Jökull


Jökull - 01.12.1992, Blaðsíða 12

Jökull - 01.12.1992, Blaðsíða 12
að í febrúar 1874 en þá fór að bera á óvenju mikl- um gufustrókum upp úr Dyngjufjöllum, sem benda til aukinnar jarðhitavirkni. I haustleitum sama ár fund- ust nýjar gjár á Mývatnsöræfum og á sama tíma fara ábúendur á Grímsstöðum á Fjöllum og í Möðrudal að verða varir við jarðskjálfta. Friðrik Guðmundsson (1932) sem bjó á Grímsstöðum á Fjöllum lýsir þessum atburðum skilmerkilega í endurminningum sínum. Jarðskjálftarnir jukust jafnt og þétt fram að jólum 1874, „þá voru þeir orðnir svo harðir að híbýli manna og skepna gera sig líklegust til að falla ofan á hvað sem fyrir verður, og til þess að tryggja líf manna, hvað sem öðru líður, þá leita nú bændur upp hvern spítugaur, sem lauslegur lafir, til að reka undir baðstofuþökin“. A þessum tíma gliðnuðu gjár og sprungur opnuðust í gegnum þáverandi þjóðleið á Mývatnsöræfum. Síðan skrifar Friðrik: „Allan janúar og fram í miðjan febrúar (1875) leið svo eigi mínúta að ekki skylfi sætið, ef maður settist niður, og margir komu þeir kippir inn á milli, að við héldum að baðstofan myndi hrynja niður, og aldrei heyrði ég föður minn skipa eins valdalega og ákveðið fyrir öllum hreyfingum heimilisfólksins eins og eina nótt, er allir vöknuðu og hentust fram úr rúmum sínu og hann skipaði öllu fólkinu að standa fast við skilrúmsveggina í baðstofunni, og daglega voru reknar stoðir undir hana, þó sterk væri“. Lýsingar Friðriks sýna ótvírætt að mikil kviku- hlaup hafa verið á ferðinni þessa haustmánuði og fram í febrúar 1875. Kvika hefur leitað neðanjarðar, norður frá Öskju, með meðfylgjandi gliðnun og rifnun jarð- skorpunnar ásamt jarðskjálftavirkni. Sambærilegir at- burðir áttu sér stað í Kelduhverfi í desember 1975 og fram í febrúar 1976, og einnig í janúar 1978. Ut frá samtímalýsingum á áhrifum jarðskjálftanna hafa þau vafalaust nálgast VI stig á Mercalli kvarða á Hólsfjöll- um og í Möðrudal. Gera má ráð fyrir að skjálftarnir hafi náð 5 stigum, en skjálftarnir í Kröfiuumbrotum síðustu ára náðu sjaldan 4 stigum á Richterkvarða. I bréfi frá Mývatni, sem birtist í Norðanfara 29. janúar 1875 er talað um tíða jarðskjálfta sem fundist hafa þar í sveit frá því viku fyrir jól og fóru smávax- andi. „Ekki voru kippirnir harðir nje langir, en svo tíðir, að ekki varð tölu ákomið, þó brakaði mikið í húsum í stærstu kippunum, og allt hringlaði sem laust var. Mest voru brögð að þessum ósköpum 2. þ. m., því svo mátti heita að einlægur jarðskjálfti væri frá morgni til kvölds þann dag“. Fyrsta eldgosið í þessum umbrotum kom upp 3. janúar. Lýsingar á skjálftavirkninni sýna að töluvert hefur gengið á þessa daga og menn fundu jafnvel stöð- ugan titring (hlaupóróa) sem kemur fram á skjálfta- mælum, þegar kvika brýst um neðanjarðar. Bréfrit- arinn í Mývatnssveit lýsir gosinu svona: „Að morgni þess 3. þ. m. laust fyrir dag, sást hjeðan eldur mikill, litlu austar en í hásuður. Lagði logann hátt á lopt upp, og var hann býsna breiður um sig niður við sjóndeild- arhring, en bráðum dró ský fyrir svo ekkert sást. Síðan hefur optast verið þykkviðri og líka dregið mikið úr jarðskjálftunum, og lítið gætt í dag og í gær“ (7.-8. janúar). Óneitanlega minnir ofangreind lýsing mik- ið á atburðarás í Kröflueldum, en þar mátti hafa það til marks um eldsuppkomu, að jarðskjálftavirkni datt niður. Skjálftavirknin tengdist hreyfingu kvikunnar neðanjarðar en hætti að mestu um leið og rás opnaðist til yfirborðs og eldgos hófst. Eldgosin 2. janúar 1875 sáust víða að. Sigurður Gunnarsson, prestur á Hallormsstað lýsir þessum at- burðum svo, í bréfi sem birtist í Norðanfara 19. maí. “Seint á næstliðnu ári (1874) varð hjer um austurland opt vart við jarðskjálfta,einkum um jólin,og svo í byrj- un þessa árs. Þá sáust hjer af fjöllum tveir digrir og háir reykjarmekkir upp úr jarðeldagjám inn og vestur af Herðabreið, svo sem væri í Dyngjufjalladal (Öskj- unni). Sýndist mjer hjer af Hallormsstaðahálsi viðlíka langt á milli þeirra, sem frá hinum ytra til Herðabreið- ar. Þó ætla jeg það bil væri lengra. Þá sá jeg eigi til eldins út á Mývatnsöræfum. Jarðskjálftamir urðu strjálli og sjaldgæfari, þegar framleið á veturinn". Vitað er að annar reykjarmökkurinn sem Sigurður sá hafði upptök í Öskju, þar sem Öskjuvatn er nú, en óljóst er hvar hin eldsuppkoman var. Hafi hún verið sunnan Dyngjufjalla mætti ætla að Mývetningar hafi einnig séð tvo mekki í stað eins „sem varbýsnabreiður um sig niður“. Samanburður á lýsingum Sigurðar og bréfritarans úr Mývatnssveit gefur því til kynna að hin eldsuppkoman hafi verið norðantil í Dyngjufjöllum, á milli Öskju og Herðubreiðar, þó nær Öskju. Þessar eldstöðvar eru ófundnar. Svo virðist sem jarðskjálftavirkni hafi dalað tölu- vert í kjölfar gossins en aukist aftur í byrjun febrúar. 10 JÖKULL, No. 42, 1992
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.