Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2014, Side 4
Vikublað 11.–13. nóvember 20144 Fréttir
H
eimildir DV innan Háskóla Ís-
lands herma að í lok tíma í
stjórnmálaheimspekikúrs í
stjórnmálafræðideild síðast-
liðinn fimmtudag hafi kennarinn,
Hannes Hólmsteinn Gissurarson, gert
nemendum kostaboð. Bauð hann þrjá
doðranta; Uppsprettan, Undirstaðan
og Kíra Argúnova, eftir höfundinn
og frjálshyggjuhugmyndafræðinginn
Ayn Rand á aðeins 500 krónur sam-
tals. Bækurnar eru seldar á vefverslun
hægrisíðunnar Andríkis og kemur þar
fram að bækurnar ættu að kosta sam-
tals 10.500 krónur. Því má raunar segja
að Hannes hafi gefið nemendum sín-
um bækurnar í ljósi þess að hann ætl-
aðist aðeins til að fá tæplega 5 prósent
af uppsettu verði bókanna.
Svo vill til að bækurnar allar voru
frekar nýlega gefnar út af Rann-
sóknasetri um nýsköpun og hagvöxt,
nokkurs konar hægrisinnuðum hug-
myndabanka. Á vef setursins kemur
fram að í rannsóknarráði eru helstu
talsmenn hægristefnu innan Háskóla
Íslands; Ragnar Árnason hagfræði-
prófessor, Hannes H. Gissurarson
stjórnmálafræðiprófessor og Birgir
Þór Runólfsson hagfræðidósent.
Framkvæmdastjóri hugmyndabank-
ans er svo Jónas Sigurgeirsson, fyrr-
verandi framkvæmdastjóri BF-útgáfu
sem er í eigu Ármanns Þorvaldsson-
ar, Baldurs Guðlaugssonar, Hannesar
Hólmsteins Gissurarsonar og Kjartans
Gunnarssonar.
Útgáfa Rand-bókanna var sam-
starfsverkefni Rannsóknaseturs um
nýsköpun og hagvöxt og Almenna
bókafélagsins sem var einmitt keypt af
BF-útgáfu árið 2011. Frá því ári hefur
bókafélagið eingöngu gefið út hægri-
sinnaðan áróður svo sem Búsáhalda-
byltingin: sjálfsprottin eða skipulögð?
eftir Stefán Gunnar Sveinsson, blaða-
mann á Morgunblaðinu, og Íslenskir
kommúnistar 1918–1998 eftir Hann-
es Hólmstein. DV hafði samband við
Jónas Sigurgeirsson og óskaði eftir
bæði sölutölum sem og upplagi bók-
anna þriggja eftir Rand. Svar við þeirri
fyrirspurn hafði ekki borist DV þegar
blaðið fór í prentun. Bækurnar hafa
notuð umtalsverða vinsælda víða um
heim en í ljósi þess að bækurnar séu
nú gefnar má efast um að það sama
eigi við hér á landi. n hjalmar@dv.is
Hannes bauð bækur á kostakjörum
n Þrjár bækur Rand á 500 krónur n Sölutölur bóksala leyndarmál
Á ekki samleið
með Dögun
Þór Saari, fyrrverandi þingmaður
Hreyfingarinnar, hefur sagt skilið
við stjórnmálahreyfinguna Dögun.
Þór segir tilraunir hans, til að nýta
nýliðinn landsfund til gagngerrar
naflaskoðunar og hugmynda-
flæðis um stöðu, eðli og framtíð
Dögunar ekki hafa borið árangur.
„Niðurstaðan af þessum fund-
um sem og áhugaleysi félaga
minna í Dögun til að starfa að
stjórnmálum á öðrum forsendum
en hefðbundið er, hafa gert það að
verkum að ég á ekki lengur sam-
leið með Dögun, hvorki starfshátt-
um né hugmyndafræði.“
Verkfalli aflýst
Nýr kjarasamningur var undir-
ritaður milli samninganefndar
Sambands íslenskra sveitarfélaga,
SÍS, fyrir hönd
Kópavogsbæj-
ar og Starfs-
mannafélags
Kópavogs,
SfK, á sjöunda
tímanum í
gærmorgun.
