Feykir - 26.09.1990, Qupperneq 1
rafsjá
Sérverslun
með raftæki
Sæmundargötu 1
Sauðárkróki
Það var ekkert grín að vera busi í Fjölbrautaskólanum á Sauðákróki sl. föstudag, en þá
fór fram þessi árlega skírnarveisla í skólanum. Busarnir fengu að ganga í gegnum hinar
ýmsu þrautir sem fylgja deginum og var hráslagalegt veður ekki til að bæta það.
Talsverður áhorfendaskari fylgdist með, mestmegnis nemar úr grunnskólanum,
upprennandi busar.
„Svo hátt hlutfall salmonellu-
mengunar ekki fundist hér”
segir heilbrigðisfulltrúi vegna blaðafregnar
„Frétt í Mbl. sl. sunnudag uni
salmonellumengun í Skaga-
firði vekur furðu mína, ogeins
er ég hissa á að ekki hafi verið
haft samband við mig áðuren
fréttin var skrifuð. Eins liátt
hlutfall salmonellumengunar
og fram kemur í fréttinni
hefur ekki fundist á Skaga-
fjarðarsvæðinu þann tíma sem
ég hef gengt starfi hér”, segir
Sveinn Guðmundsson heil-
hrigðisfulltrúi Norðulands vestra.
Hann segir að í fréttinni sé
ekki tilgreint um hvaða sýni sé
að ræða og fólk geti því leitt
hugann að matvælum. Þá gefi
niðurstöður neysluvatnssýna
ekki ástæðu til að óttast
salmonellumengun þar. Frétt
sunnudagsblaðsins sé því
tilhæfulaus.
í frétt Morgunblaðsins
fullyrðir Birgir Þórðarson
hjá Hollustuvernd að rann-
sóknir sem heilbrigðiseftir-
litið á Sauðárkróki liafi gert
staðfesti mjög mikla hættu á
salmonellumengun, þar sem
smit hafi reynst í tveim þriðju
sýna. Sú hætta sé því
yfirvofandi í Skagafirði að
folöld drepist umvörpum
vegna smits í vargfugli eins
og gerðist í Landeyjum í
fyrra, en við ransókn þess
máls reyndist 70-80% varg-
fugls á svæðinu vera sýktur af
salmonellu.
„Keldur hafa fengið nokkuð
af máfi og hrafni héðan af
svæðinu vegna könnunar á
útbreiðslu salmonellu í kjöl-
far Landeyjartilfcllanna sl.
ár. Samkvæmt upplýsingum
frá Keldum greindist salmon-
ella í færri en 10% fuglanna.
Það er lítið eitt undir
landsmeðaltali úr sömu könnun,
en tekin voru sýni af mörgum
svæðum á landinu.
Snorri Björn Sigurðsson
bæjarstjóri var óhress vegna
þessa máls og sagði fréttina
koma einmitt á þeim tíma,
þegar nýbúið væri að ganga
tryggilega frá frárennslum
matvælafýrirtækjanna á Eyrinni.
Þá færi frágangur úrgangs úr
matvælavinnslum stöðugt batn-
andi. og nefndi Snorri
kaupfélagsmenn sem dæmi
um góða umhirðu. Líklega
væri réttast að aðilar hittust
til að fara í saumana á þessu
máli.
Dögun, Særún og
FISK bjóða í Hafþór
Talsverðar líkur voru taldar á
því að um það leyti sem Feykir
kæmi út, væri röðin komin að
tiboði Rækjtn innslunnar Dögun-
ar á Sauðárkróki í Hafþór
skip Hafrannsóknarstofnunar.
Annað hæsta tilboðið í skipið
frá Ljósavíkinni í Þorlákshöfn
yrði þá úr sögunni og komið
að tilboði Dögunar sem var
talsvert lægra en boð Þorláks-
hafnarmanna.
Fulltrúar sjávarútvegsráðu-
neytisins sem sjá um söluna
höfðu hafnað tilboði Ljósa-
víkur upp á 233 milljónir og
gert gagntilboð, sem for-
ráðamenn fyrirtækisins voru
enn að velta fyrir sér á
mánudag, en búist var við að
ákvörðun lægi fyrirum miðja
viku.
Omar Þór Gunnarsson
framkvæmdastjóri Dögunar
sagðist svo sem lítið um þetta
mál vita. Aðspurður hvort að
Dögun kæmi til með að
standa við tilboð sitt í skipið
ef til kæmi, færi sjálfsgt
eitthvað eftir kröfum ríkisins
með veðsetningar og annað,
en samkvæmt sínum upp-
lýsingum leyfði það ekki
veðsetningu á skipinu nema
fyrir 100 milljónir.
Hafþór er fremur stórt
togskip, svipaður að stærð og
Akureyrin, og var síðast
gerður út á rækju. Tólf tilboð
bárust í skipið. Auk Dögunar
buðu meðal annarra Særún á
Blönduósi og Fiskiðjan/Skag-
firðingur. Dögun bauð 212
milljónir, tilboð Særúnar var
áttunda hæsta, 196 milljónir.
og FISK 10. í röðinni, 180
milljónir. Telja má því
nánast útilokað að þessi tvö
fyrirtæki eigi möguleika á
skipinu.
Hráefnisöflun til Hofsóss:
Þrír bátar á línu
Sjö manna flokkur byrjaði um
fyrri helgi línubeitingu á
Hofsósi. Meiningin er, að
minnsta kosti þrír bátar verði
gerðir út á línu frá Skagafirði
i haust og leggi upp afla sinn á
Hofsósi. Það eru bátar
Fiskiðjunnar Eiríkur og Auð-
humla og Víkurbergið frá
Haganesvík.
Allir eru þessir bátar
svokallaðir Gáskabátar, rétt
tæplega tíu tonn að stærð og
tveggja rnanna áhöfn. Gæftir
hafa verið slæmar eins og
nærri má geta og komust
bátarnir ekkert á sjó í síðustu
viku. Vonast menn til að
tíðarfarið skáni og það verði
eitthvað í líkingu við það sem
það var í fyrra haust, en þá
var t.d. beitt nær alla daga í
nóvember.
Þess má geta að bátana
Eirík og Auðhumlu hefur
Fiskiðjan eignast í gegnurn
kvótakaup, en nægur kvóti
er eftir handa togurunum,
hvað þá bátunum í haust. Ef
á annað borð verður ein-
hvern fisk að fá, en veiðar
togara hafa gengið illa upp á
síðkastið.
Bílaviðgerðir - Hjólbarðaverkstæði
Réttingar - Sprautun
G
3QKlbilQverl($yi
^SAUDmíDll^-^^iöj
SÆMUNDARGÖTU - SÍMI 35141
Almenn rafverkatakaþjónusta
Frysti- og kæliþjónusta
Bíla- og skiparafmagn
l^TnuniH __________ Sími: 95-35519
Bílasími: 985-31419
Aðalgötu 26 Sauðárkróki_Fax: 95-36019_