Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2014, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2014, Qupperneq 9
Vikublað 11.–13. nóvember 2014 Fréttir 9 föld meðal neysla á heimsvísu. Öll stórvægileg röskun á þessari auð- lind kæmi augljóslega til með að hafa gríðarleg áhrif á íslenskt samfélag, bæði efnahags- og félagslega.“ Til að lesendur geti glöggvað sig á mikilvægi íslensk sjávarútvegs fyrir Ís- land má benda á að nýlega birti Mat- væla- og landbúnaðarstofnun Sam- einuðu þjóðanna skýrslu um stöðu fiskistofna og sjávarlífríkis þar sem helstu fiskveiðiþjóðir heimsins eru listaðar. Efst á lista er Kína en engin þjóð veiðir jafn mikið. Í sautjánda sæti eru Íslendingar. Til samanburðar þá er Kína langsamlega fjölmennasta ríki veraldar en íbúar landsins eru um fimmtungur jarðarbúa. Ísland er hins vegar í 182 sæti á lista ríkja og sjálf- stjórnarsvæða heimsins þegar kem- ur að íbúafjölda. Af þeim sökum er ljóst að hlutfallslegir yfirburðir Íslands þegar kemur að sjávarútvegi eru mikl- ir. „Íslenski sjávarútvegurinn var með um 11,5% beint framlag til vergrar landsframleiðslu árið 2012 og með- altal síðastliðins áratugar hefur verið um 8–9%. Útflutningsverðmæti sjávar- afurða var 269 milljarðar króna 2012 sem samsvarar 42% af heildarvöru- útflutningsverðmætum landsins eða um 27% af heildar vöru- og þjónustu- útflutningi og svipaða sögu má segja af síðastliðnum áratugum, en hlutur- inn hefur verið allt að 50% af vöru- útflutning,“ segir í verkefni Bifrastar- nemanna. Hlutfallsleg áhrif stórs um- hverfisslyss sökum olíuvinnslu Ís- lendinga gætu því orðið töluvert meiri en í löndum sem ekki eru jafn háð fiskvinnslu. Þá má leiða að því líkur að ímynd Íslands sem hreins og ósnortins lands skapi einhverja virðis- aukningu fyrir íslenskan fisk sem útflutningsvöru. Verra utan höfuðborgarinnar Höfundar verkefnisins leiða að því líkur að efnhags- og samfélagsáhrif olíuslyss af svipaðri stærðargráðu og strand Exxon Valdez yrðu ýktari á landsbyggðinni. „Segja má að 9.000 manns eða um 5,3% af heildarvinnu- afli Íslands starfaði í sjávarútvegi 2012. Sjávarútvegurinn er landsbyggð- inni auk þess mjög mikilvægur, 82% vinnuafls hans eru búsett utan höfuð- borgarsvæðisins og sér hann á beinan hátt 12% fólks þar fyrir atvinnu. Þegar litið er til óbeinnar tengingar við sjáv- arútveg kemur upp önnur mynd, en talið er að allt að 25.000 til 35.000 manns starfi á beinan og óbeinan hátt við sjávarútveg á Íslandi.“ Rýrnun varð á nánast öllum fiski- stofnun á svæði mengunarslyssins í Alaskaflóa. Rúmlega áratug tók fyr- ir stofnana að ná fyrri stöðu. Innan íslenskrar lögsögðu hefði slíkt slys áhrif á fjölda stofna einkum þorsk, loðnu, síld og ýsu við suður- og suð- vesturhluta landsins. „Á tilvonandi olíuleitar svæði við Jan Mayen og á Norður landi væri það hins vegar loðna og síld sem væru í hvað mestri hættu. Þessir stofnar eru mjög mikil- vægir íslenskum sjávarútvegi, sam- anlagt standa þeir fyrir um 57% af heildarvirði aflans og samanlagt út- flutningsverðmæti þessara stofna árið 2012 var 155,4 milljarðar króna.“ Heildarútflutningur Íslendinga árið 2012 var rúmlega þúsund milljarðar. Þeir fiskistofnar sem eru í hvað mestri hættu vegna olíuslyss eru tæplega 16% af þessum útflutningi. „Ef að þessir stofnar raskast eða yrðu óveiðanlegir vegna olíuslyss, kæmi það til með að hafa gríðarleg áhrif á íslenskt efna- hagslíf. Ekki yrðu það einungis bein áhrif af töpuðum útflutningstekjum, heldur yrðu óbeinu áhrifin á hagkerf- ið og samfélagið einnig mikil vegna margfeldisáhrifanna.