Jökull - 01.12.1992, Qupperneq 49
%nd 2. Oswald Heer (úr Zeiller 1887).
Woodcut ofO. Heer.
það ár á stofn grasagarð Ztirich-borgar. Fyrsta ritverk
hans um steingervingafræði Tertíertímabilsins birtist
1847, og helgaði hann sig þeirri fræðigrein að mestu
eftir það, fyrst rannsóknum á skordýraleifum í Evrópu
en síðan plöntusteingervingum í vaxandi mæli. Heer
var lengi prófessor í grasafræði við tækniháskólann í
Zúrich og við háskólann þar.
Oswald Heer var heilsutæpureftir 1850, ferðaðist
lítið og var raunar rúmfastur að miklu leyti frá 1872.
Hann var samt óhemju afkastamikill við rannsóknir
a steingervingum, sem hann fékk senda hvaðanæva
að, og ritstörf. Margt rita hans kom síðan í endur-
bættum útgáfum eða þýðingum. Meginverkin eru:
'.Fauna coelopterum Helvetica“ (1838-42), „Die In-
sektenfauna der Tertiárgebilde von Oeningen und von
adoboj in Croatien“, þrjú bindi (1847-53); „Die
tertiareFlorader Schweiz“, þrjúbindi( 1855-59); „Die
rwelt der Schweiz“ (1865,2. útg. aukin 1879); ævi-
Mynd 3. Höfundur með stóra surtarbrandsflögu, sem
fallið hafði úr stálinu í Surtarbrandsgili við Brjánslæk
sumarið 1991. — The author carrying a large piece of
lignite at the Brjánslœkurfossil locality, NW-Iceland.
saga A. Escher (1873); og „Flora Fossilis Arctica“,
sjö bindi (1868-83). Einnig átti Heer þátt í útgáfu
verkanna „Flora der Schweiz“ (1840) og „Der Cant-
on Glarus, historisch, statistisch und geographisch
geschildert...“ (1846) og ritaði smærri bækurum míó-
senflóru Eystrasaltslandanna og Portúgals. Heer lést
1883; nánar má lesa um störf hans í ævisögum (Zeiller
1887; Schröter 1885-87) og minningargreinum.
HEER OG ÍSLAND
Plöntusteingervingum af heimskautasvæðum var
fyrst lýst á prenti frá íslandi, á 17. öld (sjá Þorv.
JÖKULL, No. 42, 1992 47