Feykir


Feykir - 26.09.1990, Qupperneq 6

Feykir - 26.09.1990, Qupperneq 6
6 FEYKIR 33/1990 Kallað á hjálp Sögn Ingibjargar húsfreyju Markús- dóttur í Ási í Vatnsdul. 1908. Handrit Odds Björnssonar. Arið 1848, laugardag einn |í ágústmánuði, var fólk allt við heyvinnu suður og niður á engjum hjá merkisbóndan- um Jóni Skúlasyni á Hauka- gili í Vatnsdal. Þá var ráðsmaður hjá honum Jóhann Einarsson, bróðursonur hans, er síðar varð sjálfseignar- bóndi á Kistu í Vesturhópi, | og bjó þar til dauðadags. En ráðskona var þar Ingibjörg Markúsdóttir, sögukona mín, I fósturdóttir Jóns, þá um tvítugt; voru þau Jóhann uppeldissystkin. Síðar giftist hún Guðmundi Jónassyni, hreppstjóra, í Ási; hún er merk kona, skýr og fróð. — Um hádegisbilið sækir svefn svo mikill á Jóhann, að hann segir við Ingibjörgu, að hann haldi að hann verði að'leggja sig fyrir. Sefur hann svo lengi, að Ingibjörgu tekur að undra svefn sá; fer hún þá og vekur hann og spyr, hvað hann sé að hugsa; en Jóhann I bregzt önugur við og leggst laftur til svefns. Furðar alla, lhve lengi Jóhann svæfi, því að eigi var hann maður værugjarn. Jóhann gat eigi um drauma sína við menn; en jsíðar um daginn urðu menn þess varir, að hann gengur suður og upp á Háls. sem Ijalllendið vestan Vatnsdals nefnist, og kemur eigi aftur fyrr en einhvern tíma um nóttina, er menn voru gengnir til náða. Gat hann eigi um það við nokkurn mann, hverra erinda hann hefði farið. — Um kvöldið þennan sama dag rakst Ingibjörg á blað uppi á hillu; voru þrjár vísur skrifaðar á það. Litlu síðar kvað hún vísurnar, svo Jóhann heyrði. Spurði hann þá, hvaða vitleysu hún væri að kveða. Kvaðst Ingibjörghafafundið vísurnar umrætt laugardags- kvöld, skrifaðar með hendi Jóhanns, enda hefði Steinvör, gömul kona, er á heimilinu var, sagt sér, að hann hefði skrifað vísurnar, þegar hann kom heim að borða miðdegis- matinn þennan laugardag. Gat Jóhann eigi borið á móti því. Fékk Ingibjörg þá að vita, hvernig á vísunum stóð. Sagði Jóhann, að þegar hann hefði sofnað um daginn á engjunum, er svefninn sótti fastast á hann, þá þóttist hann vera staddur vestur á milli Kvísla, en svo nefnist llatneskjan uppi á hálendinu milli Kornsár að austan, er rennur út með Hálsinum að vestan, og Gljúfurár að vestan, er rennur út með Víðidalsfjalli að austan, en langdrægt stundar gangur er milli Kvislanna. Þóttist Jóhann vera hjá svonefndri Hofsels- vörðuflá, þar sem haft var í seli frá Hofi, þó svo að bærinn sé utar í dalnum. Kemur þá til hans kona ein, dökkklædd; hún var áhyggju- full og kvað vísu þessa: Hestur hefir horfið mér, hér frá greina má ég beimi; hundar éta hræ hans hér, holtadýr og fugl í geirni. Þá var það, að Ingibjörg vakti Jóhann. Var hann þá svo máttdreginn og svefn- þrunginn, að eigi fékk hann staðið upp. Kemur þá enn hin sama kona til hans og kveður vísur þessar: Geng ég hér um grýtta grund grátandi og styn af mæði. Komdu nú með karska lund klár að bjarga úr foræði. Fyrir mig kom fárleg þraut, forlög munu valda; bjargaðu úr blautri laut, bur ótregur skjalda. Vaknaði Jóhann þá. Hafði draumur þessi svo mikil áhrif á hann, að hann mátti eigi kyrru fyrir halda. Lagði hann því af stað, svo fljótt sem hann fékk því við komið. og hélt á þær