Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2014, Side 8
Vikublað 11.–13. nóvember 20148 Fréttir
O
líuslys af sömu eða svipaðri
stærðargráðu og Exxon Vald-
ez hefði stórkostleg áhrif á
íslenskt lífríki og þar af leið-
andi efnahagslíf. Íslenskt
efnahagslíf hefur allt frá landnámi
verið afar háð lífríki landsins. Þetta er
meðal þess sem segir í misserishóp-
verkefni sex nemenda við Háskólann
á Bifröst. Verkefnið, sem ber heitið
Hver yrðu möguleg umhverfisáhrif
við Ísland ef olíuslys, á borð við Exxon
Valdez, yrði innan íslenskrar land-
helgi?, dregur lærdóm af því sem nú
er vitað um Exxon Valdez-slysið, yfir-
færir á íslenskar aðstæður og leggur
mat á áhrif slíks slyss.
41 milljón lítrar
Exxon Valdez var olíuflutningaskip
sem strandaði við strendur Alaska,
nánar tiltekið á Prince William Sound
í Alaskaflóa, í mars árið 1989. Það
kann að koma spánskt fyrir sjónir að
meta áhrif slyss af sömu stærðargráðu
og Exxon Valdez, enda vart um dag-
legan atburð að ræða. Þrátt fyrir frægð
umhverfisslyssins af endemum er
það langt frá því að vera stærsta olíu-
slys sögunar. Þannig komst Valdez
ekki einu sinni á lista breska blaðsins
The Telegraph yfir verstu olíuslys
sögunnar sem birtur var skömmu eftir
Deepwater Horizon-olíuslysið. Exxon
Valdez innihélt um 200 milljón lítra
af hráolíu þegar það strandaði. Talið
er að um 40 milljónir lítra hafi lekið í
sjóninn. Nokkrum dögum eftir slys-
ið brast á óveður sem dreifði olíunni
víða og magnaði áhrif mengunarinn-
ar. Þrátt fyrir gríðarlegt hreinsunar-
starf og mikið fé til uppbyggingar sér
enn ekki fyrir endann á efnahags-
og umhverfisáhrifum slyssins nú 25
árum síðar.
Fiskveiðar og ferðaþjónusta
„Olían sem fór í hafið í Exxon Valdez-
slysinu hafði gríðarleg umhverfisáhrif
á svæðinu. Fyrstu dagana myndaði
olían stóran flekk, en dreifðist svo víða
í kjölfar óveðurs sem brast á þremur
dögum eftir slysið,“ segir í skýrslu
hópsins. „Alls urðu um 1.300 mílur af
strandlengjunni fyrir beinum áhrifum
olíunnar sem raskaði verulega lífríki
svæðisins, en heildardreifing olíunnar
var um 28.500 km2 að flatarmáli. Enn
þann dag í dag gætir áhrifa á umhverfi
og dýraríki og ekki er enn vitað hvort
eða hvenær umhverfið nær fullum
bata.“
Þá segir að fiskistofnar, fuglar og
spendýr á svæðinu hafi orðið illa úti
vegna slyssins. „Talsverð rýrnun varð
í ýmsum dýrastofnum, til að mynda
laxastofnum svæðisins, en laxaganga
er töluvert minni nú en fyrir slysið.
Hámarksganga á árunum 1984 til
1988 var 23.500.000 fiskar og lágmark-
ið var 2.100.000, en hámarkið eftir
olíuslysið var 17.000.000 árið 2005 og
lágmarkið datt niður í 1.300.000 árið
2002. Talið er að um 250.000 langvíur
hafi drepist vegna olíunnar, þó að að-
eins 21.000 hræ hafi fundist, en um er
að ræða u.þ.b. 40% stofnsins á svæð-
inu. Af þeim 36 háhyrningum sem
áttu heimkynni á svæðinu hurfu 14 á
árunum 1989 og 1990, en aftur á móti
fundust engin hræ í því tilfelli. Þess
ber að geta að aðeins er um mat að
ræða og erfitt er að segja nákvæmlega
til um þann skaða sem varð, þar sem
að litlar sem engar rannsóknir voru
gerðar á svæðinu áður en slysið varð.“
Olían við Ísland
Vert er að hafa í huga að enn er
margt á huldu er varðar olíuvinnslu
við Íslandsstrendur. Árið 2008 hafði
Morgunblaðið eftir Terje Hagevang,
sem þá var framkvæmdastjóri norska
olíufyrirtækisins Sagez, að á Dreka-
svæðinu væri væntanlega að finna
ígildi tíu milljarða tunna af olíu. Terje
er í dag leitarstjóri breska fyrirtækisins
Valiant og starfar fyrir íslenska félagið
Eykon Energy. Miðað við heimsmark-
aðsverð upp á 78,9 Bandaríkjadali á
tunnu jafngildir verðmæti olíunar því
98 þúsund milljörðum króna. Komi til
vinnslu olíu er ljóst að umferð olíu-
flutningaskipa mun aukast verulega
innan íslenskrar landhelgi.
