Feykir - 26.09.1990, Blaðsíða 4
4 FEYKIR 33/1990
Annasöm helgi hjá fjárbændum:
Líffé valið
á Ströndum
Fjárbændur úr Skagafirði og
Húnavatnssýslum voru um og
eftir helgina staddir vestur á
Ströndum að velja líffé, ásamt
ráðunautum sínum Agli Bjama-
syni og Guðbjarti Gunnars-
syni. Flest verður féð flutt á
bílum, nema úr afskekktasta
hrcppnum, Ameshreppi. Þaðan
verður á fjórða hundrað fjár
flutt með strandfcrðaskipi
einhvern næstu daga.
Það voru fjórir bændur úr
Fljótum sem fengu fé á
Norðurfirði, Steinstúni og
fleiri bæjum í Arneshreppnum.
Ef til vill hafa þeir ekki mátt
vera seinna á ferðini til að
komast landleiðina norður
Strandir. Erfið færð var á
Veiðileysuhálsi á laugardag,
og t.d. fór flutningabíll þar út
af veginum í snjó og hálku.
Örn Þórarinsson bóndi
Ökrum var nýkominn heim
af Ströndunum þegar Feykir
hafði samband við hann á
sunnudag. Kvað Örn slíka
fjárleiðangra á Strandir vera
hið mesta æfintýr, þótt þeir
væru erfiðir og erilsamir. í
þeim gæfist vart nema svona
þriggja tíma svefn á sólar-
hring. Fyrir áhugasama
fjárbændur væri ákaflega
skemmtilegt að kynnast
Strandamönnum sem lifðu
og hrærðust í sauðfjárræktinni.
Örn tók um 60 kindur í
Kirkjubólshreppi og á síðan
eftir að fá svipað úr
Þistilfirðinum.
Hafði heyrt um hreint og milt loft hér
segir dr. Milan Rosanik
körfuboltaþjálfari Tindastóls
þau eru vísast bara til í
bíómyndum.
„Ég kom hingað til íslunds vegna
þess að ég hafði heyrt að hér væri
milt og hreint loft. Ekki var svo
verra að Sauðárkrókur er svona
mikill íþróttabær. Mér líst vel á
mig hérna og hlakka til
deildarkeppninnar. Mér er sagt
að mikil stemnining sé i
íþróttahúsinu á heimaleikjum”,
sagði Dr. Mílan Rosanik þjálfari
Tindastólsliðsins i körfuholtanum
þegar Feykir heimsótti hann og
tékkneska leiktnanninn Ivnn
.lonas á dögunum.
Nú er ekki nema rúm vika
þangað til Islandsmótið i
körfubolta hefst. Þeir fjölmörgu
sem leggja leið sína á leiki
Tindastóls í „Krókódílasíkinu”
þurfa því ekki að bíða rnikið
lengur eftir að fjörið byrji.
Margir eru sjálfsagt spenntir að
sjá hvernig liðið kemur til
keppni i þetta sinn, ekki síst
vegna þess að nú leikur
þjálfarinn ekki með liðinu, en
yfirleitt er það talið vænlegra til
árangurs.
En hvernig líst Milan á lið
Tindastóls í keppni vetrarins?
„Ég veit svo sem ekki mikið
um hin liðin, en gæti þó trúað að
riðillinn sem við erum í sé heldur
sterkari. Kcflavík og Grindavík
eru líklega með sterkustu liðin,
en síðan erum við Þórsarar og
Valur sjálfsagt svipaðir. Það
kemur trúlega til með að há okkur
hvað breiddin í hópnum er lítil.
Það má í raun engin missast af
lykilmönnunum, þá erum við
komnir í vandræði, t.d. er Ivan
meiddur núna, en hann verður
vonandi kominn í lag strax í
næstu viku og örugglega fyrir
fyrsta leik.
Strákarnir
áhugasamir
Byrjunarliðið er mjög gott;
Ivan, Valur, Halli, Einar og
Sverrir. Síðan kom ungir og
reynsluminni menn; Pétur og
Kalli, og þar á eftir ungir og
snaggaralegir strákar sem nær
ekkert hafa spilað og vantar því
Dr. Mílan Rosanik þjálfari og
reynsluna. En strákarnir eru
áhugasamir og duglegir að æfa,
og þannig náurn við vonandi
langt í vetur”.
íþróttahúsið barst i tal og
sagðist Mílan ekki vera ánægður
nteð gólfið í þvi, það væri hart og
stamt og því hættara við
meiðslum. Parketgólf væru
betri, ,,en Pálmi er fínn”, bætti
leikmaðurinn Ivan Jonas.
hann við og átti þar við
húsvörðinn.
Borgin sem þeir Mílan og
Ivan eru frá, heitir Zilina og er
þriðja fjölmennasta borgin í
Slóvakíu, með 140 þúsund íbúa.
