Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2014, Page 10
10 Fréttir Vikublað 11.–13. nóvember 2014
Stelpurnar fá
aukahlutverkin
Í
myndbandaráðum framhalds-
skóla á Íslandi eru níu prósent
stelpur og 91 prósent strákar.
Þá einkennast birtingarmynd-
ir kven- og karlímynda í mynd-
bandaefni framhaldsskólanema
af hefðbundnum staðalímyndum
og víða er að finna skýra tilvísun
í klámvæðinguna. Þetta er með-
al þess sem kemur fram í úttekt
á félagslífi framhaldsskólanema
sem Kolbrún Hrund Sigurgeirs-
dóttir og Rakel Magnúsdóttir,
meistaranemar í kynjafræði, unnu
fyrir Samband íslenskra fram-
haldsskólanema og Mennta-
og menningarráðuneytið. „Það
kom okkur á óvart að sjá að þessi
birtingarmynd kynjanna sem var
í skólablöðunum hérna áður fyrr
hefur færst yfir í myndböndin,“
segir Kolbrún Hrund í samtali
við DV. Hún segir skólablöðin oft
hafa verið gagnrýnd hér áður fyrr,
sérstaklega fyrir birtingarmynd-
ir kynjanna. Þau hafi sýnt stráka í
valdastöðu en stelpur hlutgerðar
og settar upp með kynferðislegum
hætti. „Það kom okkur á óvart að
sjá að þetta hefur færst algjörlega
frá skólablöðunum yfir í mynd-
böndin. Að sama skapi sjáum við
að myndböndin fá miklu meiri út-
breiðslu en skólablöðin fengu, því
þau birtast meðal annars á You-
tube.“
Ójöfn tækifæri
Kolbrún Hrund segir heilmikið
vald falið í þessum myndböndum
og að þau skapi ákveðna menn-
ingu innan skólanna. „Einnig
skapar þetta þeim tækifæri og
reynslu sem nýtist þeim í fram-
tíðinni,“ segir hún og bendir á
að þekkir menn á borð við Hrað-
fréttamennina Benedikt Valsson
og Fannar Sveinsson, sjónvarps-
manninn Björn Braga Arnarsson
og tónlistar- og sjónvarpsmann-
inn Friðrik Dór Jónsson hafi allir
verið í myndbandaráði síns skóla.
„Okkur þótti því áhugavert að sjá
að stelpur virðast ekki hafa þetta
sama tækifæri,“ segir Kolbrún
Hrund.
Í samtölum Kolbrúnar Hrundar
og Rakelar við formenn nemenda-
félaga kom í ljós að fáar stelpur
sækja jafnan um í myndbanda-
ráði. „Enda teljum við að það vanti
fyrirmyndir fyrir stelpur á þess-
um vettvangi,“ útskýrir Kolbrún og
bendir á að þær fáu stelpur sem
komast í myndbandaráðin fái líka
hlutverk í takt við það. „Þær eru al-
gjörir aukahlutir í myndböndun-
um. Í einu myndbandinu syngja
strákarnir um að þeir ætli heim
með fjórar í takinu og að þeir fái
steik og tott á föstudögum. Þá sést í
stelpu undir borði að veita munn-
mök. Þessi kvenhlutverk eru ekki
beint til þess fallin að laða aðrar
stelpur að,“ segir Kolbrún Hrund.
Falla á Bechdel-prófinu
Ellefu myndbönd frá myndbanda-
félögum skólanna voru skoðuð
með jafnrétti til hliðsjónar en það
var gert með svokölluðu Bechdel-
prófi. Eins og kunnugt er spyr
Bechdel-prófið þriggja spurn-
inga: Eru að minnsta kosti tvær
nafngreindar konur í myndinni?
Tala konurnar saman? Tala þær
um eitthvað annað en karlmenn?
Einungis þrjú myndbönd stóð-
ust prófið. Kolbrún segir vanta
fjölbreytni í myndböndin. „Þetta
er alltaf sama týpan. Alltaf sama
karlmennskan og sami kvenleik-
inn sem er sýndur í öllum þessum
myndböndum. Það eru allir gagn-
kynhneigðir, allir grannir og falleg-
ir. Og þetta er myndin sem yngri
krakkar hafa af menningu og fé-
lagslífi skólans.“
Myndböndin ritskoðuð
En hvað er þá hægt að gera til þess
að hvetja stelpur til að sækja um
í myndbandaráðum? „Við hittum
formennin á aðalþingi SÍF í ágúst.