Vert er að hafa í huga að olíu-
vinnsla innan íslenskrar efnahags-
lögsögu er ekki eina olíuvinnslan sem
talist getur umhverfisógn fyrir íslenskt
lífríki. Lífríki norðurslóða er afar við-
kvæmt en auk íslenskra yfirvalda hafa
Norðmenn, Rússar og Grænlendingar
áhuga á olíuleit og vinnslu á svæðinu.
Hér á landi eru engar viðbragðsáætl-
anir til að takast á við strand stórs olíu-
flutningaskips. „Til að mynda er ekkert
íslenskt skip sem getur dregið 100.000
tonna olíuflutningaskip, strandi það
eða bili. Sá búnaður sem Umhverfis-
stofnun býr yfir er eingöngu nothæfur
í að takast á við lítil og meðalstór olíu-
slys sem verða nærri landi. Ísland er
þannig ekki í stakk búið að takast á við
stór slys á hafi úti og landið er þannig
ekki í stakk búið að takast á við stór
slys á hafi úti og þyrfti þess vegna að
leita sér utanaðkomandi hjálpar, til að
mynda frá Norðurlöndum og Evrópu-
sambandinu. Þetta veldur því að við-
bragðstími er langur og útbreiðsla og
áhrif olíuleka gætu orðið mikil.“
Stórskaðar lífríkið
Exxon Valdez-slysið stórskaðaði líf-
ríki Alaskaflóa sem svo leiddi af sér
atvinnumissi og efnahagslegan sam-
drátt á ýmsum geirum svæðisins.
Síldarstofn svæðisins hefur ekki náð
sér á strik eftir slysið með tilheyr-
andi tekjumissi. Þá misstu rúmlega
tvö þúsund frumbyggjar aðgengi að
mikil vægum fæðustofnum auk 13
þúsund annarra vegna ótta almenn-
ings um að mengun væri að finna í
fiski á svæðinu. Ótta sem minnkaði
eftirspurn eftir fisk af svæðinu umtals-
vert. Ferðaþjónusta varð fyrir veru-
legum skaða enda dróst straumur
ferðamanna verulega saman í kjölfar
slyssins.
„Veiðisvæðum var lokað eða að-
gangur að þeim í það minnsta tak-
markaður frá því sem verið hafði,
sem gerði það að verkum að ferða-
menn leituðu á önnur svæði. Ágang-
ur á þeim svæðum sem opin voru,
jókst talsvert eftir því sem þeim ferða-
mönnum sem heimsóttu svæðið var
beint frá olíumenguðum ströndum.
Þó að ferðaþjónustan sýni batamerki,
má telja að hún ekki hafa náð því stigi
sem hún var í fyrir slysið og er ekki
enn útséð með hvenær það verður.“
Þá benda skýrsluhöfundar á að
gildi svæðisins, sem varð fyrir áhrifum
sökum olíulekans, sem ósnortinnar
náttúruperlu hafi minnkað í huga
almennings. Gildi þetta er kallað
„óvirk notkun“. „Eftir slysið var mikil
breyting á skoðunum almennings á
svæðinu, þar sem ímynd þess sem
ósnortin náttúruperla beið verulega
hnekki. Talið er að fjárhagslegt tap í
þessu efni hafi verið um 2,8 milljarðar
dala. Þessi þáttur er talinn sýna bata-
merki en fullur bati næst ekki fyrr en
áhrifa slyssins gætir ekki lengur og
svæðið telst aftur ósnortið í huga al-
mennings.“
Eyja hreinleikans
Árið 2007 skipaði þáverandi forsætis-
ráðherra Geir H. Haarde nefnd sem
gera átti tillögu að því hvernig styrkja
mætti ímynd Íslands. Skýrslan hefur
alla jafna ekki fengið jákvæða um-
fjöllun árin eftir hrun enda þykir hún
meðal tryllingslegra dæma um upp-
sprengda sjálfsmynd íslenska víkinga-
hagkerfisins. Þá var nefndin skipuð í
kjölfar minikrísunnar svokölluðu sem
átti sér stað árið 2006. Krísa sem hefði
mátt vara flesta við því sem í vænd-
um var en stjórnmála- og bankamenn
túlkuðu fyrst og fremst sem ímyndar-
vanda íslenskra banka og efnahags-
lífs.
Ímyndahópurinn skilaði af sér í
mars árið 2008; nokkrum mánuðum
fyrir hrun íslenska efnahagslífsins.
