Feykir - 26.09.1990, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 33/1990
Jöfnun kyndingarkostnaðar
■ RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR:
Þórhallur Ásmundsson ■ ÚTGEFANDI:
Feykir hf. ■ SKRIFSTOFA: Aðalgötu 2,
Sauðárkróki ■ PÓSTFANG: Pósthólf 4.
550 Sauðárkróki ■ SÍMI: 95-35757 95-
36703 ■ STJÓRN FEYKIS HF.: Jón F.
Hjartarson, Sr. Hjálmar Jónsson, Sæmundur
Hermannsson, Sigurður Ágústsson, og
Stefán Árnason ■ BLAÐAMAÐUR: Magnús
Ólafsson A-Hún., ■ AUGLÝSINGASTJÓRI:
Hólmfríður Guðmundsdóttir ■ ÁSKRIFTAR-
VERÐ: 90 krónur hvert tölublað; í lausasölu
100 ■ ÚTGÁFUDAGUR: Miðvikudagur ■
SETNING, UMBROT OG PRENTUN: SÁST
sf., Sauðárkróki. ■ Feykir á aðild að
Samtökum bæja- og héraðsfréttablaða.
Verslið í
heimabyggð
Nú er nærfullvíst orðið að væntanlegt
álver muni rísa á Keilisnesi á
Suðurnesjum, ef af því verður á annað
borð. Landsfeðurnir eru farnir að tala
um að bæta landsbyggðinni á einhvern
hátt upp þann tekjumissi og byggða-
röskun sem þessi ráðstöfun hefur
fyrirsjáanlega í för með sér. Hættan er
bara sú að hér verði látið sitja við orðin
tóm, eða því sem næst.
Það hefur til að mynda verið orðað,
að hagnaðinum af raforkusölunni til
álversins verði varið til að greiða niður
raforkuverð til þeirra í landinu sem
kynda upp hús sín með raforku. Oft
áður hefur svo sem verið rætt um að
koma á nokkurskonar jöfnunargjaldi,,
en menn rekið sig þar á ýmsa
annmarka. T.d. sé það ákaflega
ósanngjarnt gagnvart þeim sveitar-
félögum sem fyrr á öldinni sýndu
frumkvæði og komu sér upp sínum
eigin hitaveitum, sem í dag eru í góðum
rekstri og íbúarnir njóta góðs af með
lágum kyndingakostnaði.
Jú víst mundi meiri jöfnuður í
upphitunarkostnaði yfir landið hafa
mikið að segja, það er að segja ef það
yrði eitthvað að gagni. Oft vegur
kyndingarkostnaður þungt þegar menn
eru að velta fyrir sér staðsetningu
atvinnurekstrar. Hann hefur mikiláhrif
á markaðsverð fasteigna, og að maður
tali ekki um, að þá yrði þelta styrkur
fyrir sveitarfélög í nábýli við hitaveitu-
svæði með lágu orkuverði. Er
nærtækasta dæmi þar Sauðárkrókur og
sveitarfélögin í kring, kannski sérstak-
lega Hofsós. En Krókurinn hefursogað
til sín fólk frá Hofsósi á undanförnum
árum og á kyndingarkostnaður þar
eflaust stóran þátt.
En þrátt fyrir þessar vangaveltur hér
að framan, er full þörf á því að
sveitarstjórnarmenn og almenningur
velti því alvarlega fyrir sér, hvort ekki sé
nóg komið af því að stjórnvöldum sé
ætlað að sjá fyrir velferð fólks í þessu
landi. Er ekki hreinlega kominn tími til
að fólkið sjálft taki sig saman og stuðli í
sameiningu að uppbyggingu atvinnu-
rekstrar út um landið. Samtaka-
mátturinn getur verið sterkur og fengið
miklu áorkað, það hefur oft sýnt sig.
Frá öldungadeild og
kvöldskóla FÁS
á haustönn 1990
Innritun er hafin i öldungadeild og kvöldskóla
Gjöld í kvöldskóla fara eftir lengd námskeiðanna.
