Feykir


Feykir - 17.10.1990, Side 6

Feykir - 17.10.1990, Side 6
6 FEYKIR 36/1990 hagyröingaþáttur 83 Heilir og sa'lir lesendur góðir. Það hel'ur haustað snemma árið sem Indriði Aðalsteinsson á Skjaldfönn \ ið ísafjarðardjúp orti s\cr. Veturinn úr böndum brvst. blcmi og grösin deyja. Þetta sumar endist \íst ekki til að heyja. .lón Guðmundsson HcSlrna- koti vrkir svo. Svört nú hanga svipill sky. sól á vanga grætur. Dapurt angur drýpur því dimmar langar nætur. Onnur vísa kemur héreftir Jón og er það hringhenda eins og sú fyrri. Jóna lljót í ferðum má frá sér róta glaumnum. Hyggin snót með hvra brá heldur móti straumnum. Getur einhver af íésendum þáttarins gefið mér upp- lýsingar um höfund eftir- farandi vísu? Grær á melum rósin rótt, rauna dvelur stundin. Eftir hélu eina nótt er hún heli bundin. Arndís Sigurðardóttir frá Straumsfirði er höfundur næstu vísu. Elli í llestu á mér sést. engan frest hún býður. þrekið brestur. það er \erst. þegar mest á ríður. Þá hefur það einhvern \eginn komist inn á hausinn á mérað þessi kunna vísa um Bjarna Bjarnason lækni sé einnig eftir Arndísi. Þeir eru fáir svo fræknir fremstan hann Bjarna ég tel. Söngvari. leikari. læknir og lánast það alltsaman vel. Lengi hafa verið skiptar skoðanir um skáldskap engu síður en margt annað. Sá hefur ekki fengið sérstök meðmæli, seni ort er um í næstu vísu. Höfundur er Arnór Steinsson. áður bóndi á Narfastöðum i Melasveit. Helgi myndar hróðrarlag, hlífist ei við striti. I nginn hel'ur áður brag ort af minna viti. Eitt sinn. ér Arnór hafði selt góðan reiðhest. orti hann þessa vísu. Enga skemmtiferð ég fer fyrst að þú ert seldur. Eignaleysið einatt mér ömurleika veldur. Ein vísa kemur hér enn eftir Arnór. og er hún ort um aldraðan gcíðhest. Mevjarhugur mörgum brást \ ið meiri og betri kynni. en gæðingurinn á sér ást evkur hverju sinni. Langt er síðan birst hal'a vísur hér í þættinum eftir Agúst Sigfússon. Hér kemur ein eftir hann, og er hún eins og flestár hans vísur. hring- hent. Þó að sindur biturs böls bera uni tinda streymi. ég frá lindum ástar öls unaðs mvndir geymi. Mig minnir að ég hafi áður birt í þessum þáttum vísur eftir Einar Þórðarson. áður bónda á Innri-Skeljabrekku í Andakílshreppi. Hér koma nokkrar eftir Einar. Astin mín um æ\ isvið illa festi rætur. því ég komst í kvnni við kvikar Evudætur. Stundum hevrir maður þvi fleygt að erfitt sé að rata hinn rétta veg. Eitthvað hefur Linar orðið var við það eftir næstu vísu að dæma. Lífs ei rötum leiðirnar. láns er glötum bjargar. Verða á flötum veraldar villigötur margar. Þó talsvert sé enn eftir af þessum mánuði. höfum við landsins börn fengið að kynnast snjó og kulda. Svo hefur trúlega einnig verið. þegar Einar orti eftirfarandi vísu. Mína skrýða móður fer mjallar fríða trafið. enda líður október út í tíðarhafið. Oft er gaman af glettum þeim er skáld senda hvert öðrti. Sagt er að Heiðrekur Guðmundsson liafi ort eftir- farandi vísu. Það er létt að líða skort. lífs þá harðnar glíman. hjá þ\ í sem að hafa ort hól um Guðnumd Frímann. Þá hef ég einhvern tímann hevrt að Steinn Steinarr liafi varpað að Tómasi Guðmunds- syni þessari kveðju. Hér situr Tóniast skáld með bros á brá. bjartur og hreinn sem fyrsta morgunsárið. O! hve mig tekur vinur sárt að sjá að sál þín skuli grána fyrren hárið. Það er Aðalsteinn Ólafs- son frá Melgerði. sem vrkir svo um Ijóðagerð sumra ungu skáldanna. og er það jafnframt síðasta vísan í þessum þætti. Valda sóðar vondri pest. \ íkja góðir siðir. Gullum þjóðar granda mest gerviljóða snriðir. Veriði sæl að sinni. Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum 541 Blönduósi s:95-27I54 Tékkneski leikmaðurinn Ivan Jonas komst í mikinn ham eftir að hafa yfirunnið taugaspennnu upphafsmínútna leiksins. Hann skoraði 33 stig og fékk til þess dyggan stuðning hátt í 700 áhorfenda sem troðfylltu Síkið. „Stólarnir” stóðust prófið Sigruðu örugglega í fyrsta heimaleiknum Það rikti mikil spenna á Króknum fyrir fyrsta lieima- leiknunt í Úrvalsdcidlinni, sem fram fór sl. sunnudags- kvtíld þegar Grindvíkingar komu í heimsókn. Ahorfendur Ijölmenntu í „Síkið" og skemmtu sér konunglega, því leikurinn var skemmtilegur og heima- liðið stóðst prófið fyllilega. Þrátt fyrir slakan leik Stóla í hyrjun seinni hálfleiks var sigurinn nánast aldrei í hættu. Jafnræði var með liðunum framanaf og fyrri hálfleikur- inn jafn, en heimamenn þó ávallt með frumkvæðið. Staðan í leikhléi var 49:44. en í byrjun seinni hálfleiks kom afar slæmur kafli. Var gjörsamlega eins og hlemmur væri yfir körfu gestanna um tíma og komtist þeir þá yfir 58:55. En þetta óheillaskeið stóð ekki Iengi og fyrr en varði voru Stólarnir komnir yfir að nýju. Þrátt fyrir ágætan Ieik heimamanna stóðu gestirnir það mikið í þeim allan tímann, að forustan varð aldrei mjög mikil, mest 13 stig. Hafði þar mikiðaðsegja að Ivan og Pétur lentu í villuvandræðum oggátu lítið beittsérí vörninni lengstum í seinni hálfleiknunt. Undir lokin skildu 11 stig liðin af. 96:85. Ivan. Valur og Pétur voru sterkastir í liði Tindastóls, en einnig stóðu þeir Sverrir, Karl og Einar sig ntjög vel. Ivan skoraði grimmt eftir að hann komst af stað. 33 stig. Valur 26. Pétur 21, Sverrir 12 og Einar og Karl 2 hvor. Bandaríski ..gonnunnn" An- tony Lee skoraði mest fyrir gestina 25 stig og Steinþór Helgason. sem skoraði úr hverju 3ja stiga skotinu á fætur öðru, 22 stig. Næstu leikir Tindastóls í úrvalsdeildinni eru nk. fimmtu- dagskvöld í Keflavík og síðan konta Þórsarar í heimsókn nk. sunnudags- kvöld. Okkar innilegustu þakkir sendum við fyrir þann fjárhagslega stuðning og hlýhug sem þið veittuð okkur vegna utanlandsferðar dóttur okkar Söru Katrínar Guð blessi ykkur öll. Margrét Guðbrandsdóttir Stefán Gíslason

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.