýjafelli, en 1967 var mælt aila leið upp í skurð-
punkt við línu milli Pálsfjalls og Kerlinga, tæp-
lega 17 km frá Nýjafelli, og 1976 voru mældir
rúmlega 7 km.
Niðurstöður mælinga 1969-1979 eru í töflum 1
og 2, en niðurstöður fyrri mælinga hafa áður birzt
í Jökli (Freysteinsson 1968, Hallgrímsson og Por-
bergsson 1966, Pálsson 1959). Auk þess eru allar
mælingar 1959—1979 sýndar á 1. og 2. mynd.
BREYTINGAR Á TUNGNÁRJÖKLI
1959-1979
Mælingarnar við Nýjafell sýna jafnt og þétt hop
jökulsins á þessum slóðum. í júní 1959 er jökul-
röndin í miðjum hiíðum Nýjafells en tuttugu
árum síðar er hún um 2 kílómetra frá fellinu og
jökullinn hefur þynnzt þar um 120 metra.
Athuguð hefur verið rýrnun jökulsins í 750 m
y.s. milli einstakra mælinga. Reiknað er út hop
og leysing. Hopið er lárétt færsla yfirborðsins en
leysingin er lækkun þess (lóðrétt). Leysingin, 1,
er reiknuð eftir jöfnunni l=h tgv, þar sem h er
hop og v horn yfirborðsins við lárétt. Niðurstöður
eru í Töflu 3. Hopið er mest fyrstu árin, 1959-64,
eða rúmir 100 m á ári til jafnaðar. Mælingin 1965
var gerð óvenju snemma, þannig að mikill munur
á hopi 1964—65 og 1965-66 er e.t.v. ekki raun-
hæfur. í stórum dráttum hefur hopið farið minnk-
andi á mælitímanum en jafnframt hefur halli yfir-
borðsins aukizt áþreifanlega. Leysingin, eða
raunveruleg rýrnun jökulsins, í þessari hæð, hef-
ur því ekki minnkað ýkja mikið með tímanum
eins og fram kemur í Töflu 3. - Á 3. mynd eru
dregnar safnlínur fyrir hop og leysingu í 750 m
y.s. Þar kemur fram að safnlína leysingar er ekki
fjarri beinni línu, en leysingin er þó greinilega
mest fyrstu árin. Hið reglubundna hop og leysing
í tuttugu ár bendir til þess að jökullinn sé kyrr-
stæður, enda hefur jökulröndin ekki verið þessleg
að hreyfing geti verið mikil.
Ofangrein athugun miðast við yfirborð jökuls-
ins í 750 m y.s. Rýrnun jökulsins er vitaskuld
mjög háð hæð, sbr. eftirfarandi skrá:
Hæð, m y.s. Hop 1959—1979, m
700 1910
750 1706
800 1460
850 1400
JÖKULL 34. ÁR 131