Gjald í öldungadeild er kr. 7.000fyrirfyrsta námskeið,
kr. 1.200 fyrirannað námskeið, en ekkertergreittfyrir
námskeiö umfram tvö.
Allar ábendingar um námskeiðahald eru vel þegnar.
Nánari upplýsingar og skráning í síma 35488 og á
skrifstofu FAS.
Eftirtaldir áfangar og námskeið verða í boði á
haustönn 1990.
Sauðárkrókur:
Öldungadeild: Kvöldskóli:
Enska 100, 102, 202, 212, 303.
Franska 103, 203.
Bókfærsla 103, 203.
Vélritun 102.
Skattskil 102.
Tölvufræði 103,
sérstakir æfingatímar.
Islenska 102, 202, 212.
Myndmennt 103, 203.
Varmahlíð:
(slenska fyrir útlendinga.
Saumar.
Málmsuða.
Enska I fyrir byrjendur.
Enska II.
Námskeið til undirbúnings
skriflega hluta ökuprófsins.
Hofsós:
Enska 102.
Enska 202.
Enska I.
Enska II.
Enska 102.
Enska I.
Enska II.
Hólar:
Auglýst síðar.
Hættum
að grýta
glerjum
Margir hafa liaft orð á miklu
niagni glerbrota á götuni og
bílastæðum bæjarins nú i
liaust, ekki að ósekju. Auk
óþrifnaðar sem sá ósiður
veldur, að grýta ölglerjum í
malbikið, hafa glerbrotin
reynst miður holl fyrir
hjólbarða bifreiða.
Þetta meðglerbrotin ersvo
sem ekki ný bóla. í sumar
höfðu krakkarnir í unglinga-
vinnunni þann starfa að
hreinsa bæinn eftir næturlífið
um helgar. Þegar því varsvo
hætt í haust, var það sama
uppi á teningnum og jafnan
áður. Glerbrot á víð og dreif
um bæinn.
Margoft hefur verið rætt
um að efna til herferðar gegn
glerbrotum, og vitaskuid á
ekki að þurfa að kalla út
sérstakt lið til að afglerja
bæinn eftir hverja helgi.
Oskandi væri að þeir sem
stunda þessa óskenimtilegu
yðju legðu hana niður hið
fyrsta.
Úr Flókadal.
Góð veiði í Fljótum
Lax- og silungsveiði var
einstaklcga góð í ám i Fljótuni
í sumar, en það sama verður
ekki sagt um aðrar ár í
Skagafirði og Húnavatnssýskim.
Til að mynda veiddust nú sex
laxar á fremra vatnasvæði
Flókadalsár, en lengi vel voru
menn úrkula vonar um að
nokkurn tímann mundi veiðast
þar lax. Þá er vafasamt að
nokkurn tímann hafi veiðst
jafnmikið í Fljótaá, en á land
komu í sumar tæplega 380
laxar.
Til samanburðar má geta
þess að í fyrra veiddust 319
laxar í Fljótaá, sem þótti
mjög gott, þar sem meðal-
veiði í ánni hefur verið um
150 láxar. Þyngsti laxinn úr
ánni í sumar vóg 23 pund.
sem er mjög fágætt, þó svo að
áin sé þekkkt fyrir vænan
fisk.
í Laxósi og á neðra
vatnasvæði Flókadalsár veidd-
ust um 130 laxar sem er
meira en oftast áður, og
einnig var laxinn í vænsta
lagi. En þarna er eins og í
Fljótaá, yfirleitt vænn fiskur.
Á fremra vatnasvæði Flóka-
dalsár veiddust rúmlega 1800
silungar, en þetta er í fyrsta
skipti sem veiðin er skráð.
Líklega hefur silungsveiði í
ánni ekki verið eins góð og í
fyrra, né fiskurinn jafn vænn
og þá. í fyrra veiddust fjórir
laxar í ánni, en sex nú. Áður
var aðeins vitað um einstök
tilfelli sem lax veiddist í ánni.