Meðal verkefna nefndarinnar var að
kanna skipan ímyndamála á Íslandi
og leggja fram tillögur að því hvernig
styrkja mætti ímynd landsins. Í skýr-
slunni segir meðal annars að neyt-
endur séu reiðubúnir að greiða hærra
verð fyrir vöru frá löndum sem þekkt
eru fyrir hreinleika. „Í rannsókn,
sem gerð var fyrir verkefnið Iceland
Naturally, kom fram að 76% af frönsk-
um og þýskum neytendum og 65% af
breskum voru tilbúin til þess að borga
meira fyrir vöru frá stað sem er þekkt-
ur fyrir hreina náttúru.“
Þá kemur fram að þekking á Ís-
landi sem lands hreinleika hafi auk-
ist á undanförnum árum. „Í fyrstu
rannsókninni sem gerð var árið 1999
kom í ljós að um 62% tengdu landið
við ís og snjó, 10% við framandi nátt-
úru, 6% langt í burtu og um 89%
svarenda vissu ekki um neinar vör-
ur frá Íslandi. Niðurstaða þessarar
fyrstu rannsóknar byggði upp Iceland
Naturally- slagorðið og markaðsverk-
efnið en þar kom skýrt fram að skila-
boðin til hugsanlegra neytenda ættu
að innihalda eftirfarandi orð: Ísland,
náttúrulegur, ókannaður og gæði (e.
Iceland, Natural, Undiscovered, Qu-
ality). Frá því að verkefnið fór af stað
og samkvæmt síðustu könnunum
hefur tengingin við Norður-Ame-
ríkumarkaði þróast og tengingin við
náttúru og menningu aukist. Landið
er orðið þekktara fyrir hreinleika en
í fyrstu könnuninni nefndu um 2%
hreinleika þess en 17% árið 2006.
Áhugi hefur aukist á Íslandi sem
ferðamannastað og þekking á vörum
frá landinu hefur aukist en hægt er að
merkja sérstakan áhuga hjá ungu fólki
og útivistarfólki.“
Í sömu skýrslu er rætt við við-
skiptafulltrúa íslensku sendiráðanna
og þeir fengnir til að leggja mat á styrk
og veikleika ímyndar Íslands. „Sterk-
lega kom fram að þekkingin á landinu
í viðkomandi löndum á meðal neyt-
enda byggist á náttúrunni en einnig
var sköpunargáfan nefnd nokkrum
sinnum, Björk og tónlist, orkan,
bókmenntir og fjárfestingar. Fólk í
löndunum er almennt mjög jákvætt
gagnvart Íslandi sem ferðamanna-
stað. Áberandi var þó hversu lítil
þekking virðist vera á Íslandi í Kína,
Indlandi og Rússlandi.“ Á þessu má
vera ljóst að ímynd hreinleika er afar
mikilvæg íslensku efnahagslífi. Þar af
leiðir að alvarlegt umhverfisslys hefði
víðtæk áhrif á ímynd landsins út á við.
Fiskvinnsluþjóðin
Ísland er fiskvinnsluhagkerfi. Það á
við í dag eins og á níunda áratugn-
um þótt hlutdeild sjávarútvegs í hag-
kerfinu sé ekki sú sama. Raunar dróst
mikilvægi iðnaðarins saman um
nokkurra ára skeið sökum ofsafengins
vaxtar íslensks fjármalageira á árun-
um 2004 til 2008. Hlutdeild sjávarút-
vegs hefur sömuleiðis vaxið í kjölfar
efnahagshrunsins.
„Efnahagur Íslands hefur síðan á
landnámsöld verið mjög háður þessu
lífríki og byggja grunnstoðir hagkerfis-
ins á farsælum og nýtanlegum fiskmið-
um við landið,“ segir í misserisverkefni
nemendanna. „Efnahags lögsaga Ís-
lands býr yfir einum auðugustu fiski-
miðum Norður- Atlantshafsins. Þessi
mið eru grunnstoðir í íslenskum efna-
hag og hafa verið það í áratugi. Sjáv-
arafurðir eru auk þess uppspretta að-
alfæðu Íslendinga en meðalneysla
fiskafurða er 88 kg á íbúa á ári sem er
sú hæsta í heimi, eða rúmlega fimm-
Atli Þór Fanndal
atli@thorfanndal.com
n Hreinleiki Íslands verðmæt ímynd n Skortir búnað til að takast á
við stórt umhverfisslys n Yfirvöld andsnúin eftirlitsstofnunum
Efnahagsáhrif
olíuslyss yrðu
gríðarlEg
„Efnahagslögsaga
Íslands býr yfir
einum auðugustu fiski-
miðum Norður-Atlants-
hafsins. Þessi mið eru
grunnstoðir í íslenskum
efnahag og hafa verið
það í áratugi.