Boðuðu verk-
falli starfs-
manna hefur því verið aflýst.
Í tilkynningu á vef Kópavogs-
bæjar segir að samningurinn sé
hinn sami og Sambandið hafi gert
við önnur bæjarstarfsmannafé-
lög í landinu og var undirritaður í
júlí síðastliðnum. Hann gildir frá
1. maí. Þá greiðir Kópavogsbær
35 þúsund króna eingreiðslu til
starfsmanna.
Skjálfti fannst í
Eyjafirði
Skjálfti upp á 5,2, sem varð í öskju
Bárðarbungu um klukkan níu á
sunnudagskvöld, fannst í Eyjafirði.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá
Veðurstofu Íslands.
Alls mældust um sjötíu skjálftar
við Bárðarbungu frá sunnudegi til
mánudags og voru nokkrir þeirra
milli fjögur og fimm stig. Skjálft-
ar hafa einnig mælst undir berg-
ganginum en ekki sást til gossins á
mánudag þar sem slæmt skyggni
var á svæðinu.
Reyna að selja
verksmiðjuna
Róbert Wessman ræðir við fagfjárfesta um kaup á lyfjaverksmiðjunni í Vatnsmýrinni
R
óbert Wessman mun ekki
eiga lyfjaverksmiðju fyrir-
tækisins Alvogen í Vatns-
mýrinni til langframa heldur
verður fundinn nýr eigandi
sem sérhæfir sig í því að eiga slík-
ar eignir. Þetta kemur fram í svari
frá Alvogen við fyrirspurn DV um
eignarhald húsins. „Eignarhald fast-
eignafélags Róberts Wessman á Há-
tæknisetrinu er því tímabundin
ráðstöfun til þess að tryggja hraða
framgöngu verkefnisins. Til framtíð-
ar verður húsið í eigu fyrirtækis sem
sérhæfir sig í rekstri fasteigna.“
Ætlunin er þá væntanlega, sam-
kvæmt skilningi DV, að eitthvert ís-
lenskt fasteignafélag kaupi húsið og
eigi það til langframa. Íslensk fjár-
málafyrirtæki til dæmis eiga slík fast-
eignafélög og eins íslensku lífeyris-
sjóðirnir. Í fyrra keyptu lífeyrissjóðir
til dæmis hús Íslenskrar erfðagrein-
ingar í Vatnsmýrinni af félagi í eigu
lögmannsins Jóhanns Halldórssonar.
Arion fjármagnar
DV.is greindi frá því fyrir skömmu
að Róbert væri nú orðinn skráður
eigandi lyfjaverksmiðjunnar. Þetta
sagði Árni Harðarson, lögmaður og
starfsmaður Alvogen, í samtali við
DV. Húsið hafði verið í eigu Fast-
eignafélagsins Sæmundar ehf. Fast-
eignafélagið Sæmundur ehf. var
í eigu fyrirtækisins Aztiq Pharma
ehf. að 60 prósenta leyti og Alvogen
Iceland ehf. að 40 prósenta leyti. Azt-
iq Pharma er í eigu félags á Cayman-
eyjum sem heitir Aztiq Cayman L.P.
Ekki liggur fyrir hvað félag Róberts
heitir sem á húsið í dag.
Árni sagði að eignarhaldið á hús-
inu hefði breyst án þess að það hefði
verið tilkynnt til hins opinbera. Eins
og er að minnsta kosti þá heldur Ró-
bert Wessman, eða félag í hans eigu,
utan um fasteign í byggingu sem er á
lóð sem Reykjavíkuborg lét fyrirtæki
sem hann starfar fyrir fá.
Fjármögnunin á byggingu hússins
stendur utan við fjármögnun á starf-
semi Alvogen sjálfs hér á landi, það
er að segja á tækjum í lyfjaverksmiðj-
una og starfsmannakostn-
aði og annað slíkt. Arion
banki fjármagnar fram-
kvæmdir við húsið, líkt
og DV hefur greint frá.