Sauðárkrókur er því ný stærð
fyrir þá. Milan á konu og
tvítugan son, aðspurður sagði
hann að það væri í lagi að vera án
þeirra einn vetur. en verra ef
fleiri bættust við hér á Krók.
Sonur lians stundar nám í
háskólanum í borginni og leikur
nteð körfuboltaliði skólans,
alveg eins og ívan Jonas gerði.
en hann er nýbrautskráður frá
skólanum.
í ensku í
fjölbrautinni
„Fólkið hérna er ákaflega
vingjarnlegt við okkur. Og það
er gaman að því livað ungu
strákarnir hafa mikinnáhuga og
eru síspyrjandi okkur”, sagði
Ivan. Líf þeirra félaga á
Króknum snýst nær eingöngu
kringum körfubolta. Til að ná
betur valdi á enskunni sem þeir
tjá sig með, sækja þeir
enskutíma i Fjölbrautaskólanum.
hjá mister Magnússyni. Mílan
þjálfarsíðan auk meistaraflokks
tvo unglingaflokka, öldunga-
flokk og kvennaflokk í blaki.
Ivan þjálfar einnig svolítið, og
t.d. hafa Neistamenn á Hofsósi
fengið hann til að þjálfa sig fyrir
annarrar deildar keppnina í
vetur.
Það trúa því kannski ekki allir
að Dr. Milan erfyrrum methafi í
hástökki í Slóvakíu. Það var
fyrir 25 árum sem hann stökk
2.01 metra. í dag er liann á 49.
aldurári og á að baki gífurlega
reynslu sem körfuboltaþjálfari.
T.d. var hann i fyrra landsliðs-
þjálfari Tékka.
1 --------—......
Undir Nöfum
Það er grámyglulegur
morgunn á Króknum, eins og
þeir hafa verið svo margir í
haust. Krapið hrannast upp
út við gangstéttarkantinn og
Stóllinn hvítur alveg niðurá
Reykjaströnd. Þær eru líka
krapaðar rúðurnar á Land-
rover jeppanum, sem rennir
inn á planið hjá Búnaðar-
bankanum. Og hún er líka
kuldaleg gamla konan sem
kappbúin kemur gangandi
eftir Vinabæjarstéttinni sunnan-
að. Þegar hún á nokkur skref
ófarin upp á stéttina við
bankann, stígur bóndinn út
úr jeppanum. Þetta er þá
gamall kunningi hennar af
Skaganum.
Komdu blessaður og sæll
Jón minn. Hvernig hafiði
það þarna úti á Skaganum
núna? Hann kólnaði óvenju
snemma núna.
Já, satt segirðu Bogga mín
hann gerði það, og þetta er
bölvað vesen að standa í
fjárragi eins og tíðin hefur
verið. En hvað er að frétta úr
Króknum?
Það er svo sem ósköp lítið.
Lífið gengur sinn vanagang
frá degi til dags. Það er helst
að fólki hafi orðið tíðrætt um
framboðshugleiðingar sóknar-
prestins okkar undanfarið.
Já, auðvitað hlýtur fólk að
tala um það. Og hvað finnst
því?
Ja, ég hélt nú reyndar að
séra Hjálmar hefði nóg að
gera, og sama ætti nú líka við
skólastjórana okkar báða.
Og mér er ómögulegt að skilja
hvernig þessir menn ætla að
geta sinnt öllu því sem þeir
hafa á sinni könnu. Eg hef
heyrt talað um ofurmenni, en
Já, satt segirðu Bogga mín
það er eins og þaðsæki í sama
farið hjá þessum æðstu
mönnum uppeldismála á
Króknum. En mér líst nú
bara vel á það að Hjálmar
fari í framboð. Gunnar í
Glaumbæ skilaði þessu öllu
ágætlega á sínum tíma. Og
kannski kernur Hjálmar því í
verk sem enginn þingmanna
kjördæmisins hefur haft
sinnu á til þessa, að útvega
okkur almennilegan vegfyrir
Skagann.
Ja, Jón minn ég get nú
bara ekki hugsað mér hann
séra Hjálmar í því að berjast
fyrir einhverjum vegarspotta,
hvort sem væri út á Skaga
eða fram í Lýtó. Það er líka
ansi hætt við að hann hafi þá
ekki tíma til að líta við á
þorrablótinu hjá okkur í
kvenfélaginu. Hann er svo
ljómandi skemmtilegur þegar
hann reitir af sér brandarana
og er með vísurnar á
hraðbergi hver annarri betri.
Það er leitun að jafnskemmti-
legum manni við slík tækifæri.
En það þýðir víst ekkert fyrir
mig að fárast, Jón. Oll höfum
við óbundnar hendur, sagði
Bogga. Og þau Jón gengu
inn í bankann úr haustkulinu.