stöðvar, er hann þóttist staddur í svefninum. ^mrny ■ /Wn ?n'v' Hittir hann þar fyrir brúnan stóðhest, afbragðs fallegan; hafði hann sokkið í dý og fékk engan veg komizt. Tókst Jóhanni að kippa hestinum upp úr dýinu. Eigi þekkti hann markið; setti hann það á sig og ætlaði að fá nánari vitneskju um hestinn, er stóði yrði smalað þá um haustið. En það kom fyrir ekki, því að aldrei framar varð hann hestsins var, né gat haft neinar spurnir af honum eða markeigandanum. Þess má geta, að Jóhann var alls eigi skáldmætur og gat aldrei gert vísu, hvorki fyrr né síðar, svo að menn viti. Reiða til höggs Fréttaritari Feykis, ritargrein á baksíðu blaðsins 5. september sl. er hann nefnir „Álmálið í brennidepli” og finnst fátt um atvinnumálaumræðu siðasta Fjórð- ungsþings Norðlendinga. Sagt er að Fjórðungssamband Norð- lendinga hafi reitt hátt til höggs að nefna umræðufund um atvinnumál: „Snúum vörn í sókn Norðurland á tímamótum”. Þá segir greinarhöfundur að varla hafi verið minnst á þær atvinnugreinar sem fyrir eru t.d. Iandbúnaðarmál. Á þessu þingi var gerð mjög skelegg ályktun um landbúnaðarmál og voru þau mál mikið rædd á þinginu. Þessi málaflokkur hefur skipað meira rúm á undanförnum þingum en ýmis önnur að- kallandi mál. Tvær sérstakar ráðstefnur hafa verið haldnar á vegum Fjórðungssambands Norð- lendinga á síðustu árum. Á þessu þingi voru framsöguræður urn sjávarútvegsmál, ferðamál og um áhrif þjónustu og skólakerfis á búsetuþróun í landinu. Það er því á misskilningi byggt að ekki hafi verið rætt um þær atvinnugreinarsemfyrireru í norðlensku athafnalífi. Á fjórðungsþingi 1989varrætt um dreifbýlisverslun og um almennan iðnað. Það er ekki að skjóta yfir markið að ræða það mál sem getur verið örlagavaldur um alla búsetuþróun í landinu. Þaðskal ekki dregið í efa að land- búnaðurinn stendur höllum fæti. Þess er að geta að um sania Ieyti og Fjóðungsþing Norð- lendinga var haldið á Sauðár- króki, héldu bændur að Reykjum í Hrútafirði sitt Stéttarsambands- þing. Það er þvi að bera í bakkafullan lækinn að bæta verulega um með ræðuhöldum á Fjórðungsþingi Norðlendinga. Þess er getið í umræddri fréttagrein að engir sveitarstjómar- menn hefðu tekið þátt í umræðu unr álmálið. Það skal tekið undir það, að þingmenn voru nokkuð aðgangsharðir um ræðupúltið. Þegar ályktun atvinnumála- nefndar um álmálið kom til umræðu, áttu sér stað umræður um það mál og atkvæðagreiðsla sýndi vel hug þingheims til málsins. Það er fullyrt hér að grein þessi er ekki skrifuð af óvild. Hitt er ljóst að höfundur hefur ekki notið réttra upplýsinga um verkefni þingsins. Með fyrirfram þakklæti Áskell Einarsson framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Norðlendinga. Leiðrétting I grein um Fornbókasölu Ingólfs Agnarssonar í síðasta blaði misritaðist nafn fyrir- tækis þeirra Þorvalds Þorvalds- sonar og Björns Guðmunds- sonar. Það hét Bifreiðastöð Sauðárkróks en ekki Bifreiða- stöð Skagafjarðar eins og stóð í blaðinu. Auglýsendur! Feykir er lesinn á velflestum heimilum Norðvestanlands Áskrifendur athugið! Þar sem útgáfa Feykis byggist að miklu leyti á áskriftum, eruð þið vinsamlegast beðnir að draga ekki greiðslu gíróseðla Feykir

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.