Tæplega 200 milljóna
króna skuldabréf frá
Reykjavíkurborg hvílir
á fyrsta veðrétti eignar-
innar í Vatnsmýrinni og
5,2 milljarða trygginga-
bréf frá Arion banka er á
öðrum veðrétti. Krafan frá
Reykjavíkurborg er vegna
frestaðra gatnagerðar-
gjalda sem
eigandi
hússins
þarf að
greiða
með tíð
og tíma
en
tryggingarbréf Arion er vegna fjár-
mögnunar hússins.
Gert ráð fyrir öðrum eiganda
Framkvæmdir við byggingu hússins
hófust í nóvember á síðasta ári. Hús-
ið verður um 13 þúsund fermetrar
að stærð og er gert ráð fyrir að það
verði opnað í ársbyrjun 2016. Lóð-
in undir húsið kemur frá Reykja-
víkurborg í gegnum Vísindagarða
Háskóla Íslands. Reykjavíkur-
borg lét Vísindagarða fá lóð-
ina svo það félag gæti látið
Alvogen hafa hana und-
ir verksmiðjuna. Í fréttil-
kynningu frá Reykjavíkur-
borg um framkvæmdina
kom fram að Dagur B. Egg-
ertsson, þáverandi for-
maður borgarráðs og nú-
verandi borgarstjóri, hefði
haft „frumkvæði að viðræð-
um Reykjavíkurborgar við
Alvogen um að
velja sér stað
í Reykjavík.“
Í svari
frá Pétri
Ólafssyni,
aðstoðar-
manni
Dags B.
Eggerts-
sonar,
segir: „Það var beinlínis gert ráð fyrir
því að Alvogen ætti ekki húsið.“ Hins
vegar hafi ekki legið fyrir á þeim tíma
hver myndi eiga húsið en einungis
að það yrði ekki Alvogen.
Eiga í viðræðum
Í svarinu frá Alvogen kemur fram að
viðræður standi nú yfir við aðila sem
hugsanlega vilji kaupa húsið. „Þegar
verkefnið fór af stað og framkvæmdir
hófust var ákveðið að húsið yrði rek-
ið af sérhæfðum fyrirtækjum í rekstri
fasteigna og Alvotech einbeitti sér að
fjárfestingu í þróun líftæknilyfja og
uppbyggingu á starfsemi félagsins
á Íslandi. Alvotech á nú í viðræðum
við fasteignafélög sem hafa sýnt því
áhuga að taka yfir rekstur hússins og
má búast við að frá því verði gengið á
næsta ári þegar nær dregur að verk-
lokum hússins.“
Í svarinu frá Alvogen kemur fram
að heildarfjárfesting fyrirtækisins á
Íslandi á næstu árum verði um 75
milljarðar króna en þar af hafi nú
þegar verið sett inn hlutafé í dóttur-
félag Alvogen fyrir 6,5 milljarða
króna. Þetta hlutafé stendur alfarið
utan við fjármögnun á húsinu sjálfu.
Því er um að ræða tvö aðskilin verk-
efni, annars vegar byggingu og fjár-
mögnun hússins og svo hins vegar
starfsemi og rekstur lyfjaverksmiðj-
unnar. n
Ingi Freyr Vilhjálmsson
ingi@dv.is
Rætt við fagfjárfesta
Róbert Wessman, eigandi
lyfjaverksmiðjunnar, á í
viðræðum við fagfjárfesta
um kaup á verksmiðjunni í
Vatnsmýrinni.
„Alvotech á nú í
viðræðum við
fasteignafélög sem hafa
sýnt því áhuga að taka
yfir rekstur hússins.
Gert ráð fyrir
öðrum eiganda
Gert var ráð fyrir því
að annar eigandi en
Alvogen ætti lyfja-
verksmiðjuna þegar
Reykjavíkuborg sá
þeim fyrir lóð.