Þá komu þau með alls konar tillög-
ur,“ svarar Kolbrún. „ Meðal annars
stungu þau upp á að hafa jafnréttis-
fulltrúa í skólunum sem myndi
fara yfir myndböndin og þau yrðu
ritskoðuð rétt eins og skólablöðin.
Krakkarnir hafa svolítið komist
upp með að setja þetta í loftið órit-
skoðað. Þau töluðu einnig um að
skikka ráðin til að taka inn stelp-
ur,“ segir Kolbrún Hrund en vildi
þó ekki nota orðið kynjakvóti í
þessu samhengi. „Þeim fannst það
alveg skelfilegt orð. En þau stungu
upp á því að það yrði allavega þrýst
á að það yrði reynt að taka inn af
báðum kynjum. Ég veit að sumir
skólar hafa einnig ákveðið að hafa
jafnréttisfræðslu fyrir þá sem eru í
ráðum og nefndum.“
Mikil umræða í framhaldsskólum
Töluverð umræða og vitundar-
vakning hefur verið um skakkt
kynjahlutfall og birtingarmynd
kynjanna í félagslífi framhalds-
skóla á síðustu árum. Ákvörðun um
að sérhvert lið í Gettu betur skuli
vera skipað keppendum af báð-
um kynjum vakti nokkrar deilur á
síðasta ári og þá vakti atvik í Mor-
fís, þar sem samskipti og ræður
þóttu einkennast af kynferðisleg-
um undirtón og kvenfyrirlitningu,
mikla athygli fyrr á þessu ári. At-
vikið varð til þess að stjórn Morfís
samþykkti nýjar reglur sem eiga að
fyrirbyggja klámkjaft og kvenfyrir-
litningu í keppninni. Reglunni hef-
ur þegar verið beitt þegar lið MH
fékk viðvörun vegna framkomu
sinnar í æfingakeppni sem fram
fór í síðasta mánuði. „Það eru
þarna greinilega ákveðnir pólar
þar sem er gríðarlega mikill kynja-
halli,“ segir Kolbrún. „Þessi um-
ræða ýtir vonandi aðeins við okk-
ur og við sjáum hversu mikilvægt
það er að brjóta þetta aðeins upp
og skoða hvort það sé ekki hægt að
rétta þetta aðeins af. Við þurfum
að vera vakandi og meðvituð um
að auðvitað eigi allir að hafa jafnan
rétt og jöfn tækifæri. Við erum alls
konar og við viljum sjá fjölbreytni í
félagslífinu.“
Ómetanleg reynsla
Kolbrún og Rakel benda einnig á
að margt jákvætt megi finna í fé-
lagslífi framhaldsskólanema þegar
kemur að jafnrétti kynjanna og
augljóslega sé mikil fjölbreytni
í félagslífinu almennt. „Það var
mjög ánægjulegt að sjá það,“ segir
Kolbrún. „Stelpur eru farnar að
sækja í formannssæti nemenda-
félaga, sem þær gerðu alls ekki
hérna áður fyrr. Síðan er fjölgun
femínistafélaga í framhaldsskól-
um sem virðist haldast í hendur
við kynjafræðikennslu. Kennslan
virðist ýta við nemendum. Að auki
má nefna æfingabúðir Gettu bet-
ur fyrir stelpur sem haldnar voru
síðastliðinn vetur en þær sóttu um
fimmtíu stelpur. Fólk hefur ver-
ið duglegt að segja að stelpur hafi
bara ekki áhuga og að þær vilji ekki
taka þátt, en þegar þetta er sett
svona upp er hægt að sjá að auð-
vitað hafa stelpur áhuga. Það þarf
bara að skapa vettvanginn og opna
á tækifærin. Það sama held ég að
gildi um myndbandaráðin. Auð-
vitað geta stelpur gert flotta sketsa
eins og strákar, þær eru líka með
húmor og geta sungið. Þetta er
ómetanleg reynsla sem við viljum
að allir hafi jafnan aðgang að og
ég held að myndböndin yrðu bara
mikið fjölbreyttari og skemmtilegri
ef það væri meiri fjölbreytileiki í
hópnum,“ segir Kolbrún Hrund að
lokum. n
n Verulegur kynjahalli í myndbandaráðum framhaldsskóla n 9% stelpur og 91% strákar
Áslaug Karen Jóhannsdóttir
aslaug@dv.is
„Þær eru
algjörir
aukahlutir í
myndböndunum
„Þetta er ómetan-
leg reynsla sem við
viljum að allir hafi jafnan
aðgang að.
Verulegur
kynjahalli
Kolbrún Hrund
Sigurgeirsdóttir
og Rakel Magn-
úsdóttir gerðu
úttekt á félagslífi
framhalds-
skólanema.
Mynd Sigtryggur Ari