“ Margfeldisáhrif eru áhrif sem athafnir og aðgerðir atvinnugeira og reksturs hafa umfram augljós bein áhrif. „Ekki yrðu það einungis bein áhrif af töpuðum útflutningstekjum, heldur yrðu óbeinu áhrifin á hagkerf- ið og samfélagið einnig mikil vegna margfeldisáhrifanna. Ætla má að ef röskun yrði mikil, þá verður lands- byggðin fyrir hvað mestum hlutfalls- legum tekjumissi. Þar með kæmi atvinnuleysi til með að hækka umtals- vert á landsbyggðinni. Til að mynda eru 24 sveitarfélög á landsvísu þar sem bein og óbein atvinna af sjávar- útvegsgreininni er yfir 40% og í 40 sveitarfélögum er það yfir 25%. Stað- bundnu ruðningsáhrifin yrðu gríðar- leg á þessum svæðum. Í byggðarlög- um þar sem efnahagur og atvinnulíf er að stórum hluta eða eingöngu háð rekstri sjávarútvegsfyrirtækja er ekki ólíklegt að miklir fólksflutningar og atvinnuleysi myndi skapast ef að sam- dráttur yrði í greininni.“ Pólitísk skammsýni hættuleg Í misserisverkefni nemendanna er vakin athygli á áhrifum pólitískrar skammsýni á eftirlit og hreinsunar- störf. Áður en Exxon Valdez strandaði í Alaskaflóa höfðu 8.700 för siglt inn- an svæðisins án stórs umhverfisslyss. Því hafði ákveðið kæruleysi hreiðr- að um sig. Hópurinn bendir á hvern- ig fjármagn sem átti að renna til viðbragðsáætlana og styrkingar á strandgæslu var að lokum nýtt í ann- að. Þegar Exxon Valdez strandaði var hver tunna af hráolíu skattlögð með sérstöku fimm senta gjaldi til að fjár- magna eftirlit, tækjakaup og viðbrögð vegna slyss. „Fimm senta gjaldtakan átti að fjármagna strandgæsluna og þann búnað sem nauðsynlegur var til hreinsunarstarfa. Sjóðurinn var þó nýttur til þess að rétta af fjárlaga- halla Bandaríkjanna, sem var tals- verður á þeim tíma. Þingmaðurinn Billy Tauzin hafði orð á þessari stað- reynd við nefndina og óskaði eftir því að sjóðurinn yrði einungis notaður í þeim tilgangi sem til var ætlast.“ Bent er á hvernig þessi tilhögun varð til þess að veikja viðbrögð við umhverfisvánni. „Vegna þessa voru viðbragðsáætlanir og búnaður til að bregðast við olíuslysum af skornum skammti og voru viðbrögð við Exxon Valdez-slysinu því ekki eins kröftug og þau hefðu átt að vera. Niðurskurður fjármagns til strandgæslunnar, hafði þau áhrif að hreinsunarstarfið gekk hægt og gat þingnefndin lítið gert nema fara yfir stöðuna og endurskoða verkferlana er lutu að olíuslysum.“ Hreinsunarstarf að loknu um- hverfismegnungarslysi er í eðli sínu flókið og ekki án áhrifa á lífríkið. Það átti sannarlega við í tilfelli Exxon Valdez en meðal þeirra aðgerða sem reyndar voru var notkun efnisins Cor- exit 9580. „Rannsóknin leiddi í ljós að Corexit er álíka eitrað og hráolía og er ekki líkleg til að valda skaða á nema takmörkuðum hluta af sjávarrík- inu og dýralífinu við strendur. Sé það hins vegar blandað hráolíu þá hækk- ar eitrunarstuðulinn um 52 einingar, eða 52-faldast. Þessi blanda Corexit og hráolíu er því mun skaðlegri lífver- um í sjó en hráolía ein og sér. Rann- sóknin sýnir að þegar efninu er dreift yfir olíu í sjó í nægjanlegu magni til að binda olíuna, þá magnast eitrun- aráhrifin. Eini ávinningurinn af notk- un Corexit er að olían er ekki lengur sýnileg þar sem hún sekkur til botns og er ávinningurinn því í raun aðeins sjónrænn.