Feykir - 26.09.1990, Síða 5
33/1990 FEYKIR 5
Aldursforseti bæjarstjómar Blönduóss:
„Megnið af þeim eru krakkar”
,,Jú það er alveg rétt að ég er
töluvert eldri en aðrir í
bæjarstjórninni. Það má segja
að megnið af bæjarfulltrúum
séu krakkar, vegna þess að
þau ólust upp á sama tíma og
mín börn”, sagði Guðmundur
Theódórsson mjólkurfræðing-
ur á Blönduósi, en hann er
aldursforsetinn í bæjarstjórn-
inni þar, verður sextugur á
næsta ári.
,,Þetta er annað kjörtíma-
bilið mitt, en ég er búinn að
stússast mikið í félagsmálum,
hef ákaflega gaman af því.
Annars er ómögulegt að
segja hvað maður heldur
lengi áfram í þessu. Maður
fer að þreytast á þessum
aldri”, sagði Guðmundur.
Hann og samflokksmaður
hans mega nú sætta sig viðað
vera í minnihluta í bæjar-
stjórninni eftir að hafa veriðí
meirhluta í fjölda ár.
Svarti reykurinn
var fyrirboði
í blaðinu „Feyki” frá 5.
september sl. er dálkur sem
nefndur er „Þá var hann
svartur”. Greinarstúfur þessi
getur um að fulltrúar á síðasta
Fjórðungsþingi Norðlendinga
hefðu ekki haft mikinn áhuga á
að ræða um umhverfismálin,
sem voru annað aðalmálið á
þinginu. I dálknum er þess getið
að bæjarbúunt á Sauðárkróki
hafi fundist það táknrænt að á
sama tíma, sem umhverfismálin
voru rædd í íþróttahúsinu voru
öskuhaugar Sauðárkróksbæjar í
essinu sinu og spúðu sótsvörtum
reyk yfir Nafirnar. Ályktun
höfundar er sú, að ekki hafi sést
svo svartur reykur síðan páfa-
kjör hafi misheppnast um árið.
Þetta er ágæt samlíking. Ætíð er
komist að niðurstöðu um
páfakjör, svo var og raunin um
Fjórðungsþing Norðlendinga varð-
andi umhverfismálin.
Sérstök þingnefnd fjallaði um
þennan málaflokk og innan
hennar fóru fram miklar
umræður um málið og niður-
stöður voru tillögur þingsins.
Fjórðungsmála- og allsherjar-
nefnd gerði tillögur um megin-
verkefni Fjórðungssambands Norð-
lendinga á næsta starfsári, að
umhverfismálin verði megin-
verkefni þess.
Tillaga þessi var samþykkt
sem ályktun þingsins.
Þar er bent á:
a) Samráðsfundi í samvinnu
við sérfræðinga og umhverfis-
ráðuneytið um fyrirkomulag
sorphirðingar, sorpeyðingar, söfn-
unarstaði, brotmálma og um
hollustuhætti og mengunar-
varnir.
b) Stuðlað verði að samstarfi
sveitarfélaga um sorpeyðingu og
að staðarvali fyrirsöfnunarstaði
fyrir brotmálma.
c) Haldnir verði samráðs-
fundir eða ráðstefnur umhverfis-
og gróðurvemdamefnda á Norður-
landi.
d) Haldnir verði kynningar-
fundir meðal almennings í
samvinnu við umhverfisráðu-
neytið.
„Það var skipt um forustu,
Hilmar Kristjánsson hætti,
og þess vegna held ég að
breytinganna vegna hafi
þeim fundist að þeir yrðu að
losna við okkur. Það var
búinn til ágreiningur um
áherslur í hafnarmálum. Við
sögðum hreint út fyrir
kosningar að það þýddi
ekkert að koma með höfnina
sem kosningaloforð, þarsem
það væri búið að bíða eftir
fjárveitingum í hana til fjölda
ára. Þetta notuðu þeir síðan
gegn okkur, og sögðu að við
vildum ekki höfnina, sem er
auðvitað fjarstæða”.
En hvernig er samkomu-
lagið í bæjarstjórninni hérna?
Er það eitthvða í líkingu við
„habítinn” sem var hjá
nágrönnum ykkar á Skaga-
strönd í fyrra?
„Nei blessaður góði. Okkur
gengur vel að koma okkur
saman um hlutina, þó
stundum komi auðvitað upp
Guðniundur Theódórsson.
smá málefnaágreiningur”.
Hver eru svo helstu
verkefni bæjarsjóðs í dag?
„Við tökum í notkun á
næstu dögum þrjár skóla-
stofur í iþróttahúsinu. Þá er
verið að byggja fjórar
kaupleiguíbúðir og síðan
stendur til að malbika
nokkrar götur. Okkur er
þröngur stakkur sniðinn í
framkvæmdum, og spurning
hvort okkur tekst að halda
okkur innan fjárhagsáætlun-
ar. Við viljum gera ýmislegt
en verðum víst að taka mið af
henni”, sagði Guðmundur að
endingu.
e) í lok umhverfisárs í júni
1991 verði haldin ráðstefna um
umhverfismál í Norðurlandi.
I ályktun þingsins frá um-
hverfisnefnd er því beint til
umhverfisráðherra, að jöfnuð
verði kostnaðarleg aðstaða sveitar-
félaganna til að vinna að
mengunarverkefhum. Einnig var
samþykkt tillaga frá umhverfis-
nefnd um breytingar á laga-
ákvæðum um friðun fugla
varðandi eyðingu vargfugls. I
síðasta lagi varsamþykkt tillaga
um að stórauka framlög tii
Iandgræðslu.
Hér tala niðurstöður þingsins
skýru máli og þarf engann að
undra að upp komi svartur
reykur á meðan að menn deila
um málin. Svo er á fjórðungs-
þingum eins og við páfakjörin að
menn ganga ekki frá borði fyrr
en að fengnum niðurstöðum.
Þetta er mikilvægara en skemmti-
legar umræður einar sér. Svarti
reykurinn á Nöfunum boðar í
besta skilningi upphaf þess að
bæjaryfirvöld á Sauðárkróki og
önnur sveitarfélög í Skagafirði
leysi svarta reykinn af hólmi,
með nýtískulegri sorpeyðingu
Feykismönnum til gleði. Árangur
af gagnlegum umræðum og
fyrirheitum á síðasta Fjórðungs-
þingi Norðlendinga.
Með fyrirfram þökk fyrir
birtinguna og vekja athygli á
góðu máli.
PIPOLAKI • KULDAHÚFUR OG
BÖND • NÝJAR • BARNAÚLPUR
ARENA SUNDFATNAÐUR
NÝKOMNAR
ARENA HJÓLABUXUR
ADIDAS
REGNGALLAR • VINDGALLAR
• GLANSGALLAR •
ADIDAS HANDBALL SPECIAL
INNANHÚSSKÓR
ADIDAS JOGGINGSKÓR
• KÖRFUBOLTASKÓR •
ADIDAS INNANHÚSSKÓR
• INNISKÓR •
NÝKOMIÐ ÚRVAL AF
ADIDAS
TÖSKUM OG POKUM
BOLUM OG STUTTBUXUM
•
HAGLASKOT • RIFFILSKOT
BYSSUR
VERSLUNIN TINDASTÓLL
SPORTVÖRUPUÐ
TINDASTOLS
FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM
Áskell Einarsson.
Hólavegi 16 - Simi 35119 • 550 Sauóárkróki