Jökull


Jökull - 01.12.1992, Síða 94

Jökull - 01.12.1992, Síða 94
lengd svo sem 500-800 m. Þar ætti eldgígurinn helzt að vera, og virðistþað gefið í skyn í skýrslu Mýrdæla3. Nefna þeir þó ekki gjá þessa. Héldum nú eftir dal þessum hinum mikla og stefndum í landsuðurbotn hans, því að ekki var þar heldur allt slétt og fellt að sjá. Vorum eina klukkustund á þeirri leið; sandhrannir og jakaklungur oft yfir að fara, en þó víðast greiðfært; á einum stað rennislétt sandleira, er mátti heita bezti bif- reiðarvegur. Annars var öskulagið þar nokkuru þykk- ara en á skriðjöklinum. Norðan við miðjan dalinn sáum við á jökullænubarmi leir allmikinn, rauðleitan, og höfðum nokkuð af honum heim með okkur í pját- urstampi. Hefir gerlafræðingur Gísli Guðmundsson4 nú rannsakað þessa leirleðju og gefið um hana ítarlega skýrslu.5 Er nær dró landsuðurbotninum, tók aftur að brydda á sprungum og gjám; var þar aðallega um tvær stefnur að ræða, og lá önnur til suðurs, en hin eftir aðalstefnu dalsins, í landsuður. Gengum nú að suðurendanum, og var þar að sjá stórfellt umrót, jakatind afarháan á barmi jökulgljúfurs, er ekki varð séð fyrir endann á; jöklinum skammt þaðan tekið að halla til suðurs. Var þar, eftir öllum ummerkjum að dæma, farvegur Vestrahlaupins, þ.e. þess hlutans, er féll vestan Hafurseyjar og í Múla- kvísl. Var klukkan nú langt gengin til 5, er hér var komið og þótti okkur ekki tiltök að fylgja þessum far- vegi frekar, því að bæði voru þar ógönguklungurá alla vegu og svo tíminn orðinn í tæpasta lagi, enda sló þá yfir þoku, er í einni svipan huldi háhnúkana; var og vætutýringurmeð, en ekki dimmt í lofti. Greiddum nú gönguna í landsuður og komum brátt að botni þeirr- ar hlauprásar, er sýnilega var farvegur Eystrahlaups (austan Hafurseyjar). Var nú um tvær leiðir að velja ofan jökulinn, annaðhvort að leggja lykkju á leið sína og halda upp úr slakkanum til austurs, svo að sem næst yrði komizt braut okkar upp af lágjöklinum, ef meira 3Sbr. Skýrslu Gísla sýslumanns Sveinssonar um Kötiugosið 1918, bls, 57,4-5. 4Gísli Guðmundsson andaðist í Reykjavík 26. Sept. 1928. 5Í leðjunni var: Jám, alúminíum, vismút, kalk, magnesía, kalí, fosfór, brennisteinn og kísilsýra. Aðallega var um jám að ræða og varþað ákveðið og reyndist vera 14.7%. Dálítið virtist veraaf kalki ogfosfórsýru. Við nánari athugun kom íljós, að kalkiðvar 3.2%,en fosfórsýran 0.9%. Fosfórsýran er allmikil og gæti komið að gagni til áburðar, en hinsvegar er það galli á leðjunni sem áburðarefni, að jámið er að mestu leyti í ferrósambandi, en það samband er skaðvæntjurtagróðri. skyldi þyngja að, eða þá að reyna að fylgja þessum farvegi, og var sú leið beinni, en miklu óvissari. Afréðum þó, að halda þá leið, til þess að kanna betur þá hlauprásina, enda birti þá í lofti og sjatnaði þokan. Var þar mun tröllslegra um að lítast en á hinum fyrri stöðvunum; var sem skeifumyndaður hamravegg- ur, þar sem brotnað hefir úr jöklinum og farvegurinn hefst, að því er séð verður nú. Þó komumst við þar ofan á einum stað og ætluðum að fara eftir gljúfrinu; gekk það slitrótt, og urðum ýmist að klöngrast uppi við gljúfurbarminn eystra, sem var flár nokkuð, eða niðri við rásarbotn - stundum eftir honum. Komum þar, er jöklinum tók að halla ofan, að jakadröngum miklum, er við sáum neðan af Sandi um morguninn og hugðum bjargtinda í fyrstu6; var þar einn, er líktist Reynisdröngum í Mýrdal, svo að furðu gegndi. Hef- ir hann eflaust verið um 25 metra hár norðanmegin, en að sunnanverðu gekk halli niður af honum ofan í skoming í botni gljúfursins, og hefir allur sá halli ofan af tindi drangsins sjálfsagt verið helmingi meiri, eða um 50 m. Gegnt honum, til útsuðurs, gnæfði við hinn gljúfurbarmurinn, þverhníptur sem hamraveggur, en varla hærri en 30—40 m. Var þar tilkomumikið um- horfs og harla einkennilegt, er kvöldgeislunum stafaði á tindana. Stóðum við þar nokkra stund, heillaðir af þessari undursamlegu sýn, er svo var stórhrikaleg og þó fögur. Gerðistnú gljúfriðenn klungróttara, er neðar dró í jökulinn, og urðum við að leita upp á austurbarm- inn, því að víðaþvertók fyrir, að komizt yrði niðri. Tók farvegurinn líka að verða óreglulegri og lokaðist víst að mestu nokkuru neðar, nema smásprungur margar, er gengu niður úr gegn. Héldum nú austur á bóginn, þangað til fyrir okkur varð brautin í sandinum, þar sem við fórum um morguninn; var þá skammt eftir ofan skriðjökulinn, því að all-lengi höfðum við fylgt jökulgljúfrunum, er lágu nokkum veginn í þá stefnu, er við áttum að fara ofan. Þetta var um miðaftan. Klukkan 7 komum við svo ofan, og höfðum ver- ið 9 stundir á jökli, oftast á ferli; höfðum varla notið hvíldar meira en eina stund þar uppi. Hittum nú fé- laga okkar með hestana. Lét hann vel yfir dvölinni þar um daginn, nema hvað hann hefði þó heldur kosið að hafa verið uppi á jöklinum í svo góðu veðri. Hafði 6Hafa drangar þessir sjatnað mjög í sumar (1919), sem vonlegt er. Voru áður miklu hærri tilsýndar, að sögn margra. 92 JÖKULL, No. 42, 1992
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.