Feykir - 17.10.1990, Síða 4
4 FEYKIR 36/1990
Frá alda öðli hcfur útþráin hlundað í mörgum
landanum. Ekki samt endilega til að öðlast fé og
frama að hætti fornkappa, heldur miklu fremur til að
sjá sig um og kvnnast nýjum lifnaðarliáttum og
lífsstíl annarra þjóða. Til að mynda liefur á síðari
árum færst í vöxt að íslcnskar unglingsstúlkur fari
sem ,,au-pair” til annarra landa. Margar stúlkur
hugleiða þessa leið til að lialda á vit ævintýranna út í
hinn stóra heim, en flestar gera þær sér alls ekki
grein fyrir að það er annað en segja það, að vera einn
í ókunnu landi og alveg undir hælinn lagt hjá hvernig
fólki viðkomandi lendir. A einstaka stöðum getur
vinnuálagið verið svo mikið, að það jaðri við
,,nútímaþrælahald”, sérlega ef tekið er tillit til
launanna. Dögg Kristjánsdóttir 19 ára stúlka frá
Sauðárkróki var licppin, en hún segir sumar stöllur
sínar sem voru samtíða henni í Sviss ekki
jafnheppnar.
Dögg við brottförina á fluvellinum ásamt sonum húsfreyjunnar, sem hún ætlar að yæta í mánuð
næsta sumar.
„Ég mátti teljast sérlega heppin”
Spjallað við Dögg Kristjánsdóttur sem var au pair í Sviss
..Mig hafði lengi langað til
að gerast au-pair. Ætlaði til
Bandaríkjanna, en mamma
vildi ómögulega að ég færi
þangað. Svo frétti ég af
stelpu sem auglýsti eftir
plássi í Sviss og setti mig í
samband við hana. Með
aðstoð hennar réð ég mig til
Ijölskyldu ekki langt frá
Zurich. Það hiitist þannig á
að mamma og pabbi voru
erlendis þegar ég ákvað
þetta, og daginn eftir að þau
komu heim var ég lögð af
stað suður og flaug út 24.
október í fyrrahaust”, sagði
Dögg í upphafi spjalls síns
við blaðamann Feykis.
Eg hafði gert mér í
hugarlund að þetta vrði nú
ekki svo ósvipað Króknum,
stutt úl í búð og svona. En
það var eitthvað annað. svo
ólíkt sem mest gat verið.
Þetta var sveitaþorp með
rúmlega 10 húsum. og ekki
einu sinni sjoppa á staðnum.
Nokkurs konar svefnbær frá
borg þarna í nágrenninu.
Leiddist hræöilega
fyrstu þrjár vikurnar
Síðan féllust mér næstum
hendur þegar ég kom heim af
flugvellinum til svissnesku
fjölskyldunnar. Húsið sem
hún bjó í virtist mér ekkert
sérlega vistlegt. Það var á
þremur hæðum og á efstu
hæðinni var herbergi tveggja
ungra sona húsfreyjunnar,
gríðarstórt. En mér var ætlað
pláss þar fyrir framan.
Einungis dýna var á gólfinu.
náttborð og skápur. Síðan
var þarna tjald sem ég gat
dregið fyrir, þetta var allt og
sumt. En ég fór nú fljótlega á
stúfana og fann þarna í
húsinu gamlan sófa og
fornfálega kommóðu sem ég
lekk að flytja inn til mín.
Þetta hafa verið mikil
viðbrigði fyrir þig. Leiddist
þér?
,,Já. mér leiddist hræðilega
þrjár fyrstu vikurnar. en
þorði ekki að segja neinum
frá því. Svo lagaðist þetta
þegar ég fór að kynnast betur
strákunum sem ég passaði og
krökkunum þarna í kring.
En hvað gerði þetta fólk
sem þú varst hjá?
„Konan var enskukennari,
en maðurinn vann hjá stóru
tölvufyrirtæki. Konan var
með dellu fyrir hestum, á
fjóra íslenska hesta og einn
írskan. Eg hafði það hlutverk
að gefa þeim og kemba á
hverjum degi. auk þess að
hugsa um heimilið á meðan
hún var að vinna. En ég fór
aldrei í útreiðartúr alla þessa
níu mánuði sem ég var úti.
Þeir voru svo ungir og
ótamdir hestarnir”.
Var búin að fá nóg
eftir fjóra mánuði
Síðan þurfturðu líka að passa
tvo aðra stráka?
„Já, hjónin voru bæði
fráskilin. Maðurinn var í
samtökum sem annast börn
alkóhólista og eiturlylja-
sjúklinga. I sínu fyrra
hjónabandi hafði hann tekið
barn í fóstur auk sinna
fjögurra, sem nú eru öll
uppkomin. Því hafði lengi
verið lagt að þeim hjónunum
að taka börn í fóstur. Þegar
ég var búin að vera þarna í
mánuð birtust svo tveir
strákar til viðbótar, sem ég
átti að passa án þess að á það
hefði verið minnst við mig. A
sama tíma þurfti svo konan
að bæta við sig tímum í
kennslunni. svo að þetta var
orðin stíf vinna hjá mér með
strákana. Að auki gerði
tungumálið mér erfitt fyrir.
Eftir Ijóra mánuði var ég
alveg búin að fá nóg og sagði
að annaðhvort færi ég eða
strákarnir. Synir hjónanna
voru líka á mínu bandi.
þannig að niðurstaðan var sú
að strákarnir fóru.
Var vinnuskvldan mikil
hjá þér?
„Nei, ég held ég megi
teljast alveg sérlega heppin
miðað við það sem gerist. og
ég vissi til með aðrar stelpur
þarna. Eg átti t.d. að fara í
hesthúsið á sunnudagsmorgn-
um, en konan gerði það
stundum fyrir mig og lofaði
mér að sofa fram eftir. Þau
voru aldrei neitt að reka á
eftlr mér og voru ákaflega
almennileg í alla staði.
þannig að ég get ekki sagt
annað en mér hafi liðið mjög
vel þarna úti. Þau sáu t.d. til
þess að ég kæmist í skóla til
að læra þýsku einu sinni í
viku. mér að kostnaðarlausu.
Jólin og áramótin
erfiður timi
Ég varð hins vegar vör við
ákaflega mikið vinnuálag á
sumum stelpum. Hjónin áttu
SKAGFIRÐINGABRAUT6.
SÍMI : 36069
OPIÐ MÁNUD,- FÖSTUD. 'éÁ
9.00-12.00 OG 13.00-18.00
LAUGARDAG 10.00 - 14.00
'VERIÐ VELKOMIN
L'ORÉAL