“ Þá má benda á að hreinsi- virkni Cor exit er töluvert minni fari hitastigið undir 15 gráður en meðal- hitastig á Drekasvæðinu er undir 10 gráðum allt árið, samkvæmt greinar- gerð Veðurstofu Íslands frá árinu 2007 um veðurfar og hafís á Drekasvæðinu. Önnur aðferð sem reynd var á strand- lengju Alaska var að dæla 60–71 gráðu heitu vatni með háþrýstingi á menguð svæði. Strax árið 1990 benti margt til þess að hitavatnið hefði jafnvel valdið meiri skaða en olían. Eftirlitsandúð Íslenskir stjórnmálamenn eru alla jafna óhræddir við að tala niður þörf- ina á eftirliti. Fátt í íslenskri stjórn- málasögu bendir til þess að breyting verði þar á. Þá má nefna að Ís- lendingar voru langt á eftir öðrum ríkjum í myndun umhverfisráðuneyt- is. Júlíus Sólnes, fyrsti umhverfisráð- herra landsins, gerði stofnun ráðu- neytisins að umfjöllun sinni í pistli árið 2013. „Ráðuneytið varð til við óvenjulegar aðstæður veturinn 1989– 1990. Þá voru öll Norðurlönd og flest Evrópuríki löngu búin að koma á fót öflugum ráðuneytum umhverfismála og taka þennan málaflokk föstum tök- um. Á Íslandi hafði hins vegar gengið afar illa að ná samkomulagi um slíka stjórnskipan. Ítrekaðar tilraunir til að fá lög um umhverfisráðuneyti sam- þykkt á Alþingi mistókust. Það var ekki fyrr en nauðsyn rak til að fjölga ráðu- neytum við myndun fjórflokkastjórn- arinnar í september 1989, að nýtt um- hverfisráðuneyti varð að veruleika.“ Tilefni skrifanna var nálgun núver- andi yfirvalda gagnvart ráðuneytinu en skipaður yfir ráðuneytinu er Sig- urður Ingi Jóhanssonum samhliða því sem hann fer með landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytið. Sigurður Ingi nýtti sína fyrstu daga sem ráðherra til að varpa fram þeirri spurningu hvort þörf væri á sérstöku ráðuneyti umhverfismála. „Við erum að skoða hvernig við getum samþætt þetta. Það er mjög mikilvægt að umhverfismálin séu ekki andstæða atvinnumálanna heldur sé hver ákvörðun um fram- kvæmd, þá séu menn fullkomlega meðvitaðir um umhverfisþáttinn,“ sagði ráðherrann við Bændablaðið árið 2013. Umræðan um samþætta hugsun og niðurrif hindrana vegna eftirlits er þó varla barn Sigurðar Inga. Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnar Sjálf- stæðis- og Framsóknarflokks árið 2003 kvað á um að eftirlit skyldi ekki verða atvinnulífi of íþyngjandi. „Sjálf- stæði eftirlitsstofnana hins opin bera þarf að vera ótvírætt og tryggja þarf að starfsemi þeirra verði ekki óþarf- lega íþyngjandi,“ segir í stefnuyfirlýs- ingunni. Nokkrum árum síðar sagði í rannsóknarskýrslu Alþingis ítar lega frá getuleysi eftlirlitsstofnana, sérstak- lega Fjármálaeftirlitsins, í umfjöllun um orsakir og afleiðingar hruns ís- lenskra banka. Niðursta skýrslunar er meðal ananrs að; „mikið hafi skort á að Fjármálaeftirlitið væri í stakk búið til þess að sinna eftirliti með fjármála- fyrirtækjunum á viðhlítandi hátt síð- ustu árin fyrir fall bankanna.“ Eftirlitsiðnaðurinn Í vitnaleiðslum vegna þinghalds lands- dóms kom ítrekað fram að íslensk yfir- völd hefðu þagað um veikleika ís- lenska bankakerfisins, og raunar með virkum hætti blekkt almenning með því að tala upp styrkleika bankanna, af ótta við áhrif beinna aðgerða af hálfu ríkisins á íslenskan efnahag. Líkur eru á að olíuvinnsla yrði tímabundið stærsta tekjulind íslensks hagkerfis. Af þeim sökum ættu slæleg vinnubrögð stjórnmálanna og æðstu embættis- manna landsins við eftirlit banka- kerfisins að vekja efasemdir um getu stjórnsýslunar og stjórnmálakerfisins til að takast á við veikleika og hættu á veikleikum sökum olíuvinnslu. Núverandi yfirvöld hafa svo sýnt í orði og á borði að þau eru harla ólík- leg til að auka eftirlit. