Feykir


Feykir - 26.09.1990, Blaðsíða 3

Feykir - 26.09.1990, Blaðsíða 3
33/1990 FEYKIR 3 Gangnamenn í erfiðleikum Gangnamenn á Auðkúluheiði hrepptu hið versta veður í síðustu viku þegar reynt var að fara í aðra leit á heiðina. Jóhann Guðmundsson gangna- foringi í Holti sagði að hann hefði aldrei lent íjafnslæmum göngum og komu hæði menn og hestar uppgefnir til hyggða seint á laugardagskvöld. Allir eru |)ó heilir og ná sér eftir góða hvíld. Um hundrað kindur fundust á heiðinni. Nokkrar varð að skilja eftir í Kúlukvíslarskála og á að reyna að sækja þær á framd ri fsdráttarvéI. Fu11víst er talið að enn sé margt fé eftir á heiðinni, enda var skyggni afleitt og oft svo mikil snjókoma eða þoka að menn sáu aðeins eitt til tvö hundruð metra frá sér. Gangnamenn voru fjóra daga á heiðinni og komust allt til Hveravalla eins og fyrirhugað var. A Grímstunguheiði fóru gangnamenn á fimmtudag og fleiri á föstudag. Mikill snjór er á heiðinni og þar erfitt yfirferðar. Á laugardag og sunnudag var þar niða- þoka og lágu menn að mestu kyrrir í skála. Á mánudag birti upp og var snjór þá verulega farinn að sjatna á heiðinni. Leit tókst vel þann dag og komu menn til byggða á mánudagskvöld með á annað þúsund fjár. Elstu menn muna ekki að gangnamenn hafi þurft að liggja tvo daga í röð vegna þoku og menn minnast heldur ekki að svo margt fé hafi koniið úr seinni göngum, enda var veður afleitt síðasta dag fyrri gangna. MÓ. Utgerð Þrastar flytur á Blönduós í síðustu viku flutti útgerð Þrastarins til Blönduóss og fékk skipið einkennisstafina HU 48. Skipið hefur lagt upp á Blönduósi síðan í fvrravetur og hefur það aflað ágætlega. Það hefur 1200 tonna þorskkvóta kvóta auk heimildar til þess að veiða rækju. Að sögn Ófeigs Gests- sonar bæjarstjóra á Blöndu- ósi hefur flutningur skipsins mikla þýðingu fyrir bæinn þar sem frá næstu áramótum verður lögum samkvæmt óheimilt að selja skip eða kvóta burt frá útgerðarstað án þess að bjóða sveitar- félaginu forkaupsréttinn. Eig- andi Þrastar er Rækjuver sem áður hafði aðsetur í Bíldudal. Frétt Feykis í síðustu viku greindi frá því að flutningur fyrirtækisins á Blönduós stæði til. MÓ. Þessa dagana er að Ijúka gegngerum endurhótum á Hofsóskirkju, en í ár eru liðin 30 ár frá byggingu hennar. Á síðasta ári var unniðað endurbótum kirkjunnar að innan, og í ár hefur verið unnið að ýmsum lagfæringum að utanverðu. Afmælis kirkjunnar verður minnst í tengslum við héraðsfund sem haldinn verður á Hofsósi bráðlega. Knattspyrnukonan góðkunna frá Sauðárkróki, Vanda Sigur- geirsdóttir var um helgina valin leikmaður ársins í kvennafótboltanum. Vanda lék mjög vel með Islands- meisturum Breiðabliks í sumar, og ekki nóg með það, heldur þjálfaði hún annan og þriðja flokk félagsins og gerði báða þessa stúlknaflokka að íslands- meisturum. Segja má að þessi nafnbót sé afar sanngjörn umbun til Vöndu sem stundað hefur íþrótt sína af áhuga og eljusemi í fjölmörg ár. Hún byrjað ferilinn í yngstu flokkum Tindastóls og lék með strákunum alveg upp í þriðja flokk. Fórsíðan til K A og þaðan lá leiðin til Akraness. Nú 25 ára gömul á Vanda að baki þrjá Íslands- meistaratitla og einn bikar- meistaratitil með Akranesi auk titilsins með UBK nú í sumar. í samtali við Feyki sagðist Vanda geta brosað breitt þessa dagana. Hún væri ákveðin í að halda áfram að leika knattspyrnu næstu fimrn árin a.m.k. Einnig hygðist hún þjálfa áfram, það væri mjög gaman af því. Hvammstangabúar fá nýjan prest f ‘rf ....iWnÍMli Hvammstangakirkja. Hvammstangabúar fengu nýjan prest á sunnudaginn, þegarsú breyting sem gert var ráð fyrir í nýjum lögum um skipan prestakalla átti sér formlega stað. Við það fluttist Hvamms- | tangi úr Melstaðarprestkalli í Breiðabólsstaðarprestakall. - .. Athöfnin átti sér stað við messu á Hvammstanga á sunnudag. Fyrrurn sóknar- prestur séra Guðni Þór Ólafsson á Melstað þjónaði fyrir altari fyrir prédikun, en síðan tók við nýi sóknar- presturinn á Hvammstanga, séra Kristján Björnsson á Breiðabólsstað. Fjölmenni var við messu, rúmlega eitt hundrað manns. Eitt barn var skírt og í messulok fór fram altarisganga, þar sem báðir prestarnir þjónuðu. Að guðsþjónustu lokinni var öllum kirkjugestum boðið upp á kafFiveitingar í félagsheimilinu á Hvamms- tanga. Þar voru séra Guðna og frú færðar þakkir og mynd af Hvammstanga frá safnaðarstjórninni í þakkar- skyni, en nýju presthjónin boðin velkoniin. Þrátt fyrir prestaskiptin hafa Hvamms- tangabúar samt ekki sagt skilið við presthjónin á Melstað, því Guðni er prófastur þeirra ennþá. Vanda Sigurgeirsdóttir getur brosað breitt þessa dagana. Knattspyrnukona ársins HUNVETNINGAR ATHUGIÐ! ERUM AÐ BÆTA ÞJONUSTUN OG AUKA VORUURVALIÐ. TÖKUMINN PESSA DAGANA LEIKFÖNG, GJAFAVÖRU, BÚSÁHÖLD OG RAFMAGNSTÆKI. NÝTT TILBOÐ Á NAUÐSYNJAVÖRUM í HVERRI VIKU. LÍTTU VIÐ VÖRUHÚS HVAMMSTANGA SÍMI12744 VERSLUN í SÓKN

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.