Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2014, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2014, Side 3
Vikublað 11.–13. nóvember 2014 Fréttir 3 N íðingagangurinn fær að panta sér Kentucky einu sinni í viku. Það fá hin- ir ekki,“ segir fangi á Litla Hrauni í samtali við DV. Lengi hefur það tíðkast í íslensku fangelsiskerfi að barnaníðingar séu aðskildir að mestu leyti frá öðrum föngum og er ástæðan sögð ein- elti sem þeir urðu fyrir. Margrét Frí- mannsdóttir, fangelsisstjóri á Litla- Hrauni, segir í samtali við DV það orðum aukið að barnaníðingar fái svo oft skyndibita. Þægilegri vist Í samtali við DV segir fangi sem nýverið kom af Litla- Hrauni stéttaskiptingu tíðkast innan veggja fangelsisins. Barnaníð- ingar fái mun þægilegri vist en aðrir fangar. „Barn- aníðingarnir fá sérmeð- ferð. Það átti að passa upp á að þeir yrðu ekki fyr- ir einelti en það snerist upp í andhverfu sína því þeir fá meiri réttindi en aðrir. Þeir eru með lengri útivistartíma, og á öðrum tíma. Þeir eru með sér tíma í ræktina,“ segir fanginn sem segir að þetta fyrirkomulag leggist mjög illa í aðra fanga. „Það eru allir alveg brjál- aðir uppi á Hrauni út af þessu,“ segir fanginn. Hann segir enn fremur að föngum hafi verið tjáð að markmið- ið með þessu sé að uppræta einelti sem barnaníðingar hafi orðið fyrir af höndum almennra fanga. Öryggismál „Það er gert fyrir þeirra öryggi, að reyna að vista þá sér,“ svarar Mar- grét spurð um sérgang „manna með barnagirnd“ líkt og hún vill fremur kalla fangana. Hún seg- ir það ávallt hafa verið vandamál að tryggja öryggi slíkra fanga. „Það var ein- elti sem menn verða fyrir og af þeim sökum er reynt að vista þá sér. Það má raun og veru segja að aðrir fangar hafi mótað þessar vinnureglur, án þess að þær hafi formlega orðið til, einfaldlega vegna þess eineltis sem þessi hópur varð fyrir. Þetta hefur alla tíð verið svona og alls staðar er- lendis,“ segir Margrét. Margrét segir að það hafi gerst á flestum deildum fangelsisins að menn hafi fengið pantaðan skyndi- bita. „Það hefur komið fyrir, á flest öllum deildum, að menn fá að panta sér mat sem er sóttur af fangavörð- um. Ég gæti trúað að það sé helst á meðferðarganginum, þar sem þetta er umbun fyrir þá sem hafa staðið sig mjög vel. Þá er það allur gangurinn en ekki bara einhver einn. Þá hafa meðferðarfulltrúar náð í pítsu eða eitthvað til hátíðarbrigða,“ segir hún. Góð hegðun Spurð um hvort góð hegðun á barna- níðingaganginum kunni að skýra orð fangans um ítrekaðar KFC-sendingar segir hún það mögulegt. Hún segir það þó alrangt að það sé einu sinni í viku. „Ég man ekki eftir því að það hafi verið pantaður matur fyrir þá en hafi það gerst þá hefur það verið vegna þess að þar er yfirleitt mjög góð umgengni og rólegheit. Það hefur þá verið umbun af einhverju tagi.“ n n Fangar fokillir og segja níðinga fá sérmeðferð n Fangelsisstjóri segir forréttindi orðum aukin Hjálmar Friðriksson hjalmar@dv.is „Það eru allir alveg brjál- aðir upp á Hrauni út af þessu Umbunað með skyndibita Litla-Hraun Fangar eru óánægðir með það sem þeir segja vera forréttindi sem barna- níðingar þar njóta. P áll Ragnar Jóhannsson, fyrr- verandi starfsmaður Íslands- banka, var einnig kærður til Fjármáleftirlitsins fyrir meint brot í starfi, líkt og Halla Sig- rún Hjartardóttir, þegar hann hætti í bankanum árið 2011. Þetta herma heimildir DV. Greint hefur verið frá kærunni gegn Höllu Sigrúnu í fjöl- miðlum en ekki kærunni gegn Páli Ragnari. Kæran gegn Höllu Sigrúnu var látin niður falla en hún var vegna þess að hún var talin hafa tekið með sér upplýsingar úr bankanum. DV hefur ekki heimildir fyrir því hvað Páll Ragnar var kærður fyrir en ætla má að ekkert hafi orðið af þeirri kæru heldur hjá Fjármáleftirlitinu þar sem ekkert hefur spurst af mál- inu. Bæði fóru þau Halla Sigrún og Páll Ragnar til Straums eftir að hafa starfað hjá Íslandsbanka. Páll var, líkt og Halla Sigrún, starfsmaður fyr- irtækjaráðgjafar. Þegar Halla Sigrún hætti hjá Straumi í fyrra tók Páll Ragn- ar við starfi hennar sem fram- kvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar í fjárfestingabankanum. Halla Sigrún hefur verið til um- ræðu síðustu daga og vikur vegna stjórnarformannsstarfs hennar hjá Fjármálaefirlitinu en hún mun hætta í því starfi um áramótin. Morgunblaðið greindi fyrir skömmu frá rúmlega 800 milljóna króna hagnaði hennar af hlutabréfavið- skiptum með bréf félagsins Heddu ehf., sem átti hlutabréf í Skeljungi og færeyska olíufélaginu P/F Magni. Íslandsbanki ætlar að skoða sölu Skeljungs aftur í ljósi nýrra upplýs- inga. n ingi@dv.is Páll Ragnar líka kærður Tveir starfsmenn Íslandsbanka kærðir GÆÐAHREINSUN ÞVOTTAHÚS DÚKALEIGA Háleitisbraut 58-60 - Sími 553-1380 Góð þjónusta í 60 ár EFNALAUG ÞVOTTAHÚS SÆKJUM & SENDUMFYRIRTÆKJAÞJÓNUSTA Góð þjónusta í 60 ár

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.