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæð- isflokksins og fulltrúi í niðurskurð- arhópi ríkisstjórnarinnar árið 2013, fór mikinn um eftirlitsstofnanir í sam- bandi við fjárlög þessa árs og talaði fyrir niðurskurði til þeirra. Þá er hon- um hugleikið hugtakið eftirlitsiðnað- ur, pólitískt hugtak á hægri væng stjórnmálanna hannað til að tala nið- ur eftirlitsstofnanir hins opinbera með því að ýta undir hugmyndir um emb- ættismenn sem skapa eftirlitsþörf til að skapa sjálfum sér vinnu. Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknar- flokksins og fulltrúi í sama hóp, hef- ur einnig gagnrýnt eftirlitsstofnanir og gengið svo langt að segja að leggja megi niður allar eftirlitsstofnanir að Fjármálaeftirlitinu undanskildu. „Hér er ég til dæmis að vísa til Um- hverfisstofnunar. Hún hefur brugðist sínu lögbundna hlutverki, samanber iðnaðarsaltsmálið. Þá má draga stór- lega úr starfsemi Fjármálaeftirlitsins,“ sagði Vigdís í samtali við DV árið 2012. Funi neðst í skúffuna Funamálið er umhverfisverndarmál sem kom upp á Ísafirði árið 2010 og 2011. Málið varð opinbert eftir að dí- oxín yfir leyfilegum mörkum mældist í mjólk frá Efri-Engidal í Ísafjarðarbæ. Díoxín er þrávirkt efni sem brotnar seint niður í náttúrunni. Díoxín er afar skaðlegt fyrir menn og dýr. Í ljós kom að yfirvöld á Ísafirði hefðu mátt vita að mengun frá sorpbrennslustöð- inni Funa voru langt yfir leyfilegum mörkum. Árið 2007 hafði mæling leitt í ljós að útblásturinn var tuttugufalt yfir leyfilegum mörkum reglugerðar Evrópska efnahagssvæðisins. Þá kom í ljós að niðurstöðunni hafði verið stungið í skúffu og alvarleikar hennar ekki kynntir fyrir íbúum bæjarins. Halldór Halldórsson, oddviti Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík, var bæjar- stjóri Ísafjarðar á þeim tíma sem málið kom upp. Hann hefur alla tíð neitað fyr- ir að hafa stungið málinu ofan í skúffu. „Ég skildi aldrei þá umræðu. Ég veit ekki hverju ég hefði átt að stinga undir stól.“ Þegar talið barst að bréfinu frá því í október árið 2009 fullyrti Halldór að hann hefði aldrei kannast við að hafa séð bréfið. Það hlyti að hafa týnst inni í kerfinu hjá Ísafjarðarbæ,“ sagði Hall- dór um málið við Reykjavík Vikublað skömmu fyrir síðustu sveitarstjórnar- kosningar. Þann 16. október árið 2009 sendi Umhverfisstofnun bréf til Ísa- fjarðarbæjar þar sem fram kom að loft- mengun díoxín og fúrana hefði árið 2007 mælst tugfalt yfir viðurkenndum viðmiðunarmörkum. Þann 12. maí, ári síðar, barst svo bænum, sem rekstrar- aðila Funa, áminning og hótun um að sorpbrennslunni yrði lokað. Bréf- in voru hvorki lögð fyrir bæjarráð né umhverfisnefnd fyrr en í ágúst eftir að sveitarstjórnarkosningar voru afstaðn- ar. Þess ber að geta að umfjöllun um málið varð til þess að sorpbrennslu- stöðvar um allt land voru rannsakaðar og víða var pottur brotinn. n „Enn þann dag í dag gætir áhrifa á umhverfi og dýraríki og ekki er enn vitað hvort eða hvenær umhverfið nær fullum bata „Sjávarútvegurinn er landsbyggðinni auk þess mjög mikilvæg- ur, 82% vinnuafls hans eru búsett utan höfuð- borgarsvæðisins og sér hann á beinan hátt 12% fólks þar fyrir atvinnu. Eitur til að hreinsa eitur Corexit 9580-hreinsunarefninu er úðað yfir olíubrák í kjöl- far Deep Water Horizon-olíulekans árið 2010. Cor- exit er baneitrað efni sem notað er til hreinsunar- starfa eftir olíuslys. Mynd FlughEr Bandaríkjanna gríðarlegt hreinsunarstarf Heitu vatni sprautað með háþrýstingi á menguð svæði í kjölfar Exxon Valdez-umhverfisslyssins árið 1989. Niðurstaða hóps nemenda við Háskólann á Bifröst er að Ísland réði illa við mengunarslys af sömu stærðargráðu. Mynd u.S. naVy

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.